Boðað hefur verið til fundar í kjördæmaráði VG í Suðvesturkjördæmi á miðvikudag.
Þar verður ákvörðun tekin um leið til þess að velja á framboðslista VG í kjördæminu fyrir komandi alþingiskosningar. Tillaga liggur fyrir fundinum frá stjórn VG í Kópavogi um að skipa uppstillingarnefnd sem myndi sjá um uppröðun á framboðslista.
Flokkurinn hefur í dag einn þingmann í kjördæminu. Það er Ögmundur Jónasson, sem hefur tilkynnt að hann gefi ekki kost á sér til áframhaldandi þingsetu.
Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Tillaga gerð um uppstillingu hjá VG í Kraganum
Jón Hákon Halldórsson skrifar

Mest lesið


Svava Lydia komin í leitirnar
Innlent




Lýsa eftir Svövu Lydiu
Innlent


ÍR kveikti á skiltinu án leyfis
Innlent

