Guðni Th. Jóhanesson, forseti Íslands mun ávarpa Gleðigöngu hinsegin fólks sem fram fer í Reykjavík í dag. Er hann fyrsti forseti Íslands til að gera það en samkvæmt vefnum Gay Iceland er hann jafnframt fyrsti forsetinn í heimunum til þess að taka opinberlega þátt í gleðigöngu hinsegins fólks.
Guðni er í viðtali við Gay Iceland og segir þar að hann hafi árum saman fylgst með gleðigöngunni ásamt þúsundum Íslendinga og hann ætli sér ekki að breyta út af vananum í þetta skipti þrátt fyrir að vera orðinn forseti.
Hann hafi því ekki hikað við að segja já þegar honum var boðið að taka þátt í þetta skiptið.
Á Gay Iceland segir að Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, hafi vissulega tekið þátt í gleðigöngum þar í landi en að Guðni sé fyrsti forsetinn í heiminum til að taka þátt.
Gleðigangan í Reykjavík fer fram í dag klukkan tvö, en gengið verður frá BSÍ og að Arnarhóli. Þar mun svo fara fram skemmtidagskrá þar sem fjölmargir listamenn koma fram, meðal annars Páll Óskar.
Guðni Th. brýtur blað: Fyrsti forsetinn í heiminum til að taka opinberlega þátt í gleðigöngu hinsegin fólks

Tengdar fréttir

Guðni Th. brýtur blað með þátttöku í Gleðigöngunni
Þetta er í fyrsta sinn sem forseti Íslands tekur þátt í dagskrá Hinsegin daga.