Ræða Guðna Th. eftir Gleðigönguna í heild sinni: „Í raun erum við öll hinsegin á einhvern hátt“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. ágúst 2016 10:18 Guðni Th. Jóhannesson, forseti lýðveldisins, komst í sögubækurnar í gær þegar hann varð fyrsti forseti Íslands til þess að taka þátt í gleðigöngu hinsegin fólks. Ávarpaði hann hinn gríðarlega mannfjölda sem þar var samankominn. Forsetar hafa ef til vill ekki mikið svigrúm þegar kemur að klæðaburði en leyfði Guðni sér þó að bæta regnbogalituðu bindi við jakkafötin í tilefni dagsins. Í ræðu sinni vék hann sérstaklega að fordómum gegn hinsegin fólk í íþróttum og uppskar mikinn fögnuð fyrir vikið. „Ég er mikill áhugamaður um íþróttir, lifði lengi og hrærðist í heimi íþrótta. Ég vil sérstaklega hvetja alla til að taka á fordómum sem enn þarf að glíma við í heimi íþróttanna. Á Íslandi hefur lesbía orðið forsætisráðherra. Vonandi fáum við bráðum homma í eitthvert okkar ágætu karlalandsliða,“ sagði Guðni í ávarpi sínu sem sjá má í heild sinni hér að ofan.Guðni var klæddur eftir tilefni dagsins.Vísir/Hanna„Ég þekki það ekki af eigin raun, ég er ekki hommi“ Þá þakkaði hann fyrir þann heiður að fá að ávarpa gönguna en Guðni hafði áður sagt að hann hefði alltaf fylgst með göngunni og það myndi ekki breytast þó hann væri orðinn forseti. Var Guðna tíðrædd um frelsisbaráttuna og þó hann þekkti það ekki af eigin raun hvernig það væri að koma út úr skápnum gæti hann tengt við það frelsi sem fólk öðlast þegar það þarf ekki að hafa áhyggjur af því hvað aðrir halda um mann. „Það þarf eflaust hugrekki til þess að koma út úr skápnum. Ég þekki það ekki af eigin raun, ég er ekki hommi, hitt get ég þó rifjað upp frá þeim árum þegar ég var frámunalega feiminn unglingur, óviss um eigið ágæti, hvað þá útlit, að dýrmætt frelsi, einstakt frelsi er fólgið í því að hafa ekki lengur áhyggur af því hvað aðrir halda um mann. Eða hvað maður haldi að aðrir haldi um hann, sagði Guðni.“ Guðni ræddi einnig um að fagna ætti frelsi og fjölbreytileika, samstöðu, umburðarlyndi og mannréttindum en bað Íslendinga að lokum að hugleiða eftirfarandi „Við erum hér öll á hátíð hinsegin fólks en í lokin bið ég ykkur um að hugleiða þetta. Í orðunum er viss þversögn en er það ekki þannig að í raun erum við öll hinsegin á einhvern hátt. Þegar vel er að gáð er bara enginn eins og fólk er flest.“ Hinsegin Tengdar fréttir Guðni Th. brýtur blað með þátttöku í Gleðigöngunni Þetta er í fyrsta sinn sem forseti Íslands tekur þátt í dagskrá Hinsegin daga. 2. ágúst 2016 07:00 Söguleg gleðiganga en ekki bara glimmer Sá sögulegi atburður varð í gleðigöngunni í Reykjavík í dag að Guðni Th. Johannesson ávarpaði hátíð hinsegin fólks, fyrstur forseta í heiminum. Þótt gleðin hafi svifið yfir vötnum er gangan líka vettvangur til að minna á, að baráttu hinsegin fólks er ekki lokið. 6. ágúst 2016 20:30 Guðni Th. brýtur blað: Fyrsti forsetinn í heiminum til að taka opinberlega þátt í gleðigöngu hinsegin fólks Forseti Íslands ávarpar Gleðigönguna í dag. 6. ágúst 2016 12:20 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti lýðveldisins, komst í sögubækurnar í gær þegar hann varð fyrsti forseti Íslands til þess að taka þátt í gleðigöngu hinsegin fólks. Ávarpaði hann hinn gríðarlega mannfjölda sem þar var samankominn. Forsetar hafa ef til vill ekki mikið svigrúm þegar kemur að klæðaburði en leyfði Guðni sér þó að bæta regnbogalituðu bindi við jakkafötin í tilefni dagsins. Í ræðu sinni vék hann sérstaklega að fordómum gegn hinsegin fólk í íþróttum og uppskar mikinn fögnuð fyrir vikið. „Ég er mikill áhugamaður um íþróttir, lifði lengi og hrærðist í heimi íþrótta. Ég vil sérstaklega hvetja alla til að taka á fordómum sem enn þarf að glíma við í heimi íþróttanna. Á Íslandi hefur lesbía orðið forsætisráðherra. Vonandi fáum við bráðum homma í eitthvert okkar ágætu karlalandsliða,“ sagði Guðni í ávarpi sínu sem sjá má í heild sinni hér að ofan.Guðni var klæddur eftir tilefni dagsins.Vísir/Hanna„Ég þekki það ekki af eigin raun, ég er ekki hommi“ Þá þakkaði hann fyrir þann heiður að fá að ávarpa gönguna en Guðni hafði áður sagt að hann hefði alltaf fylgst með göngunni og það myndi ekki breytast þó hann væri orðinn forseti. Var Guðna tíðrædd um frelsisbaráttuna og þó hann þekkti það ekki af eigin raun hvernig það væri að koma út úr skápnum gæti hann tengt við það frelsi sem fólk öðlast þegar það þarf ekki að hafa áhyggjur af því hvað aðrir halda um mann. „Það þarf eflaust hugrekki til þess að koma út úr skápnum. Ég þekki það ekki af eigin raun, ég er ekki hommi, hitt get ég þó rifjað upp frá þeim árum þegar ég var frámunalega feiminn unglingur, óviss um eigið ágæti, hvað þá útlit, að dýrmætt frelsi, einstakt frelsi er fólgið í því að hafa ekki lengur áhyggur af því hvað aðrir halda um mann. Eða hvað maður haldi að aðrir haldi um hann, sagði Guðni.“ Guðni ræddi einnig um að fagna ætti frelsi og fjölbreytileika, samstöðu, umburðarlyndi og mannréttindum en bað Íslendinga að lokum að hugleiða eftirfarandi „Við erum hér öll á hátíð hinsegin fólks en í lokin bið ég ykkur um að hugleiða þetta. Í orðunum er viss þversögn en er það ekki þannig að í raun erum við öll hinsegin á einhvern hátt. Þegar vel er að gáð er bara enginn eins og fólk er flest.“
Hinsegin Tengdar fréttir Guðni Th. brýtur blað með þátttöku í Gleðigöngunni Þetta er í fyrsta sinn sem forseti Íslands tekur þátt í dagskrá Hinsegin daga. 2. ágúst 2016 07:00 Söguleg gleðiganga en ekki bara glimmer Sá sögulegi atburður varð í gleðigöngunni í Reykjavík í dag að Guðni Th. Johannesson ávarpaði hátíð hinsegin fólks, fyrstur forseta í heiminum. Þótt gleðin hafi svifið yfir vötnum er gangan líka vettvangur til að minna á, að baráttu hinsegin fólks er ekki lokið. 6. ágúst 2016 20:30 Guðni Th. brýtur blað: Fyrsti forsetinn í heiminum til að taka opinberlega þátt í gleðigöngu hinsegin fólks Forseti Íslands ávarpar Gleðigönguna í dag. 6. ágúst 2016 12:20 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Sjá meira
Guðni Th. brýtur blað með þátttöku í Gleðigöngunni Þetta er í fyrsta sinn sem forseti Íslands tekur þátt í dagskrá Hinsegin daga. 2. ágúst 2016 07:00
Söguleg gleðiganga en ekki bara glimmer Sá sögulegi atburður varð í gleðigöngunni í Reykjavík í dag að Guðni Th. Johannesson ávarpaði hátíð hinsegin fólks, fyrstur forseta í heiminum. Þótt gleðin hafi svifið yfir vötnum er gangan líka vettvangur til að minna á, að baráttu hinsegin fólks er ekki lokið. 6. ágúst 2016 20:30
Guðni Th. brýtur blað: Fyrsti forsetinn í heiminum til að taka opinberlega þátt í gleðigöngu hinsegin fólks Forseti Íslands ávarpar Gleðigönguna í dag. 6. ágúst 2016 12:20