Teslur seljast á miklu yfirverði á gráa markaðnum í Kína Finnur Thorlacius skrifar 8. ágúst 2016 09:21 Tesla Model X. Það er ekki fáheyrt að eftirsóttir bílar seljist á yfirverði ef mikil bið er eftir slíkum bílum. Eitt gott dæmi um það er frá Kína þar sem Tesla Model X bílar seljast á andvirði 240.000 dollara í Kína þar sem listaverð slíkra bíla er um 170.000 dollarar. Þessir bílar eru innfluttir frá Bandaríkjunum og seljendur þeirra borguðu talsvert mikið minna fyrir þá þar en hagnast mjög á því að flytja þá til Kína og selja þá þar á miklu yfirverði. Tesla Model X P90D kostar aðeins 115.000 dollara í Bandaríkjunum, en seljast eins og áður sagði á 170.000 dollara í Kína. Því getur verið freistandi að flytja þá til Kína og selja þá þar á 240.000 dollara. Innflutningur á gráa markaðnum í Kína er ekki bannaður en lýtur þó miklum takmörkunum og falla til að mynda ábyrgðir niður á slíkum bílum. Það þýðir ekki að söluumboð Tesla í Kína þurfi ekki að gera við þá ef eitthvað bilar, heldur er það alfarið á kostnað eigenda þeirra. Auk þess eru þessir bílar með bandaríska mæla og sýna meðal annars hraða í mílum. Auk þess virkar Google Maps kerfi Tesla bíla ekki í Kína og því verða eigendur bíla keyptir á gráa markaðnum frá Bandaríkjunum af leiðsögukerfi bílanna. Það hefur hinsvegar ekki komið í veg fyrir að Kínverjar fjálgir í bíla frá Tesla kaupi þá á yfirverði. Þessi viðskipti skekkja sölutölur Tesla bíla á þann hátt að sala þeirra telst til sölu í Bandaríkjunum, en ekki í Kína. Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent
Það er ekki fáheyrt að eftirsóttir bílar seljist á yfirverði ef mikil bið er eftir slíkum bílum. Eitt gott dæmi um það er frá Kína þar sem Tesla Model X bílar seljast á andvirði 240.000 dollara í Kína þar sem listaverð slíkra bíla er um 170.000 dollarar. Þessir bílar eru innfluttir frá Bandaríkjunum og seljendur þeirra borguðu talsvert mikið minna fyrir þá þar en hagnast mjög á því að flytja þá til Kína og selja þá þar á miklu yfirverði. Tesla Model X P90D kostar aðeins 115.000 dollara í Bandaríkjunum, en seljast eins og áður sagði á 170.000 dollara í Kína. Því getur verið freistandi að flytja þá til Kína og selja þá þar á 240.000 dollara. Innflutningur á gráa markaðnum í Kína er ekki bannaður en lýtur þó miklum takmörkunum og falla til að mynda ábyrgðir niður á slíkum bílum. Það þýðir ekki að söluumboð Tesla í Kína þurfi ekki að gera við þá ef eitthvað bilar, heldur er það alfarið á kostnað eigenda þeirra. Auk þess eru þessir bílar með bandaríska mæla og sýna meðal annars hraða í mílum. Auk þess virkar Google Maps kerfi Tesla bíla ekki í Kína og því verða eigendur bíla keyptir á gráa markaðnum frá Bandaríkjunum af leiðsögukerfi bílanna. Það hefur hinsvegar ekki komið í veg fyrir að Kínverjar fjálgir í bíla frá Tesla kaupi þá á yfirverði. Þessi viðskipti skekkja sölutölur Tesla bíla á þann hátt að sala þeirra telst til sölu í Bandaríkjunum, en ekki í Kína.
Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent