Ólafía Þórunn er efst hjá konunum en á þó bara eitt högg Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. júlí 2016 19:01 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR. Vísir/Daníel Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR er með eitt högg í forystu eftir fyrsta dag á Íslandsmótinu í golfi sem fram fer þessa dagana á Jaðarsvelli á Akureyri. Ólafía Þórunn lék á 70 höggum í dag eða einu höggi undir pari. Hún er einu höggi á undan Valdísi Þóru Jónsdóttur úr Leyni sem lék fyrstu átján holurnar á pari. Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili er síðan í þriðja sætinu á einu höggi yfir pari og þar með tveimur höggum á eftir Ólafíu Þórunni. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir fékk þrjá fugla á hringnum eða á 2., 5. og 16. holur. Hún fékk síðan skolla á bæði 10. og 15. holu en paraði þrettán holur. Valdís Þóra Jónsdóttir átti skrautlegan hring en hún fékk fjóra fugla og fjóra skolla. Valdís tapaði tveimur höggum á fyrstu þremur holunum en vann sig til baka. Hún átti síðan mjög góðan endasprett og náði tveimur fuglum á síðustu þremur holunum. Guðrún Brá Björgvinsdóttir fékk fugl á fyrstu holu en síðan ekki annan fyrr en á sautjándu holu. Hún fékk þrjá skolla í millitíðinni en náði að para þrettán holur.Efstu konur eftir fyrsta dag á Íslandsmótinu í golfi: 1. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR -1 2. Valdís Þóra Jónsdóttir, GL Par 3. Guðrún Brá Björgvinsdóttir,+1 4. Gunnhildur Kristjánsdóttir, GK +3 5. Anna Sólveig Snorradóttir, GK +4 5. Berglind Björnsdóttir, GR +4 7. Helga Kristín Einarsdóttir, GK +5 7. Heiða Guðnadóttir, GM +5 9. Sigurlaug Rún Jónsdóttir, GK +6 9. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR +6 Golf Mest lesið Í beinni: Slóvenía - Ísland | Leikur sem skiptir öllu máli Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR er með eitt högg í forystu eftir fyrsta dag á Íslandsmótinu í golfi sem fram fer þessa dagana á Jaðarsvelli á Akureyri. Ólafía Þórunn lék á 70 höggum í dag eða einu höggi undir pari. Hún er einu höggi á undan Valdísi Þóru Jónsdóttur úr Leyni sem lék fyrstu átján holurnar á pari. Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili er síðan í þriðja sætinu á einu höggi yfir pari og þar með tveimur höggum á eftir Ólafíu Þórunni. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir fékk þrjá fugla á hringnum eða á 2., 5. og 16. holur. Hún fékk síðan skolla á bæði 10. og 15. holu en paraði þrettán holur. Valdís Þóra Jónsdóttir átti skrautlegan hring en hún fékk fjóra fugla og fjóra skolla. Valdís tapaði tveimur höggum á fyrstu þremur holunum en vann sig til baka. Hún átti síðan mjög góðan endasprett og náði tveimur fuglum á síðustu þremur holunum. Guðrún Brá Björgvinsdóttir fékk fugl á fyrstu holu en síðan ekki annan fyrr en á sautjándu holu. Hún fékk þrjá skolla í millitíðinni en náði að para þrettán holur.Efstu konur eftir fyrsta dag á Íslandsmótinu í golfi: 1. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR -1 2. Valdís Þóra Jónsdóttir, GL Par 3. Guðrún Brá Björgvinsdóttir,+1 4. Gunnhildur Kristjánsdóttir, GK +3 5. Anna Sólveig Snorradóttir, GK +4 5. Berglind Björnsdóttir, GR +4 7. Helga Kristín Einarsdóttir, GK +5 7. Heiða Guðnadóttir, GM +5 9. Sigurlaug Rún Jónsdóttir, GK +6 9. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR +6
Golf Mest lesið Í beinni: Slóvenía - Ísland | Leikur sem skiptir öllu máli Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira