Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir er aðeins fjórum stigum á eftir efsta manni í einstaklingskeppninni í crossfit en keppt var á heimsleikunum í nótt. Sara keppni í tveimur greinum í gær og hafnaði þar í 3. og 17. Sæti en samanlagt er hún öðru sæti leikanna.
Katrín Tanja Davíðsdóttir náði að vinna eina grein í nótt og hafnaði í 14. í annarri. Hún er samanlagt í fjórða sæti keppninnar. Annie Mist er að fjarlægjast þær eftir greinarnar í nótt en hún er núna samanlagt í níunda sætinu.
Björgvin Karl er í 11. sæti í heildarkeppninni eftir nóttina en hann hafnaði í 19. sæti og 31. sæti í greinunum tveimur. Keppnin heldur áfram í kvöld.

