Nico Rosberg á ráspól í Ungverjalandi Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 23. júlí 2016 13:41 Nico Rosberg hélt haus í bleytunni og varð fljótastur í dag. Vísir/Getty Nico Rosberg verður á ráspól á morgun á Mercedes. Lewis Hamilton varð annar á Mercedes og Daniel Riccardo á Red Bull varð þriðji. Gríðarleg rigning tók að falla á brautinni og var tímatökunni frestað um 20 mínútur. Mikið var um rauð flögg vegna óhappa ökumanna. Hins vegar þornaði brautin hratt og Ökumenn voru fljótir að aðlagast aðstæðum. Hamilton var á ráspól undir lokin angað til Fernando Alonso snérist rétt fyrir framan hann í lokatilrauninni hans. Rosberg kom seinna að staðnum sem Alonso snérist. Hann náði að stela ráspólnum á lokametrum einnar lengstu tímatöku í sögu Formúlu 1.Fyrsta lotaEftir tæplega fimm mínútna akstur í fyrstu lotu tímatökunnar var rauðum flöggum veifað og tímatökunni frestað frekar. Fyrsta lotan var stöðvuð aftur þegar níu mínútur voru eftir af lotunni. Marcus Ericsson á Sauber endaði sína þátttöku í tímatökunni á varnarvegg. Hann virtist lenda á polli og gat ekkert gert til að afstýra árekstrinum við varnarvegginn. Felipe Massa á Williams lenti á varnarvegg í þriðja skiptið sem fyrsta lotan var ræst. Hann var á milliregndekkjum. Hann var einn af fáum sem var kominn á þau. Aðrir voru á fullum regndekkjum. Massa rúllaði yfir hvíta línu og aðeins út á brautarkant. Það var nóg til að snúa bílnum. Fyrsta lotan endaði með rauðu flaggi þegar rúmlega ein mínúta og tuttugu sekúndur voru eftir þegar Rio Haryanto á Manor endaði á sama varnarvegg og Ericsson. Jolyon Plamer á Renault og liðsfélagi hans Kevin Magnussen duttu út ásamt Pascal Wehrlein á Manor og þeim þremur sem þegar höfðu fallið úr leik.Max Verstappen var seigur í dag. Brautin var mjög blaut í upphafi tímatökunnar.Vísir/GettyÖnnur lotaBrautin tók að þorna hratt strax við upphaf annarrar lotu og nánast hver ökumaður sem lauk hring setti hraðasta hring. Slík var staðan fyrstu hringina í lotunni. Valtteri Bottas á Williams var fyrstur til að setja sléttu þurr-dekkin undir. Brautin var aðeins farin að sína ljósgrátt malbik. Fleiri fylgdu í kjölfarið eftir að Williams liðið neyddi önnur lið til að bregðast við. Í annarri lotu duttu Danil Kvyat á Toro Rosso, Romain Grosjean og Esteban Gutierrez á Haas út. Ásamt Sergio Perez á Force India, Kimi Raikkonen á Ferrari og Felipe Nasr á Sauber. Hamilton var stálheppinn að komast áfram í þriðju lotu. Hann gerði mistök í fyrstu beygju á síðasta hring og endaði 10. í lotunni.Þriðja lota Í þriðju lotunni var staðan orðin kunnulegri. Þagar allir ökumenn höfðu möguleika á að reyna einu sinni enn voru Mercedes-menn fljótastir og Red Bull þar á eftir með Vettel fyrir Ferrari í fimmta sæti. Rosberg stal ráspólnum. Hamilton þurfti að slaka á þegar Fernando Alonso snérist á brautinni og gulum flöggum var veifað. Formúla Tengdar fréttir Hamilton klessti á vegg | Mercedes-menn bestir á báðum æfingum Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á fyrri æfingunni fyrir ungverska kappaksturinn. Hann endaði seinni æfinguna á varnarvegg. Nico Rosberg varð annar á Mercedes á fyrri æfingunni en fljótastur á seinni. 22. júlí 2016 17:10 Red Bull vill vinna meira á árinu Red Bull liðið í Formúlu 1 vill vinna fleiri keppnir á árinu. Liðsstjóri Red Bull, Christian Horner segir liðið hætt að elta Ferrari. Liðið setji nú markið á Mercedes. 14. júlí 2016 22:15 Talstöðvasamskipti takmörkuð enn frekar Alþjóða akstursíþróttasambandið (FIA) hefur takmarkað talstöðvasamskipti Formúlu 1 liða við ökumenn enn frekar en þegar hafði verið gert. 21. júlí 2016 22:30 Wolff: Red Bull mikil ógn við Mercedes Heimsmeistarar bílasmiða í Formúlu 1 halda til Ungverjalands í góðum gír eftir að hafa unnið keppnina á Silverstone brautinni þar síðustu helgi. Ungverski kappaksturinn er þó erfiður liðinu sögulega. 18. júlí 2016 20:45 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Fleiri fréttir Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Nico Rosberg verður á ráspól á morgun á Mercedes. Lewis Hamilton varð annar á Mercedes og Daniel Riccardo á Red Bull varð þriðji. Gríðarleg rigning tók að falla á brautinni og var tímatökunni frestað um 20 mínútur. Mikið var um rauð flögg vegna óhappa ökumanna. Hins vegar þornaði brautin hratt og Ökumenn voru fljótir að aðlagast aðstæðum. Hamilton var á ráspól undir lokin angað til Fernando Alonso snérist rétt fyrir framan hann í lokatilrauninni hans. Rosberg kom seinna að staðnum sem Alonso snérist. Hann náði að stela ráspólnum á lokametrum einnar lengstu tímatöku í sögu Formúlu 1.Fyrsta lotaEftir tæplega fimm mínútna akstur í fyrstu lotu tímatökunnar var rauðum flöggum veifað og tímatökunni frestað frekar. Fyrsta lotan var stöðvuð aftur þegar níu mínútur voru eftir af lotunni. Marcus Ericsson á Sauber endaði sína þátttöku í tímatökunni á varnarvegg. Hann virtist lenda á polli og gat ekkert gert til að afstýra árekstrinum við varnarvegginn. Felipe Massa á Williams lenti á varnarvegg í þriðja skiptið sem fyrsta lotan var ræst. Hann var á milliregndekkjum. Hann var einn af fáum sem var kominn á þau. Aðrir voru á fullum regndekkjum. Massa rúllaði yfir hvíta línu og aðeins út á brautarkant. Það var nóg til að snúa bílnum. Fyrsta lotan endaði með rauðu flaggi þegar rúmlega ein mínúta og tuttugu sekúndur voru eftir þegar Rio Haryanto á Manor endaði á sama varnarvegg og Ericsson. Jolyon Plamer á Renault og liðsfélagi hans Kevin Magnussen duttu út ásamt Pascal Wehrlein á Manor og þeim þremur sem þegar höfðu fallið úr leik.Max Verstappen var seigur í dag. Brautin var mjög blaut í upphafi tímatökunnar.Vísir/GettyÖnnur lotaBrautin tók að þorna hratt strax við upphaf annarrar lotu og nánast hver ökumaður sem lauk hring setti hraðasta hring. Slík var staðan fyrstu hringina í lotunni. Valtteri Bottas á Williams var fyrstur til að setja sléttu þurr-dekkin undir. Brautin var aðeins farin að sína ljósgrátt malbik. Fleiri fylgdu í kjölfarið eftir að Williams liðið neyddi önnur lið til að bregðast við. Í annarri lotu duttu Danil Kvyat á Toro Rosso, Romain Grosjean og Esteban Gutierrez á Haas út. Ásamt Sergio Perez á Force India, Kimi Raikkonen á Ferrari og Felipe Nasr á Sauber. Hamilton var stálheppinn að komast áfram í þriðju lotu. Hann gerði mistök í fyrstu beygju á síðasta hring og endaði 10. í lotunni.Þriðja lota Í þriðju lotunni var staðan orðin kunnulegri. Þagar allir ökumenn höfðu möguleika á að reyna einu sinni enn voru Mercedes-menn fljótastir og Red Bull þar á eftir með Vettel fyrir Ferrari í fimmta sæti. Rosberg stal ráspólnum. Hamilton þurfti að slaka á þegar Fernando Alonso snérist á brautinni og gulum flöggum var veifað.
Formúla Tengdar fréttir Hamilton klessti á vegg | Mercedes-menn bestir á báðum æfingum Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á fyrri æfingunni fyrir ungverska kappaksturinn. Hann endaði seinni æfinguna á varnarvegg. Nico Rosberg varð annar á Mercedes á fyrri æfingunni en fljótastur á seinni. 22. júlí 2016 17:10 Red Bull vill vinna meira á árinu Red Bull liðið í Formúlu 1 vill vinna fleiri keppnir á árinu. Liðsstjóri Red Bull, Christian Horner segir liðið hætt að elta Ferrari. Liðið setji nú markið á Mercedes. 14. júlí 2016 22:15 Talstöðvasamskipti takmörkuð enn frekar Alþjóða akstursíþróttasambandið (FIA) hefur takmarkað talstöðvasamskipti Formúlu 1 liða við ökumenn enn frekar en þegar hafði verið gert. 21. júlí 2016 22:30 Wolff: Red Bull mikil ógn við Mercedes Heimsmeistarar bílasmiða í Formúlu 1 halda til Ungverjalands í góðum gír eftir að hafa unnið keppnina á Silverstone brautinni þar síðustu helgi. Ungverski kappaksturinn er þó erfiður liðinu sögulega. 18. júlí 2016 20:45 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Fleiri fréttir Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Hamilton klessti á vegg | Mercedes-menn bestir á báðum æfingum Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á fyrri æfingunni fyrir ungverska kappaksturinn. Hann endaði seinni æfinguna á varnarvegg. Nico Rosberg varð annar á Mercedes á fyrri æfingunni en fljótastur á seinni. 22. júlí 2016 17:10
Red Bull vill vinna meira á árinu Red Bull liðið í Formúlu 1 vill vinna fleiri keppnir á árinu. Liðsstjóri Red Bull, Christian Horner segir liðið hætt að elta Ferrari. Liðið setji nú markið á Mercedes. 14. júlí 2016 22:15
Talstöðvasamskipti takmörkuð enn frekar Alþjóða akstursíþróttasambandið (FIA) hefur takmarkað talstöðvasamskipti Formúlu 1 liða við ökumenn enn frekar en þegar hafði verið gert. 21. júlí 2016 22:30
Wolff: Red Bull mikil ógn við Mercedes Heimsmeistarar bílasmiða í Formúlu 1 halda til Ungverjalands í góðum gír eftir að hafa unnið keppnina á Silverstone brautinni þar síðustu helgi. Ungverski kappaksturinn er þó erfiður liðinu sögulega. 18. júlí 2016 20:45