Nico Rosberg á ráspól í Ungverjalandi Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 23. júlí 2016 13:41 Nico Rosberg hélt haus í bleytunni og varð fljótastur í dag. Vísir/Getty Nico Rosberg verður á ráspól á morgun á Mercedes. Lewis Hamilton varð annar á Mercedes og Daniel Riccardo á Red Bull varð þriðji. Gríðarleg rigning tók að falla á brautinni og var tímatökunni frestað um 20 mínútur. Mikið var um rauð flögg vegna óhappa ökumanna. Hins vegar þornaði brautin hratt og Ökumenn voru fljótir að aðlagast aðstæðum. Hamilton var á ráspól undir lokin angað til Fernando Alonso snérist rétt fyrir framan hann í lokatilrauninni hans. Rosberg kom seinna að staðnum sem Alonso snérist. Hann náði að stela ráspólnum á lokametrum einnar lengstu tímatöku í sögu Formúlu 1.Fyrsta lotaEftir tæplega fimm mínútna akstur í fyrstu lotu tímatökunnar var rauðum flöggum veifað og tímatökunni frestað frekar. Fyrsta lotan var stöðvuð aftur þegar níu mínútur voru eftir af lotunni. Marcus Ericsson á Sauber endaði sína þátttöku í tímatökunni á varnarvegg. Hann virtist lenda á polli og gat ekkert gert til að afstýra árekstrinum við varnarvegginn. Felipe Massa á Williams lenti á varnarvegg í þriðja skiptið sem fyrsta lotan var ræst. Hann var á milliregndekkjum. Hann var einn af fáum sem var kominn á þau. Aðrir voru á fullum regndekkjum. Massa rúllaði yfir hvíta línu og aðeins út á brautarkant. Það var nóg til að snúa bílnum. Fyrsta lotan endaði með rauðu flaggi þegar rúmlega ein mínúta og tuttugu sekúndur voru eftir þegar Rio Haryanto á Manor endaði á sama varnarvegg og Ericsson. Jolyon Plamer á Renault og liðsfélagi hans Kevin Magnussen duttu út ásamt Pascal Wehrlein á Manor og þeim þremur sem þegar höfðu fallið úr leik.Max Verstappen var seigur í dag. Brautin var mjög blaut í upphafi tímatökunnar.Vísir/GettyÖnnur lotaBrautin tók að þorna hratt strax við upphaf annarrar lotu og nánast hver ökumaður sem lauk hring setti hraðasta hring. Slík var staðan fyrstu hringina í lotunni. Valtteri Bottas á Williams var fyrstur til að setja sléttu þurr-dekkin undir. Brautin var aðeins farin að sína ljósgrátt malbik. Fleiri fylgdu í kjölfarið eftir að Williams liðið neyddi önnur lið til að bregðast við. Í annarri lotu duttu Danil Kvyat á Toro Rosso, Romain Grosjean og Esteban Gutierrez á Haas út. Ásamt Sergio Perez á Force India, Kimi Raikkonen á Ferrari og Felipe Nasr á Sauber. Hamilton var stálheppinn að komast áfram í þriðju lotu. Hann gerði mistök í fyrstu beygju á síðasta hring og endaði 10. í lotunni.Þriðja lota Í þriðju lotunni var staðan orðin kunnulegri. Þagar allir ökumenn höfðu möguleika á að reyna einu sinni enn voru Mercedes-menn fljótastir og Red Bull þar á eftir með Vettel fyrir Ferrari í fimmta sæti. Rosberg stal ráspólnum. Hamilton þurfti að slaka á þegar Fernando Alonso snérist á brautinni og gulum flöggum var veifað. Formúla Tengdar fréttir Hamilton klessti á vegg | Mercedes-menn bestir á báðum æfingum Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á fyrri æfingunni fyrir ungverska kappaksturinn. Hann endaði seinni æfinguna á varnarvegg. Nico Rosberg varð annar á Mercedes á fyrri æfingunni en fljótastur á seinni. 22. júlí 2016 17:10 Red Bull vill vinna meira á árinu Red Bull liðið í Formúlu 1 vill vinna fleiri keppnir á árinu. Liðsstjóri Red Bull, Christian Horner segir liðið hætt að elta Ferrari. Liðið setji nú markið á Mercedes. 14. júlí 2016 22:15 Talstöðvasamskipti takmörkuð enn frekar Alþjóða akstursíþróttasambandið (FIA) hefur takmarkað talstöðvasamskipti Formúlu 1 liða við ökumenn enn frekar en þegar hafði verið gert. 21. júlí 2016 22:30 Wolff: Red Bull mikil ógn við Mercedes Heimsmeistarar bílasmiða í Formúlu 1 halda til Ungverjalands í góðum gír eftir að hafa unnið keppnina á Silverstone brautinni þar síðustu helgi. Ungverski kappaksturinn er þó erfiður liðinu sögulega. 18. júlí 2016 20:45 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins Sjá meira
Nico Rosberg verður á ráspól á morgun á Mercedes. Lewis Hamilton varð annar á Mercedes og Daniel Riccardo á Red Bull varð þriðji. Gríðarleg rigning tók að falla á brautinni og var tímatökunni frestað um 20 mínútur. Mikið var um rauð flögg vegna óhappa ökumanna. Hins vegar þornaði brautin hratt og Ökumenn voru fljótir að aðlagast aðstæðum. Hamilton var á ráspól undir lokin angað til Fernando Alonso snérist rétt fyrir framan hann í lokatilrauninni hans. Rosberg kom seinna að staðnum sem Alonso snérist. Hann náði að stela ráspólnum á lokametrum einnar lengstu tímatöku í sögu Formúlu 1.Fyrsta lotaEftir tæplega fimm mínútna akstur í fyrstu lotu tímatökunnar var rauðum flöggum veifað og tímatökunni frestað frekar. Fyrsta lotan var stöðvuð aftur þegar níu mínútur voru eftir af lotunni. Marcus Ericsson á Sauber endaði sína þátttöku í tímatökunni á varnarvegg. Hann virtist lenda á polli og gat ekkert gert til að afstýra árekstrinum við varnarvegginn. Felipe Massa á Williams lenti á varnarvegg í þriðja skiptið sem fyrsta lotan var ræst. Hann var á milliregndekkjum. Hann var einn af fáum sem var kominn á þau. Aðrir voru á fullum regndekkjum. Massa rúllaði yfir hvíta línu og aðeins út á brautarkant. Það var nóg til að snúa bílnum. Fyrsta lotan endaði með rauðu flaggi þegar rúmlega ein mínúta og tuttugu sekúndur voru eftir þegar Rio Haryanto á Manor endaði á sama varnarvegg og Ericsson. Jolyon Plamer á Renault og liðsfélagi hans Kevin Magnussen duttu út ásamt Pascal Wehrlein á Manor og þeim þremur sem þegar höfðu fallið úr leik.Max Verstappen var seigur í dag. Brautin var mjög blaut í upphafi tímatökunnar.Vísir/GettyÖnnur lotaBrautin tók að þorna hratt strax við upphaf annarrar lotu og nánast hver ökumaður sem lauk hring setti hraðasta hring. Slík var staðan fyrstu hringina í lotunni. Valtteri Bottas á Williams var fyrstur til að setja sléttu þurr-dekkin undir. Brautin var aðeins farin að sína ljósgrátt malbik. Fleiri fylgdu í kjölfarið eftir að Williams liðið neyddi önnur lið til að bregðast við. Í annarri lotu duttu Danil Kvyat á Toro Rosso, Romain Grosjean og Esteban Gutierrez á Haas út. Ásamt Sergio Perez á Force India, Kimi Raikkonen á Ferrari og Felipe Nasr á Sauber. Hamilton var stálheppinn að komast áfram í þriðju lotu. Hann gerði mistök í fyrstu beygju á síðasta hring og endaði 10. í lotunni.Þriðja lota Í þriðju lotunni var staðan orðin kunnulegri. Þagar allir ökumenn höfðu möguleika á að reyna einu sinni enn voru Mercedes-menn fljótastir og Red Bull þar á eftir með Vettel fyrir Ferrari í fimmta sæti. Rosberg stal ráspólnum. Hamilton þurfti að slaka á þegar Fernando Alonso snérist á brautinni og gulum flöggum var veifað.
Formúla Tengdar fréttir Hamilton klessti á vegg | Mercedes-menn bestir á báðum æfingum Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á fyrri æfingunni fyrir ungverska kappaksturinn. Hann endaði seinni æfinguna á varnarvegg. Nico Rosberg varð annar á Mercedes á fyrri æfingunni en fljótastur á seinni. 22. júlí 2016 17:10 Red Bull vill vinna meira á árinu Red Bull liðið í Formúlu 1 vill vinna fleiri keppnir á árinu. Liðsstjóri Red Bull, Christian Horner segir liðið hætt að elta Ferrari. Liðið setji nú markið á Mercedes. 14. júlí 2016 22:15 Talstöðvasamskipti takmörkuð enn frekar Alþjóða akstursíþróttasambandið (FIA) hefur takmarkað talstöðvasamskipti Formúlu 1 liða við ökumenn enn frekar en þegar hafði verið gert. 21. júlí 2016 22:30 Wolff: Red Bull mikil ógn við Mercedes Heimsmeistarar bílasmiða í Formúlu 1 halda til Ungverjalands í góðum gír eftir að hafa unnið keppnina á Silverstone brautinni þar síðustu helgi. Ungverski kappaksturinn er þó erfiður liðinu sögulega. 18. júlí 2016 20:45 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins Sjá meira
Hamilton klessti á vegg | Mercedes-menn bestir á báðum æfingum Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á fyrri æfingunni fyrir ungverska kappaksturinn. Hann endaði seinni æfinguna á varnarvegg. Nico Rosberg varð annar á Mercedes á fyrri æfingunni en fljótastur á seinni. 22. júlí 2016 17:10
Red Bull vill vinna meira á árinu Red Bull liðið í Formúlu 1 vill vinna fleiri keppnir á árinu. Liðsstjóri Red Bull, Christian Horner segir liðið hætt að elta Ferrari. Liðið setji nú markið á Mercedes. 14. júlí 2016 22:15
Talstöðvasamskipti takmörkuð enn frekar Alþjóða akstursíþróttasambandið (FIA) hefur takmarkað talstöðvasamskipti Formúlu 1 liða við ökumenn enn frekar en þegar hafði verið gert. 21. júlí 2016 22:30
Wolff: Red Bull mikil ógn við Mercedes Heimsmeistarar bílasmiða í Formúlu 1 halda til Ungverjalands í góðum gír eftir að hafa unnið keppnina á Silverstone brautinni þar síðustu helgi. Ungverski kappaksturinn er þó erfiður liðinu sögulega. 18. júlí 2016 20:45