Gríðarleg rigning tók að falla á brautinni og var tímatökunni frestað um 20 mínútur. Mikið var um rauð flögg vegna óhappa ökumanna. Hins vegar þornaði brautin hratt og Ökumenn voru fljótir að aðlagast aðstæðum.
Hamilton var á ráspól undir lokin angað til Fernando Alonso snérist rétt fyrir framan hann í lokatilrauninni hans. Rosberg kom seinna að staðnum sem Alonso snérist. Hann náði að stela ráspólnum á lokametrum einnar lengstu tímatöku í sögu Formúlu 1.
Fyrsta lota
Eftir tæplega fimm mínútna akstur í fyrstu lotu tímatökunnar var rauðum flöggum veifað og tímatökunni frestað frekar.
Fyrsta lotan var stöðvuð aftur þegar níu mínútur voru eftir af lotunni. Marcus Ericsson á Sauber endaði sína þátttöku í tímatökunni á varnarvegg. Hann virtist lenda á polli og gat ekkert gert til að afstýra árekstrinum við varnarvegginn.
Felipe Massa á Williams lenti á varnarvegg í þriðja skiptið sem fyrsta lotan var ræst. Hann var á milliregndekkjum. Hann var einn af fáum sem var kominn á þau. Aðrir voru á fullum regndekkjum. Massa rúllaði yfir hvíta línu og aðeins út á brautarkant. Það var nóg til að snúa bílnum.
Fyrsta lotan endaði með rauðu flaggi þegar rúmlega ein mínúta og tuttugu sekúndur voru eftir þegar Rio Haryanto á Manor endaði á sama varnarvegg og Ericsson.
Jolyon Plamer á Renault og liðsfélagi hans Kevin Magnussen duttu út ásamt Pascal Wehrlein á Manor og þeim þremur sem þegar höfðu fallið úr leik.

Brautin tók að þorna hratt strax við upphaf annarrar lotu og nánast hver ökumaður sem lauk hring setti hraðasta hring. Slík var staðan fyrstu hringina í lotunni.
Valtteri Bottas á Williams var fyrstur til að setja sléttu þurr-dekkin undir. Brautin var aðeins farin að sína ljósgrátt malbik. Fleiri fylgdu í kjölfarið eftir að Williams liðið neyddi önnur lið til að bregðast við.
Í annarri lotu duttu Danil Kvyat á Toro Rosso, Romain Grosjean og Esteban Gutierrez á Haas út. Ásamt Sergio Perez á Force India, Kimi Raikkonen á Ferrari og Felipe Nasr á Sauber.
Hamilton var stálheppinn að komast áfram í þriðju lotu. Hann gerði mistök í fyrstu beygju á síðasta hring og endaði 10. í lotunni.
Þriðja lota
Í þriðju lotunni var staðan orðin kunnulegri. Þagar allir ökumenn höfðu möguleika á að reyna einu sinni enn voru Mercedes-menn fljótastir og Red Bull þar á eftir með Vettel fyrir Ferrari í fimmta sæti.
Rosberg stal ráspólnum. Hamilton þurfti að slaka á þegar Fernando Alonso snérist á brautinni og gulum flöggum var veifað.