Körfubolti

Kári og Jón Axel báðir valdir í úrvalslið mótsins

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kári Jónsson og Jón Axel Guðmundsson voru báðir valdir í fimm manna úrvalslið B-deildar Evrópukeppni tuttugu ára landsliða sem lauk í Grikklandi í kvöld.

Íslenska landsliðið varð að sætta sig við silfrið eftir ótrúlegan úrslitaleik við Svartfjallaland þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en í framlengingu.

Íslenska liðið vann sig til baka inn í leikinn og fékk síðan tækifæri til að tryggja sér sigur eða aðra framlengingu. Silfrið breytir ekki því að Ísland er komið í úrslitakeppni EM í fyrsta sinn í sögu tuttugu ára landsliðsins.

Kári Jónsson og Jón Axel Guðmundsson voru báðir meðal fjögurra stigahæstu leikmanna mótsins. Það er mikill heiður fyrir þá að vera valdi í úrvalsliðið.  

Þeir eru í úrvalsliðinu ásamt leikmanni frá Svartfjallalandi, Grikklandi og Króatíu. Ísland átti því flesta leikmenn í úrvalsliðinu.

Grindvíkingurinn Jón Axel Guðmundsson var með 16,9 stig, 8,4 fráköst og 4,4 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hann var með 23 stig, 13 fráköst og 4 stoðsendingar í úrslitaleiknum.

Haukamaðurinn Kári Jónsson var með 17,1 stig, 4,7 fráköst, 3,6 stoðsendingar og 2,9 stolna bolta að meðaltali í leik. Hann var með 14 stig, 7 stoðsendingar og 5 stolna bolta í úrslitaleiknum. Kári skoraði 29 stig í sigrinum á Grikklandi í undanúrslitunum.






Tengdar fréttir

Svekkjandi tap en mögnuð frammistaða

Íslenska tuttugu ára landsliðið í körfubolta lék í kvöld til úrslita í B-deild Evrópukeppni U-20 karla í körfubolta og mætti liðið Svartfjallalandi. Ísland tapaði leiknum 78-76 eftir framlengdan leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×