Sigmundur Davíð boðar endurkomu sína á vettvang stjórnmálanna Jakob Bjarnar skrifar 25. júlí 2016 14:32 Sigmundur Davíð býst við heiftarlegum viðbrögðum nú þegar hann stígur aftur inn á hið pólitíska svið. visir/friðrik þór Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, boðar endurkomu sína á vettvang stjórnmálanna eftir hlé. Hann býst við heiftarlegum viðbrögðum í sinn garð og Framsóknarmanna en brýnir menn til að láta það ekki slá sig út af laginu. Þá telur hann kosningar í haust með öllu óþarfar -- fyrst þurfi að klára verkin. Þetta kemur fram í bréfi sem hann sendi Framsóknarmönnum nú fyrir stundu þar sem hann fer yfir stöðu mála og sviðið. Bréfið barst flokksmönnum í PDF-skjali, og er á þessa leið, í endursögn og styttingu Vísis:Sigmundur segist njóta mikils stuðnings Hann tilkynnir sínu fólki að hann sé kominn heim eftir tveggja vikna ferð um landið og meðan samfélagið hefur verið í júlídvala og margir í sumarfríi, „hef ég svo notað tímann til að skrifa, fræðast og leita nýrra sóknarfæra fyrir landið okkar.“ Sigmundur Davíð tæpir á miklum árangri sem náðst hefur en þrátt fyrir það „stöndum við frammi fyrir stórri, raunverulegri og aðkallandi hættu á að árangrinum verði kastað á glæ. Við því þurfum við að bregðast og það má ekki bíða lengur,“ segir Sigmundur Davíð, en fer aðeins yfir sína stöðu áður en hann snýr sér að alvöru mála. Hann segist hafa dregið sig um tíma út úr hinum pólitíska slag svo ríkisstjórnin gæti unnið að „gríðarlega mikilvægum og ókláruðum verkefnum á meðan mál væru að skýrast.“ Og, nú liggja staðreyndir fyrir, segir Sigmundur Davíð: hann nýtur mikils stuðnings flokksfélaga og fjölda fólks einnig sem ekki tekur þátt í stjórnmálastarfi. Svo víkur hann að komandi kosningum.Engin ástæða til kosninga í haust „Einhverra hluta vegna hefur hluti samstarfsmanna okkar í Sjálfstæðisflokknum verið áhugasamur um að flýta alþingiskosningum. Við höfum ætíð haldið því til haga að ef sú ætti að vera raunin þyrfti fyrst að klára þau verkefni sem fyrirheit hafa verið gefin um að leysa á þessu kjörtímabili. Ríkisstjórnin sem ekki nýtir tímann sem henni er veittur getur ekki gengið út frá því sem vísu að hún fái tækifæri til að klára verkefnin síðar.“ Og Sigmundur Davíð heldur áfram: „Eins og sakir standa eru litlar líkur á að nokkur flokkur nái meira en 30 prósenta fylgi í næstu kosningum og jafnvel slíkt fylgi veitir ekki vissu fyrir aðild að næstu ríkisstjórn. Aðrir munu ekki klára vinnu okkar í verðtryggingarmálinu, þeir munu ekki koma á heilbrigðu fjármálakerfi eins og nú er loks tækifæri til og þeir munu ekki gera það sem þarf til að efla byggð á landinu öllu. Tíminn til að standa við loforðin sem við höfum gefið er því núna.“Sigmundur býst við ofsafengnum viðbrögðum við sér Sigmundur Davíð segir þennan „góða árangur“ vissulega auka líkurnar á „að við fáum tækifæri til að vinna nýja sigra í þágu almennings að loknum kosningum,“ en flokkurinn verði að sýna að hann sé reiðubúinn að klára verkefnin. Sigmundur boðar fulla þátttöku sína í stjórnmálabaráttunni. „Það mun vissulega vekja viðbrögð. Látið það ekki slá ykkur út af laginu. Viðbrögð, jafnvel ofsafengin viðbrögð gegn mér og okkur eru nú sem fyrr til marks um að andstæðingar telja að sér standi ógn að okkur.“ Bréfi sínu lýkur Sigmundur Davíð á orðunum: „Íslandi allt!“ Kosningar 2016 Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Fleiri fréttir Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, boðar endurkomu sína á vettvang stjórnmálanna eftir hlé. Hann býst við heiftarlegum viðbrögðum í sinn garð og Framsóknarmanna en brýnir menn til að láta það ekki slá sig út af laginu. Þá telur hann kosningar í haust með öllu óþarfar -- fyrst þurfi að klára verkin. Þetta kemur fram í bréfi sem hann sendi Framsóknarmönnum nú fyrir stundu þar sem hann fer yfir stöðu mála og sviðið. Bréfið barst flokksmönnum í PDF-skjali, og er á þessa leið, í endursögn og styttingu Vísis:Sigmundur segist njóta mikils stuðnings Hann tilkynnir sínu fólki að hann sé kominn heim eftir tveggja vikna ferð um landið og meðan samfélagið hefur verið í júlídvala og margir í sumarfríi, „hef ég svo notað tímann til að skrifa, fræðast og leita nýrra sóknarfæra fyrir landið okkar.“ Sigmundur Davíð tæpir á miklum árangri sem náðst hefur en þrátt fyrir það „stöndum við frammi fyrir stórri, raunverulegri og aðkallandi hættu á að árangrinum verði kastað á glæ. Við því þurfum við að bregðast og það má ekki bíða lengur,“ segir Sigmundur Davíð, en fer aðeins yfir sína stöðu áður en hann snýr sér að alvöru mála. Hann segist hafa dregið sig um tíma út úr hinum pólitíska slag svo ríkisstjórnin gæti unnið að „gríðarlega mikilvægum og ókláruðum verkefnum á meðan mál væru að skýrast.“ Og, nú liggja staðreyndir fyrir, segir Sigmundur Davíð: hann nýtur mikils stuðnings flokksfélaga og fjölda fólks einnig sem ekki tekur þátt í stjórnmálastarfi. Svo víkur hann að komandi kosningum.Engin ástæða til kosninga í haust „Einhverra hluta vegna hefur hluti samstarfsmanna okkar í Sjálfstæðisflokknum verið áhugasamur um að flýta alþingiskosningum. Við höfum ætíð haldið því til haga að ef sú ætti að vera raunin þyrfti fyrst að klára þau verkefni sem fyrirheit hafa verið gefin um að leysa á þessu kjörtímabili. Ríkisstjórnin sem ekki nýtir tímann sem henni er veittur getur ekki gengið út frá því sem vísu að hún fái tækifæri til að klára verkefnin síðar.“ Og Sigmundur Davíð heldur áfram: „Eins og sakir standa eru litlar líkur á að nokkur flokkur nái meira en 30 prósenta fylgi í næstu kosningum og jafnvel slíkt fylgi veitir ekki vissu fyrir aðild að næstu ríkisstjórn. Aðrir munu ekki klára vinnu okkar í verðtryggingarmálinu, þeir munu ekki koma á heilbrigðu fjármálakerfi eins og nú er loks tækifæri til og þeir munu ekki gera það sem þarf til að efla byggð á landinu öllu. Tíminn til að standa við loforðin sem við höfum gefið er því núna.“Sigmundur býst við ofsafengnum viðbrögðum við sér Sigmundur Davíð segir þennan „góða árangur“ vissulega auka líkurnar á „að við fáum tækifæri til að vinna nýja sigra í þágu almennings að loknum kosningum,“ en flokkurinn verði að sýna að hann sé reiðubúinn að klára verkefnin. Sigmundur boðar fulla þátttöku sína í stjórnmálabaráttunni. „Það mun vissulega vekja viðbrögð. Látið það ekki slá ykkur út af laginu. Viðbrögð, jafnvel ofsafengin viðbrögð gegn mér og okkur eru nú sem fyrr til marks um að andstæðingar telja að sér standi ógn að okkur.“ Bréfi sínu lýkur Sigmundur Davíð á orðunum: „Íslandi allt!“
Kosningar 2016 Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Fleiri fréttir Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Sjá meira