Birgitta segir Framsóknarflokkinn halda þjóð og þingi í óvissu Birgir Örn Steinarsson skrifar 26. júlí 2016 11:43 Birgitta furðar sig á orðum Sigmundar og spyr hvort hann sé í einhverju sambandi við forsætisráðherra. Vísir Birgitta Jónsdóttir furðar sig á orðum Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Framsóknarflokksins í gær þar sem hann sagði að hluti Sjálfstæðismanna væri áhugasamur um að flýta alþingiskosningum. „Við höfum ætíð haldið því til haga að ef sú ætti að vera raunin þyrfti fyrst að klára þau verkefni sem fyrirheit hafa verið gefin um að leysa á þessu kjörtímabili. Ríkisstjórnin sem ekki nýtir tímann sem henni er veittur getur ekki gengið út frá því sem vísu að hún fái tækifæri til að klára verkefnin síðar.“ Birgitta vill meina að með þessu sé Framsóknarflokkurinn að halda þjóðinni og þinginu í óvissu sem skapi óstöðugleika og stjórnarkreppu. Loforð Sjálfstæðismanna og Framsóknarflokks í apríl hafi verið skýr. Að kjósa ætti í haust. Hún segir að ekki sé hægt að undirbúa kosningar þegar upplýsingar um tímasetningu þeirra liggur ekki fyrir.Annað hvort sambandsleysi eða svikBirgitta furðar sig á því að miðað við þessi orð sé eins og ekkert samráð hafi verið á milli Sigurðar Inga Jóhannssonar forsætisráðherra og formanns Framsóknarflokksins. „Annað hvort er Sigmundur ekki í neinu sambandi við forsætisráðherra eða þá er Framsóknarflokkurinn að leggja til að svíkja tillögu um að hafa kosningar í haust,“ segir Birgitta. „Það er ómögulegt fyrir alla þá sem eru að undirbúa kosningar að vita ekki hvenær þær eiga að verða. Ef það á að fara draga þetta eitthvað þá finnst mér bara langheiðarlegast að það verði bara látið koma fram hvort það verði kosningar í október eða hvort þessir flokkar ætli sér að sitja út tímabilið.“Loforðið var viðbragð við stærstu mótmælum ÍslandssögunnarBirgitta leggur áherslu á að nauðsynlegt sé fyrir þjóðina og þingið að vita hvenær kosningar verði. „Það var þannig að það voru stjórnarflokkarnir sem lögðu til að það yrði kosið í haust og að kjörtímabilið yrði stytt sem viðbrögð við stærstu mótmælum Íslandssögunnar. Ef það á að ganga bak við það fá finnst mér brýnt að þjóðin fái að vita það sem allra fyrst og að þingið fái að vita það líka þannig að það sé hægt að gera ráð fyrir að vera að störfum fram í apríl. Það að ætla að hringla með eitthvað loforð sem búið er að setja fram af þeim sjálfum fram og til baka finnst mér vera svolítið einkennandi fyrir þá stjórnmál sem hér hafa fengið að viðgangast. Það er alltaf gert ráð fyrir því að það sé nóg að lofa fólki nógu miklu og svo svikið strax eftir kosningar.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Blendin viðbrögð á Facebook við endurkomu Sigmundar Davíðs Háðsglósur fremur en húrrahróp vegna hinna pólitísku tíðinda dagsins. 25. júlí 2016 16:22 Sigmundur Davíð boðar endurkomu sína á vettvang stjórnmálanna Sigmundur Davíð býst við heiftarlegum viðbrögðum og hann telur kosningar óþarfar. 25. júlí 2016 14:32 Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Birgitta Jónsdóttir furðar sig á orðum Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Framsóknarflokksins í gær þar sem hann sagði að hluti Sjálfstæðismanna væri áhugasamur um að flýta alþingiskosningum. „Við höfum ætíð haldið því til haga að ef sú ætti að vera raunin þyrfti fyrst að klára þau verkefni sem fyrirheit hafa verið gefin um að leysa á þessu kjörtímabili. Ríkisstjórnin sem ekki nýtir tímann sem henni er veittur getur ekki gengið út frá því sem vísu að hún fái tækifæri til að klára verkefnin síðar.“ Birgitta vill meina að með þessu sé Framsóknarflokkurinn að halda þjóðinni og þinginu í óvissu sem skapi óstöðugleika og stjórnarkreppu. Loforð Sjálfstæðismanna og Framsóknarflokks í apríl hafi verið skýr. Að kjósa ætti í haust. Hún segir að ekki sé hægt að undirbúa kosningar þegar upplýsingar um tímasetningu þeirra liggur ekki fyrir.Annað hvort sambandsleysi eða svikBirgitta furðar sig á því að miðað við þessi orð sé eins og ekkert samráð hafi verið á milli Sigurðar Inga Jóhannssonar forsætisráðherra og formanns Framsóknarflokksins. „Annað hvort er Sigmundur ekki í neinu sambandi við forsætisráðherra eða þá er Framsóknarflokkurinn að leggja til að svíkja tillögu um að hafa kosningar í haust,“ segir Birgitta. „Það er ómögulegt fyrir alla þá sem eru að undirbúa kosningar að vita ekki hvenær þær eiga að verða. Ef það á að fara draga þetta eitthvað þá finnst mér bara langheiðarlegast að það verði bara látið koma fram hvort það verði kosningar í október eða hvort þessir flokkar ætli sér að sitja út tímabilið.“Loforðið var viðbragð við stærstu mótmælum ÍslandssögunnarBirgitta leggur áherslu á að nauðsynlegt sé fyrir þjóðina og þingið að vita hvenær kosningar verði. „Það var þannig að það voru stjórnarflokkarnir sem lögðu til að það yrði kosið í haust og að kjörtímabilið yrði stytt sem viðbrögð við stærstu mótmælum Íslandssögunnar. Ef það á að ganga bak við það fá finnst mér brýnt að þjóðin fái að vita það sem allra fyrst og að þingið fái að vita það líka þannig að það sé hægt að gera ráð fyrir að vera að störfum fram í apríl. Það að ætla að hringla með eitthvað loforð sem búið er að setja fram af þeim sjálfum fram og til baka finnst mér vera svolítið einkennandi fyrir þá stjórnmál sem hér hafa fengið að viðgangast. Það er alltaf gert ráð fyrir því að það sé nóg að lofa fólki nógu miklu og svo svikið strax eftir kosningar.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Blendin viðbrögð á Facebook við endurkomu Sigmundar Davíðs Háðsglósur fremur en húrrahróp vegna hinna pólitísku tíðinda dagsins. 25. júlí 2016 16:22 Sigmundur Davíð boðar endurkomu sína á vettvang stjórnmálanna Sigmundur Davíð býst við heiftarlegum viðbrögðum og hann telur kosningar óþarfar. 25. júlí 2016 14:32 Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Blendin viðbrögð á Facebook við endurkomu Sigmundar Davíðs Háðsglósur fremur en húrrahróp vegna hinna pólitísku tíðinda dagsins. 25. júlí 2016 16:22
Sigmundur Davíð boðar endurkomu sína á vettvang stjórnmálanna Sigmundur Davíð býst við heiftarlegum viðbrögðum og hann telur kosningar óþarfar. 25. júlí 2016 14:32
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda