Á fimmtudaginn verður skrifað undir tímamótasamning til næstu þriggja ára um stóraukið fjárframlag ríkisins til afreksíþrótta á Íslandi.
Undirritun samningsins og kynning á innihaldi hans fer fram fyrir utan húsakynni ÍSÍ í Laugardalnum klukkan 10:00 á fimmtudaginn. Landsliðsfólk, þjálfarar og forsvarsfólk frá sérsamböndum ÍSÍ verður viðstatt.
Með þessum nýja samningi mun Mennta- og menningarmálaráðuneytið hækka fjárframlag á Fjárlögum Alþingis til afreksstarfs í íþróttum á Íslandi.
Engar upphæðir hafa verið nefndar í þessu samhengi en í fréttatilkynningu frá ÍSÍ er talað um mikla hækkun á fjárframlagi ríkisins til íþrótta á Íslandi.
Viktoria Plzen
Manchester Utd