Skoðun formanns á kosningum skipti engu Sveinn Arnarson skrifar 27. júlí 2016 06:00 Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis segir valdið ekki hjá formanni Framsóknarflokksins. Forsætisráðherra sé með þingrofsréttinn. Vísir/Vilhelm Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Alþingi Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, segir þingrof hafa verið rætt á fundum sínum við forystumenn ríkisstjórnarinnar og segir gengið út frá því sem vísu að kosið verði á haustmánuðum. Hugmyndir formanns Framsóknarflokksins skipta þar engu máli þar sem hann sé ekki hluti af forystu ríkisstjórnar. „Við höfum rætt það á okkar fundum, ég og forystumenn ríkisstjórnarinnar, að þinglok verði í haust og boðað verði til kosninga eins og lofað hefur verið. Ég tel orð forystumanna þessarar ríkisstjórnar hafa verið mjög afdráttarlaus, bæði í samtali við mig og fjölmiðla, og því leikur enginn vafi á að kosið verði í haust,“ segir Einar.Tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins, þeir Ásmundur Friðriksson og Birgir Ármannsson, taka í sama streng. Birgir segir flokkinn ganga út frá því að kosið verði í haust. Hann vildi lítið tjá sig efnislega um bréf formanns Framsóknarflokksins sem hefur nú í tvo daga talað fyrir því að kosið verði næsta vor og loforðið um kosningar því ekki efnt. „Um bréf Sigmundar vil ég segja að þetta er fyrst og fremst innanflokksmál Framsóknar. Þeir verða að velja sér sína forystu og ég ætla ekki að hafa skoðun á því hvernig þeir fara að því,“ segir Birgir. Ásmundur segir orðið ljóst að kosið verði í haust en telur það samt óþarft. „Þó það sé búið að ákveða það þá var ekki pólitísk ástæða til að hlaupa á eftir þessari kröfu almennings. Það er góður meirihluti á þingi,“ sagði Ásmundur. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, hefur sagt það engu skipta hver afstaða Sigmundar Davíðs sé til þess hvort kosið verður í haust eða vor. Þegar forseti Alþingis var spurður út í skoðanir formanns Framsóknarflokksins vildi hann ekki tjá sig um ummælin. „Þingrofsréttur er í höndum forsætisráðherra með samþykki forseta og einskis annars. Að öðru leyti tjái ég mig ekki um málið,“ sagði Einar. Kosningar 2016 Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Fleiri fréttir Ungmenni undir sakhæfisaldri grunað um alvarlegt ofbeldisbrot Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Alþingi Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, segir þingrof hafa verið rætt á fundum sínum við forystumenn ríkisstjórnarinnar og segir gengið út frá því sem vísu að kosið verði á haustmánuðum. Hugmyndir formanns Framsóknarflokksins skipta þar engu máli þar sem hann sé ekki hluti af forystu ríkisstjórnar. „Við höfum rætt það á okkar fundum, ég og forystumenn ríkisstjórnarinnar, að þinglok verði í haust og boðað verði til kosninga eins og lofað hefur verið. Ég tel orð forystumanna þessarar ríkisstjórnar hafa verið mjög afdráttarlaus, bæði í samtali við mig og fjölmiðla, og því leikur enginn vafi á að kosið verði í haust,“ segir Einar.Tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins, þeir Ásmundur Friðriksson og Birgir Ármannsson, taka í sama streng. Birgir segir flokkinn ganga út frá því að kosið verði í haust. Hann vildi lítið tjá sig efnislega um bréf formanns Framsóknarflokksins sem hefur nú í tvo daga talað fyrir því að kosið verði næsta vor og loforðið um kosningar því ekki efnt. „Um bréf Sigmundar vil ég segja að þetta er fyrst og fremst innanflokksmál Framsóknar. Þeir verða að velja sér sína forystu og ég ætla ekki að hafa skoðun á því hvernig þeir fara að því,“ segir Birgir. Ásmundur segir orðið ljóst að kosið verði í haust en telur það samt óþarft. „Þó það sé búið að ákveða það þá var ekki pólitísk ástæða til að hlaupa á eftir þessari kröfu almennings. Það er góður meirihluti á þingi,“ sagði Ásmundur. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, hefur sagt það engu skipta hver afstaða Sigmundar Davíðs sé til þess hvort kosið verður í haust eða vor. Þegar forseti Alþingis var spurður út í skoðanir formanns Framsóknarflokksins vildi hann ekki tjá sig um ummælin. „Þingrofsréttur er í höndum forsætisráðherra með samþykki forseta og einskis annars. Að öðru leyti tjái ég mig ekki um málið,“ sagði Einar.
Kosningar 2016 Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Fleiri fréttir Ungmenni undir sakhæfisaldri grunað um alvarlegt ofbeldisbrot Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjá meira