Ekki næst í forystu Sjálfstæðisflokksins Sveinn Arnarsson skrifar 28. júlí 2016 07:00 Framsóknarmenn eru ósamstiga í afstöðu sinni gagnvart því hvort kosið verði í haust eða næsta vor. fréttablaðið/Ernir Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra segir nær öruggt að kosið verði í haust þrátt fyrir ummæli formanns flokksins, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, sem opnað hefur rækilega á það að kosið verði næsta vor. Á meðan næst ekki í forystu Sjálfstæðisflokksins. Forsætisráðherra sér það ekki fyrir sér að kosningum verði frestað til vorsins. Það þyrfti þá nokkuð mikið að ganga á í þinginu ef ekki tekst að kjósa í haust. „Ég sé ekki að það geti gerst nema að því gefnu að það verði allt sett hér í bál og brand, sem ég hef enga trú á,“ segir Sigurður Ingi. Þegar Sigurður Ingi er spurður út í orð formanns flokksins og hugmyndir hans um að skipta sér af dagsetningu kosninga er svar hans skorinort: „Þingrofsheimildin er í höndum forsætisráðherra.“ Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði á Facebook-síðu sinni í gær að ummæli Sigmundar um að ekki liggi á að kjósa í haust séu til þess eins fallin að „koma í veg fyrir þá mikilvægu vinnu sem framundan er í þinginu og setja þar allt í upplausn“. Slíkt myndi sprengja ríkisstjórnina og þar með færu mörg mál í súginn. Höskuldur segist líta svo á að ekki komi annað til greina en að standa við kosningar í haust. Fréttablaðið hefur ítrekað reynt að ná tali af formanni og varaformanni Sjálfstæðisflokksins vegna málsins síðustu daga en án árangurs.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra segir nær öruggt að kosið verði í haust þrátt fyrir ummæli formanns flokksins, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, sem opnað hefur rækilega á það að kosið verði næsta vor. Á meðan næst ekki í forystu Sjálfstæðisflokksins. Forsætisráðherra sér það ekki fyrir sér að kosningum verði frestað til vorsins. Það þyrfti þá nokkuð mikið að ganga á í þinginu ef ekki tekst að kjósa í haust. „Ég sé ekki að það geti gerst nema að því gefnu að það verði allt sett hér í bál og brand, sem ég hef enga trú á,“ segir Sigurður Ingi. Þegar Sigurður Ingi er spurður út í orð formanns flokksins og hugmyndir hans um að skipta sér af dagsetningu kosninga er svar hans skorinort: „Þingrofsheimildin er í höndum forsætisráðherra.“ Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði á Facebook-síðu sinni í gær að ummæli Sigmundar um að ekki liggi á að kjósa í haust séu til þess eins fallin að „koma í veg fyrir þá mikilvægu vinnu sem framundan er í þinginu og setja þar allt í upplausn“. Slíkt myndi sprengja ríkisstjórnina og þar með færu mörg mál í súginn. Höskuldur segist líta svo á að ekki komi annað til greina en að standa við kosningar í haust. Fréttablaðið hefur ítrekað reynt að ná tali af formanni og varaformanni Sjálfstæðisflokksins vegna málsins síðustu daga en án árangurs.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira