Aðalhagfræðingur Deutsche: Evrópskir bankar þurfa 150 milljarða evra endurfjármögnun Jóhann Óli Eiðsson skrifar 10. júlí 2016 23:41 Viðmælandi Welt am Sonntag starfar sem aðalhagfræðingur Deutsche Bank. vísir/epa Evrópska banka bráðvantar 150 milljarða evra til að endurfjármagna banka í álfunni sem standa illa. Þetta segir David Folkerts-Landau, aðalhagfræðingur Deutsche Bank, við Welt am Sonntag. Til að setja upphæðina, sem hann nefnir til sögunnar, í samhengi þá nemur hún um tuttugu billjónum króna og um hálfri billjón betur. Það er rúmlega níföld landsframleiðsla Íslands. „Evrópa er veik sem stendur og við verðum að tækla þessi vandamál hratt og örugglega. Ella gæti orðið slys,“ segir Folkerts-Landau. „Ég er enginn dómdagsspámaður, ég er raunsæismaður.“ Stærsta ógnin stafar sem stendur frá ítölskum bönkum. Þeir eru reyrðir niður af 360 milljarða evra óhagstæðum lánum. Þarlendir sérfræðingar segja að verði ekkert að gert geti kreppan breitt úr sér um álfuna. „Ég á ekki von á annarri kreppu líkt og árið 2008. Bankarnir nú eru betur stæðir og eiga meira eigið fé. Hins vegar sé ég fram á langa, hægfara, djúpa niðursveiflu.“ Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Evrópska banka bráðvantar 150 milljarða evra til að endurfjármagna banka í álfunni sem standa illa. Þetta segir David Folkerts-Landau, aðalhagfræðingur Deutsche Bank, við Welt am Sonntag. Til að setja upphæðina, sem hann nefnir til sögunnar, í samhengi þá nemur hún um tuttugu billjónum króna og um hálfri billjón betur. Það er rúmlega níföld landsframleiðsla Íslands. „Evrópa er veik sem stendur og við verðum að tækla þessi vandamál hratt og örugglega. Ella gæti orðið slys,“ segir Folkerts-Landau. „Ég er enginn dómdagsspámaður, ég er raunsæismaður.“ Stærsta ógnin stafar sem stendur frá ítölskum bönkum. Þeir eru reyrðir niður af 360 milljarða evra óhagstæðum lánum. Þarlendir sérfræðingar segja að verði ekkert að gert geti kreppan breitt úr sér um álfuna. „Ég á ekki von á annarri kreppu líkt og árið 2008. Bankarnir nú eru betur stæðir og eiga meira eigið fé. Hins vegar sé ég fram á langa, hægfara, djúpa niðursveiflu.“
Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira