Harden fær risa launahækkun hjá Houston Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júlí 2016 12:00 James Harden Vísir/Getty James Harden fékk sinn skammt af gagnrýni á síðasta tímabili en hann hefur samt sem áður fullt traust frá forráðamönnum Houston Rockets. Harden fékk nefnilega veglega launhækkun í nýjum samningi sínum og Houston Rockets sem nær til ársins 2020. Harden hefur verið gagnrýndur fyrir að reyna alltof mikið sjálfur og nenna (eða geta ekki) að spila vörn. Leikmenn hafa farið og þjálfarar hafa verið reknir en framtíð Harden í Houston er nú tryggð. Harden skilar mjög flottri tölfræði í leikjum Houston Rockets en það gengur lítið hjá liðinu sjálfu. Houston fór reyndar í úrslit Vesturdeildarinnar 2015 en vann bara helming leikja sinna á nýloknu tímabili og tapaði 4-1 á móti Golden State Warriors í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Harden var með samning við Houston til ársins 2018 en nýi samningurinn er framlenging upp á tvö ár auk þess að leikmaðurinn fær risa launahækkun. Harden hefur þó möguleika á því að segja samningnum upp eftir þrjú ár. Adrian Wojnarowski er með þetta á hreinu eins og flest allt annað sem kemur að NBA-deildinni. Harden átti að fá 34,6 milljónir dollara fyrir næstu tvö tímabil en fær nú næstu því 21 milljón dollara meira fyrir þessi tvö tímabil. 21 milljónir dollara er launahækkun upp á 2,6 milljarða íslenskra króna. Harden fær alls 118 milljónir dollara fyrir næstu fjögur tímabil eða 14,6 milljarða íslenskra króna. Hann fær 30,4 milljónir dollara fyrir þriðja árið og 32,7 milljónir dollara fyrir fjórða árið. Houston Rockets er því samtals að borga honum 83,5 milljónum dollara meira eftir þennan samning sem er talsverð búbót fyrir Harden-heimilið. James Harden er enn bara 26 ára gamall og á því sín bestu ár eftir. Hann var með 29,0 stig, 6,1 fráköst og 7,5 stoðsendingar að meðaltali í leik sem eru allt hærri tölur en frá árinu áður (27,4 - 5,7 - 7,0) þegar hann varð annar í kosningu á leikmanni ársins. Harden endaði hinsvegar bara í 9. sæti í kosningunni á síðasta tímabili.Vísir/Getty NBA Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Fleiri fréttir Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Sjá meira
James Harden fékk sinn skammt af gagnrýni á síðasta tímabili en hann hefur samt sem áður fullt traust frá forráðamönnum Houston Rockets. Harden fékk nefnilega veglega launhækkun í nýjum samningi sínum og Houston Rockets sem nær til ársins 2020. Harden hefur verið gagnrýndur fyrir að reyna alltof mikið sjálfur og nenna (eða geta ekki) að spila vörn. Leikmenn hafa farið og þjálfarar hafa verið reknir en framtíð Harden í Houston er nú tryggð. Harden skilar mjög flottri tölfræði í leikjum Houston Rockets en það gengur lítið hjá liðinu sjálfu. Houston fór reyndar í úrslit Vesturdeildarinnar 2015 en vann bara helming leikja sinna á nýloknu tímabili og tapaði 4-1 á móti Golden State Warriors í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Harden var með samning við Houston til ársins 2018 en nýi samningurinn er framlenging upp á tvö ár auk þess að leikmaðurinn fær risa launahækkun. Harden hefur þó möguleika á því að segja samningnum upp eftir þrjú ár. Adrian Wojnarowski er með þetta á hreinu eins og flest allt annað sem kemur að NBA-deildinni. Harden átti að fá 34,6 milljónir dollara fyrir næstu tvö tímabil en fær nú næstu því 21 milljón dollara meira fyrir þessi tvö tímabil. 21 milljónir dollara er launahækkun upp á 2,6 milljarða íslenskra króna. Harden fær alls 118 milljónir dollara fyrir næstu fjögur tímabil eða 14,6 milljarða íslenskra króna. Hann fær 30,4 milljónir dollara fyrir þriðja árið og 32,7 milljónir dollara fyrir fjórða árið. Houston Rockets er því samtals að borga honum 83,5 milljónum dollara meira eftir þennan samning sem er talsverð búbót fyrir Harden-heimilið. James Harden er enn bara 26 ára gamall og á því sín bestu ár eftir. Hann var með 29,0 stig, 6,1 fráköst og 7,5 stoðsendingar að meðaltali í leik sem eru allt hærri tölur en frá árinu áður (27,4 - 5,7 - 7,0) þegar hann varð annar í kosningu á leikmanni ársins. Harden endaði hinsvegar bara í 9. sæti í kosningunni á síðasta tímabili.Vísir/Getty
NBA Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Fleiri fréttir Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Sjá meira