Dega-fjölskyldan aftur á Íslandi Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 12. júlí 2016 06:00 Dega-fjölskyldan við heimili þeirra í Hafnarfirði eftir að þeim var gert kunnugt um synjun Útlendingastofnunar. Fjölskyldan gafst ekki upp og er komin aftur til landsins. Vísir/AntonBrink Dega-fjölskyldan kom til Íslands frá Albaníu í júlí í fyrra. Fjölskyldan flúði frá Albaníu af völdum ofsókna vegna stjórnmálaskoðana. Útlendingastofnun neitaði fjölskyldunni um hæli í október í fyrra og staðfesti kærunefnd útlendingamála þá ákvörðun Útlendingastofnunar í byrjun árs. Fjölskyldunni var svo gert að yfirgefa landið 17.maí í vor. Fjölskyldan ákvað strax að snúa aftur til Íslands og sækja um dvalarleyfi og nú eru þau komin hingað og ætla að halda áfram lífi sínu hér á landi. Áður en þeim var gert að yfirgefa landið höfðu þau náð að aðlagast íslensku samfélagi. Bæði hjónin, Nazmie og Skender Dega, voru í fastri vinnu. Yngsti sonur þeirra, Viken, er ellefu ára gamall og æfði knattspyrnu með FH og stundaði nám í Lækjarskóla. Dóttir hjónanna, Joniada, útskrifaðist með stúdentspróf frá Flensborgarskóla með ágætiseinkunn. Hún hefur góð tök á íslensku og stefndi á háskólanám. Elsti sonur þeirra, Visen, hefur glímt við geðræn vandamál en náði góðum árangri í glímunni við veikindi sín í samstarfi við hérlenda meðferðaraðila. Magnús Þorkelsson skólameistari í Flensborg barðist fyrir því að fjölskyldan fengið að dvelja á landinu. „Joniada Dega og fjölskylda hennar er komin til landsins og hafa fengið landvistarleyfi, atvinnuleyfi, vinnu og skólavist í HR. Hjarta mitt hoppar af gleði og ég er afskaplega þakklátur fyrir að þessu máli sé lokið og þau komin til að búa hér og glæða samfélagið fleiri blæbrigðum,“ segir Magnús. Hann segir mál þeirra hafa fengið undarlega meðferð og spyr hvort ekki sé rétt að fara yfir málsmeðferðina. Magnús hvetur stjórnvöld til þess að koma málaflokkinum í skikkanlegan farveg. „Svo erlent fólk sem hingað leitar sé ekki meðhöndlað með sjálfgefnum hætti sem glæpamenn. Við höfum ekki ráð á því að hafna svona fólki,“ segir Magnús. Fréttin birtist upphaflega í Fréttablaðinu Flóttamenn Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu Sjá meira
Dega-fjölskyldan kom til Íslands frá Albaníu í júlí í fyrra. Fjölskyldan flúði frá Albaníu af völdum ofsókna vegna stjórnmálaskoðana. Útlendingastofnun neitaði fjölskyldunni um hæli í október í fyrra og staðfesti kærunefnd útlendingamála þá ákvörðun Útlendingastofnunar í byrjun árs. Fjölskyldunni var svo gert að yfirgefa landið 17.maí í vor. Fjölskyldan ákvað strax að snúa aftur til Íslands og sækja um dvalarleyfi og nú eru þau komin hingað og ætla að halda áfram lífi sínu hér á landi. Áður en þeim var gert að yfirgefa landið höfðu þau náð að aðlagast íslensku samfélagi. Bæði hjónin, Nazmie og Skender Dega, voru í fastri vinnu. Yngsti sonur þeirra, Viken, er ellefu ára gamall og æfði knattspyrnu með FH og stundaði nám í Lækjarskóla. Dóttir hjónanna, Joniada, útskrifaðist með stúdentspróf frá Flensborgarskóla með ágætiseinkunn. Hún hefur góð tök á íslensku og stefndi á háskólanám. Elsti sonur þeirra, Visen, hefur glímt við geðræn vandamál en náði góðum árangri í glímunni við veikindi sín í samstarfi við hérlenda meðferðaraðila. Magnús Þorkelsson skólameistari í Flensborg barðist fyrir því að fjölskyldan fengið að dvelja á landinu. „Joniada Dega og fjölskylda hennar er komin til landsins og hafa fengið landvistarleyfi, atvinnuleyfi, vinnu og skólavist í HR. Hjarta mitt hoppar af gleði og ég er afskaplega þakklátur fyrir að þessu máli sé lokið og þau komin til að búa hér og glæða samfélagið fleiri blæbrigðum,“ segir Magnús. Hann segir mál þeirra hafa fengið undarlega meðferð og spyr hvort ekki sé rétt að fara yfir málsmeðferðina. Magnús hvetur stjórnvöld til þess að koma málaflokkinum í skikkanlegan farveg. „Svo erlent fólk sem hingað leitar sé ekki meðhöndlað með sjálfgefnum hætti sem glæpamenn. Við höfum ekki ráð á því að hafna svona fólki,“ segir Magnús. Fréttin birtist upphaflega í Fréttablaðinu
Flóttamenn Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu Sjá meira