Malm-kommóður innkallaðar í Kína Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. júlí 2016 11:43 Malm-kommóða í Ikea-verslun í Kína. vísir/getty Sænski húsgagnaframleiðandinn Ikea hefur ákveðið að innkalla Malm-kommóður í Kína eftir þrýsting frá yfirvöldum þar. Um 1,7 milljónir kommóða sem voru framleiddar á árunum 1999 til 2016 verða innkallaðar í Kína þar sem kommóðurnar eru ekki taldar uppfylla öryggiskröfur. Áður hefur Ikea innkallað Malm-kommóður í Norður-Ameríku vegna dauðsfalla og alvarlegra slysa sem urðu þar aðallega á börnum vegna kommóðanna þar sem þær höfðu oltið. Ríkisfjölmiðillinn í Kína gagnrýndi Ikea á dögunum fyrir að sýna kæruleysi þar sem innköllunin á vörunni hefði ekki náð til fleiri landa. „Möguleg hætta af því að húsgögn velti er mikið vandamál í allri húsgagnaframleiðslu. Ikea lofar að vera gott fordæmi þegar kemur að því að takast á við þessa áskorun,“ sagði Ikea á heimasíðu sinni. Rétt er að geta þess að innköllun á Malm-kommóðum nær ekki til Íslands eða annarra landa en Kína, Bandaríkjanna og Kanada. Kommóðan er ein mest selda kommóða í heimi og hefur til að mynda notið mikilla vinsælda hér á landi. „Malm-kommóðan er, eins og flestar kommóður Ikea, hugsuð til þess að standa upp við vegg en ekki frístandandi úti á miðju gólfi. Við höfum því verið að hvetja fólk til þess að festa þær með þar til gerðum festingum við vegg, eins og ýmis önnur húsgögn sem Ikea framleiðir og selur, enda setur fyrirtækið öryggi á heimilinu á oddinn,“ sagði Þórarinn Ævarsson framkvæmdastjóri Ikea á Íslandi í viðtali við Vísi þegar kommóðurnar voru innkallaðar í Bandaríkjunum. Tengdar fréttir Minnti á „Black Friday“: Rifist um kommóður í IKEA 800 kommóður seldust á 25 mínútum. 26. apríl 2016 12:48 Ikea innkallar Malm-kommóður í Norður-Ameríku Ikea hefur ákveðið að innkalla 29 milljónir Malm-kommóða í Bandaríkjunum og Kanada í kjölfar þess að þrjú börn létust í Bandaríkjunum þar sem Malm-kommóða valt og lenti á barninu. 28. júní 2016 17:10 Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Sænski húsgagnaframleiðandinn Ikea hefur ákveðið að innkalla Malm-kommóður í Kína eftir þrýsting frá yfirvöldum þar. Um 1,7 milljónir kommóða sem voru framleiddar á árunum 1999 til 2016 verða innkallaðar í Kína þar sem kommóðurnar eru ekki taldar uppfylla öryggiskröfur. Áður hefur Ikea innkallað Malm-kommóður í Norður-Ameríku vegna dauðsfalla og alvarlegra slysa sem urðu þar aðallega á börnum vegna kommóðanna þar sem þær höfðu oltið. Ríkisfjölmiðillinn í Kína gagnrýndi Ikea á dögunum fyrir að sýna kæruleysi þar sem innköllunin á vörunni hefði ekki náð til fleiri landa. „Möguleg hætta af því að húsgögn velti er mikið vandamál í allri húsgagnaframleiðslu. Ikea lofar að vera gott fordæmi þegar kemur að því að takast á við þessa áskorun,“ sagði Ikea á heimasíðu sinni. Rétt er að geta þess að innköllun á Malm-kommóðum nær ekki til Íslands eða annarra landa en Kína, Bandaríkjanna og Kanada. Kommóðan er ein mest selda kommóða í heimi og hefur til að mynda notið mikilla vinsælda hér á landi. „Malm-kommóðan er, eins og flestar kommóður Ikea, hugsuð til þess að standa upp við vegg en ekki frístandandi úti á miðju gólfi. Við höfum því verið að hvetja fólk til þess að festa þær með þar til gerðum festingum við vegg, eins og ýmis önnur húsgögn sem Ikea framleiðir og selur, enda setur fyrirtækið öryggi á heimilinu á oddinn,“ sagði Þórarinn Ævarsson framkvæmdastjóri Ikea á Íslandi í viðtali við Vísi þegar kommóðurnar voru innkallaðar í Bandaríkjunum.
Tengdar fréttir Minnti á „Black Friday“: Rifist um kommóður í IKEA 800 kommóður seldust á 25 mínútum. 26. apríl 2016 12:48 Ikea innkallar Malm-kommóður í Norður-Ameríku Ikea hefur ákveðið að innkalla 29 milljónir Malm-kommóða í Bandaríkjunum og Kanada í kjölfar þess að þrjú börn létust í Bandaríkjunum þar sem Malm-kommóða valt og lenti á barninu. 28. júní 2016 17:10 Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Minnti á „Black Friday“: Rifist um kommóður í IKEA 800 kommóður seldust á 25 mínútum. 26. apríl 2016 12:48
Ikea innkallar Malm-kommóður í Norður-Ameríku Ikea hefur ákveðið að innkalla 29 milljónir Malm-kommóða í Bandaríkjunum og Kanada í kjölfar þess að þrjú börn létust í Bandaríkjunum þar sem Malm-kommóða valt og lenti á barninu. 28. júní 2016 17:10