Sjá markaðinn! Ögmundur Jónasson skrifar 13. júlí 2016 07:00 Fréttablaðið valdi réttilega forsíðu sína til að segja okkur að fyrir hönd okkar skattgreiðenda hefði Sjálfstæðisflokkurinn nú ákveðið að ganga til viðræðna við einkaaðila um rekstur tveggja heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu. Fréttin var ekki orðuð með þetta beinum hætti. Sjálfstæðisflokkurinn var ekki nefndur á nafn og þaðan af síður skattgreiðendur en öll vitum við að ríkisstjórnin er að reyna að ná langþráðu takmarki peningafrjálshyggjunnar um að koma á heilbrigðismarkaði. Einnig vitum við að allt er þetta hugsað í boði skattgreiðenda því við komum til með að borga brúsann með einum eða öðrum hætti. Meðal annars þess vegna er þetta okkar mál.Hvar fjallað er um heilsugæsluna Þegar forsíðufréttinni sleppti var vísað inn í blaðið, og hvar skyldi ítarefnið hafa verið að finna annars staðar en í blaðhlutanum sem fjallar um viðskipti. Ekki gagnrýni ég þetta enda fullkomlega rökrétt! Ríkisstjórnin er að koma því þannig fyrir, að vilji menn fræðast um áform hennar varðandi heilsugæsluna á höfuðborgarsvæðinu, þá verði vegvísirinn sá hinn sami og í umræddri frétt: Sjá Markað. Í tengslum við þessar fréttir er síðan rætt við bisnismenn á hvítum sloppum, sem eru að hasla sér völl á þessu sviði, og hafa reyndar lengi reynt, en virðast nú ætla að hafa árangur af erfiði sínu. Að vísu þarf hér að hafa einn fyrirvara á og hann er mikilvægur. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra vill ekki að hægt verði að greiða arð út úr einkarekinni heilsugæslu sem fjármögnuð er með almannafé. Þetta er að sjálfsögðu stórmál því fjárfestar og þar með talið lífeyrissjóðir – hugsa nú gott til glóðarinnar að hagnast á heilsuleysi fólks.Feitir bitar og magrir Eftir stendur að heilbrigðisráðherrann vill innleiða hér kennisetningu Miltons Friedmans um að peningar fylgi sjúklingi/nemanda og keppi síðan heilbrigðisstofnanir og skólar um hvern bita. Að sjálfsögðu munu útsjónarsamir bisnislæknar fljótlega koma auga á hverjir eru feitir bitar og hverjir magrir. Tvennt vekur sérstaka athygli mína í þessum fréttaflutningi. Í fyrsta lagi að Friedmanskenningin á að ná til allra heilsugæslustöðva, ekki bara einkarekinna. Hvers vegna er þá verið að einkavæða? Augljóst er að útboðið fer fram bara einu sinni en síðan á samkeppnin, sem gumað er af, að verða að hætti Friedmans. Hverjum er verið að þjóna? Augljóslega nýjum rekstraraðilum. Þetta er hins vegar ekki í þágu skattgreiðenda þegar til lengri tíma er litið og ekki verður þetta til að auðvelda skipulagningu þjónustunnar sem verður fyrir vikið óhöndugra verkefni. Eitt nýlegt dæmi um hvernig skipulagsvaldið færist til með einkavæðingu er tilboð fyrir offitusjúklinga að fá allra sinna meina bót í Klínikkinni sem er hagnaðarrekin heilbrigðisstofnun, fjármögnuð af skattgreiðendum.Ekkifréttir og þjóðarvilji Hitt sem vekur athygli eru þó engar fréttir í sjálfu sér. Það er þegar verðandi rekstraraðilar fullyrða að „einkastöðvar leysi vanda heilsugæslunnar“ en bæta því svo við að fyrirkomulagið gangi því aðeins upp að til komi „meira fé í heilsugæsluna“. Er þetta ekki mergurinn málsins? Það þarf að hlúa betur að heilsugæslunni með auknu fjárframlagi frá okkur skattgreiðendum. Ég fullyrði að almennt vilji fólk forgangsraða skattframlagi sínu í þá veru enda hefur margoft komið fram að Íslendingar vilja almennt borga með sköttum sínum fyrir gott heilbrigðiskerfi og að það kerfi sé ekki aðeins rekið á fjárhagslega ábyrgð okkar heldur einnig á okkar vegum og í okkar umboði. Staðreyndin er sú að eftir efnahagshrunið, var skorið inn að beini á Landspítalanum og öðrum opinberum heilbrigðisstofnunum og þá ekki síst í heilsugæslunni. Sjálfstætt starfandi sérfræðingar komu hins vegar betur undan hruninu. Þegar opinbera þjónustan á síðan í vök að verjast, koma þeir nú askvaðandi og segja að augljóst sé að opinbera kerfið anni ekki eftirspurn og standi sig ekki, því verði að gefa boltann á þá en að sjálfsögðu með ríkulegri meðgjöf. Sanngjarnt? Varla.Einkareksturinn allur ríkisrekinn! Aldrei hef ég amast við því að til staðar séu sjálfstætt starfandi læknar fjármagnaðir af almannafé. Gleymum því aldrei að peningarnir til „einkarekstrarmanna“ koma allir frá okkur skattgreiðendum. En það sem við sjáum vera að þróast núna er hins vegar allt annarrar gerðar en við höfum kynnst til þessa og mun, ef ekki verður að gert, leiða til þess að um heilbrigðiskerfið allt verði fjallað á markaðssíðum blaðanna eins og nú er byrjað að örla á. Ég heiti á okkur öll að láta þetta aldrei henda.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Fréttablaðið valdi réttilega forsíðu sína til að segja okkur að fyrir hönd okkar skattgreiðenda hefði Sjálfstæðisflokkurinn nú ákveðið að ganga til viðræðna við einkaaðila um rekstur tveggja heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu. Fréttin var ekki orðuð með þetta beinum hætti. Sjálfstæðisflokkurinn var ekki nefndur á nafn og þaðan af síður skattgreiðendur en öll vitum við að ríkisstjórnin er að reyna að ná langþráðu takmarki peningafrjálshyggjunnar um að koma á heilbrigðismarkaði. Einnig vitum við að allt er þetta hugsað í boði skattgreiðenda því við komum til með að borga brúsann með einum eða öðrum hætti. Meðal annars þess vegna er þetta okkar mál.Hvar fjallað er um heilsugæsluna Þegar forsíðufréttinni sleppti var vísað inn í blaðið, og hvar skyldi ítarefnið hafa verið að finna annars staðar en í blaðhlutanum sem fjallar um viðskipti. Ekki gagnrýni ég þetta enda fullkomlega rökrétt! Ríkisstjórnin er að koma því þannig fyrir, að vilji menn fræðast um áform hennar varðandi heilsugæsluna á höfuðborgarsvæðinu, þá verði vegvísirinn sá hinn sami og í umræddri frétt: Sjá Markað. Í tengslum við þessar fréttir er síðan rætt við bisnismenn á hvítum sloppum, sem eru að hasla sér völl á þessu sviði, og hafa reyndar lengi reynt, en virðast nú ætla að hafa árangur af erfiði sínu. Að vísu þarf hér að hafa einn fyrirvara á og hann er mikilvægur. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra vill ekki að hægt verði að greiða arð út úr einkarekinni heilsugæslu sem fjármögnuð er með almannafé. Þetta er að sjálfsögðu stórmál því fjárfestar og þar með talið lífeyrissjóðir – hugsa nú gott til glóðarinnar að hagnast á heilsuleysi fólks.Feitir bitar og magrir Eftir stendur að heilbrigðisráðherrann vill innleiða hér kennisetningu Miltons Friedmans um að peningar fylgi sjúklingi/nemanda og keppi síðan heilbrigðisstofnanir og skólar um hvern bita. Að sjálfsögðu munu útsjónarsamir bisnislæknar fljótlega koma auga á hverjir eru feitir bitar og hverjir magrir. Tvennt vekur sérstaka athygli mína í þessum fréttaflutningi. Í fyrsta lagi að Friedmanskenningin á að ná til allra heilsugæslustöðva, ekki bara einkarekinna. Hvers vegna er þá verið að einkavæða? Augljóst er að útboðið fer fram bara einu sinni en síðan á samkeppnin, sem gumað er af, að verða að hætti Friedmans. Hverjum er verið að þjóna? Augljóslega nýjum rekstraraðilum. Þetta er hins vegar ekki í þágu skattgreiðenda þegar til lengri tíma er litið og ekki verður þetta til að auðvelda skipulagningu þjónustunnar sem verður fyrir vikið óhöndugra verkefni. Eitt nýlegt dæmi um hvernig skipulagsvaldið færist til með einkavæðingu er tilboð fyrir offitusjúklinga að fá allra sinna meina bót í Klínikkinni sem er hagnaðarrekin heilbrigðisstofnun, fjármögnuð af skattgreiðendum.Ekkifréttir og þjóðarvilji Hitt sem vekur athygli eru þó engar fréttir í sjálfu sér. Það er þegar verðandi rekstraraðilar fullyrða að „einkastöðvar leysi vanda heilsugæslunnar“ en bæta því svo við að fyrirkomulagið gangi því aðeins upp að til komi „meira fé í heilsugæsluna“. Er þetta ekki mergurinn málsins? Það þarf að hlúa betur að heilsugæslunni með auknu fjárframlagi frá okkur skattgreiðendum. Ég fullyrði að almennt vilji fólk forgangsraða skattframlagi sínu í þá veru enda hefur margoft komið fram að Íslendingar vilja almennt borga með sköttum sínum fyrir gott heilbrigðiskerfi og að það kerfi sé ekki aðeins rekið á fjárhagslega ábyrgð okkar heldur einnig á okkar vegum og í okkar umboði. Staðreyndin er sú að eftir efnahagshrunið, var skorið inn að beini á Landspítalanum og öðrum opinberum heilbrigðisstofnunum og þá ekki síst í heilsugæslunni. Sjálfstætt starfandi sérfræðingar komu hins vegar betur undan hruninu. Þegar opinbera þjónustan á síðan í vök að verjast, koma þeir nú askvaðandi og segja að augljóst sé að opinbera kerfið anni ekki eftirspurn og standi sig ekki, því verði að gefa boltann á þá en að sjálfsögðu með ríkulegri meðgjöf. Sanngjarnt? Varla.Einkareksturinn allur ríkisrekinn! Aldrei hef ég amast við því að til staðar séu sjálfstætt starfandi læknar fjármagnaðir af almannafé. Gleymum því aldrei að peningarnir til „einkarekstrarmanna“ koma allir frá okkur skattgreiðendum. En það sem við sjáum vera að þróast núna er hins vegar allt annarrar gerðar en við höfum kynnst til þessa og mun, ef ekki verður að gert, leiða til þess að um heilbrigðiskerfið allt verði fjallað á markaðssíðum blaðanna eins og nú er byrjað að örla á. Ég heiti á okkur öll að láta þetta aldrei henda.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun