Reykvískur sigur í fyrsta Leiknisslagnum | Sjáðu mörkin 12. júlí 2016 21:56 Brynjar Hlöðversson og félagar unnu góðan sigur í kvöld. vísir/vilhelm Leiknir Reykjavík vann nafna sína í Leikni Fáskrúðsfirði, 2-1, í Inkasso-deildinni í fótbolta í kvöld og skaust með sigrinum upp í annað sæti deildarinnar. Þetta er í fyrsta sinn sem þessir nafnar sem búa sitthvoru megin á landinu mætast í mótsleik í deild eða bikar og féll fyrsti sigurinn Reykjavíkur-Leikni í skaut. Elvar Páll Sigurðsson kom Leikni Reykjavík í 1-0 með marki á 20. mínútu sem hann skoraði eftir gjörsamlega bilaðan undirbúning Kristjáns Páls Jónssonar. Áður en fyrri hálfleiknum lauk jafnaði Kristófer Páll Viðarsson metin fyrir gestina að austan en markið hans var ekkert slor. Þessi ungi og bráðefnilegi framherji fékk boltann við vítateigslínuna og þrumaði honum upp í þaknetið, 1-1. Heimamenn voru líklegri til að skora í seinni hálfleik og sóttu stíft undir lokin. Pressan skilaði sér loksins þegar Ólafur Hrannar Kristjánsson skallaði boltann inn fyrir vörn Fáskrúðsfirðinga þar sem Kolbeinn Kárason var fyrstur á boltann og setti hann í netið, 2-1, á 84. mínútu. Leiknismenn úr Reykjavík eru aftur komnir á skrið eftir röð slæmra úrslita en þeir eru nú búnir að taka botnliðin tvö; Huginn og Leikni F. í síðustu tveimur leikjum. Leiknir R. komst með sigrinum upp í annað sætið en liðið er með 19 stig. Fáskrúðsfirðingar eru með sex stig í ellefta og næstneðsta sæti. Fyrstu tvö mörk leiksins má sjá hér að neðan en sigurmarkið kemur eftir smástund.Elvar Páll Sigurðsson kemur Leiknir R. í 1-0: Kristófer Páll Viðarsson jafnar í 1-1: Kolbeinn Kárason tryggir Leikni sigurinn 2-1: Íslenski boltinn Tengdar fréttir Trufluð tilþrif Kristjáns Páls skiluðu marki | Myndband Kristján Páll Jónsson átti allan heiðurinn að fyrsta markinu í Leiknisslagnum í Breiðholtinu. 12. júlí 2016 20:45 Grindavík batt enda á sigurgöngu KA | Sonur Eiðs Smára á skotskónum Sveinn Aron Guðjohnsen er einn af markahæstu leikmönnum Inkasso-deildarinnar. 12. júlí 2016 21:12 Fjarðabyggð vann sinn fyrsta leik síðan í annarri umferð er liðið skellti Fram Framarar með eitt stig úr síðustu þremur leikjum gegn liðum úr neðri hlutanum. 12. júlí 2016 19:22 Aftur tapaði Þór fyrir Suðurnesjaliði Keflavík vann annan leikinn í röð þegar það gerði góða ferð norður í þorpið. 12. júlí 2016 19:53 Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Fleiri fréttir Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Sjá meira
Leiknir Reykjavík vann nafna sína í Leikni Fáskrúðsfirði, 2-1, í Inkasso-deildinni í fótbolta í kvöld og skaust með sigrinum upp í annað sæti deildarinnar. Þetta er í fyrsta sinn sem þessir nafnar sem búa sitthvoru megin á landinu mætast í mótsleik í deild eða bikar og féll fyrsti sigurinn Reykjavíkur-Leikni í skaut. Elvar Páll Sigurðsson kom Leikni Reykjavík í 1-0 með marki á 20. mínútu sem hann skoraði eftir gjörsamlega bilaðan undirbúning Kristjáns Páls Jónssonar. Áður en fyrri hálfleiknum lauk jafnaði Kristófer Páll Viðarsson metin fyrir gestina að austan en markið hans var ekkert slor. Þessi ungi og bráðefnilegi framherji fékk boltann við vítateigslínuna og þrumaði honum upp í þaknetið, 1-1. Heimamenn voru líklegri til að skora í seinni hálfleik og sóttu stíft undir lokin. Pressan skilaði sér loksins þegar Ólafur Hrannar Kristjánsson skallaði boltann inn fyrir vörn Fáskrúðsfirðinga þar sem Kolbeinn Kárason var fyrstur á boltann og setti hann í netið, 2-1, á 84. mínútu. Leiknismenn úr Reykjavík eru aftur komnir á skrið eftir röð slæmra úrslita en þeir eru nú búnir að taka botnliðin tvö; Huginn og Leikni F. í síðustu tveimur leikjum. Leiknir R. komst með sigrinum upp í annað sætið en liðið er með 19 stig. Fáskrúðsfirðingar eru með sex stig í ellefta og næstneðsta sæti. Fyrstu tvö mörk leiksins má sjá hér að neðan en sigurmarkið kemur eftir smástund.Elvar Páll Sigurðsson kemur Leiknir R. í 1-0: Kristófer Páll Viðarsson jafnar í 1-1: Kolbeinn Kárason tryggir Leikni sigurinn 2-1:
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Trufluð tilþrif Kristjáns Páls skiluðu marki | Myndband Kristján Páll Jónsson átti allan heiðurinn að fyrsta markinu í Leiknisslagnum í Breiðholtinu. 12. júlí 2016 20:45 Grindavík batt enda á sigurgöngu KA | Sonur Eiðs Smára á skotskónum Sveinn Aron Guðjohnsen er einn af markahæstu leikmönnum Inkasso-deildarinnar. 12. júlí 2016 21:12 Fjarðabyggð vann sinn fyrsta leik síðan í annarri umferð er liðið skellti Fram Framarar með eitt stig úr síðustu þremur leikjum gegn liðum úr neðri hlutanum. 12. júlí 2016 19:22 Aftur tapaði Þór fyrir Suðurnesjaliði Keflavík vann annan leikinn í röð þegar það gerði góða ferð norður í þorpið. 12. júlí 2016 19:53 Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Fleiri fréttir Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Sjá meira
Trufluð tilþrif Kristjáns Páls skiluðu marki | Myndband Kristján Páll Jónsson átti allan heiðurinn að fyrsta markinu í Leiknisslagnum í Breiðholtinu. 12. júlí 2016 20:45
Grindavík batt enda á sigurgöngu KA | Sonur Eiðs Smára á skotskónum Sveinn Aron Guðjohnsen er einn af markahæstu leikmönnum Inkasso-deildarinnar. 12. júlí 2016 21:12
Fjarðabyggð vann sinn fyrsta leik síðan í annarri umferð er liðið skellti Fram Framarar með eitt stig úr síðustu þremur leikjum gegn liðum úr neðri hlutanum. 12. júlí 2016 19:22
Aftur tapaði Þór fyrir Suðurnesjaliði Keflavík vann annan leikinn í röð þegar það gerði góða ferð norður í þorpið. 12. júlí 2016 19:53