Róttækar breytingar á ríkisstjórn Breta Birgir Örn Steinarsson skrifar 14. júlí 2016 18:08 Myndin var tekin í gær þegar Theresa May tók við stöðu forsætisráðherra í Buckingham höll. Vísir/Getty Theresa May nýr forsætisráðherra Breta hefur nú klárað að skipa ríkisstjórn sína. Töluverðar breytingar eru frá ríkisstjórn David Cameron þar sem May hefur gert miklar mannabreytingar. George Osborne, Michael Gove, John Whittingdale, Nicky Morgan og Oliver Letwin fengu öll reisupassann frá May. Það vekur athygli að hlutfall kvenna í nýrri ríkisstjórn May er um 30% eða svipað og það var hjá Cameron. Liz Truss er nýr dómsmálaráðherra, Justine Greening nýr menntamálaráðherra og Andrea Leadsom hefur verið ráðin sem nýr umhverfismálaráðherra. Amber Rudd sem áður var ráðherra orkumála var skipuð í fyrri stöðu May sem innanríkisráðherra. Nýtt embætti hefur verið skapað fyrir David Davis sem mun halda utan um útgönguviðræður við Evrópusambandið. Davis var einn þeirra sem tók virkan þátt í kosingarbaráttu aðskilnaðarsinna í Brexit.Nokkrir halda stöðu sinniEins og áður hefur komið fram mun Michael Fallon halda stöðu sinni sem varnarmálaráðherra en Liam Fox verður næsti ráðherra erlendra viðskipta. Einnig verður Jeremy Hunt áfram heilsumálaráðherra og Alun Cairns heldur stöðu sinni sem ráðherra Wales sem og David Mundell sem ráðherra Skota. Töluvert hefur svo verið skrifað um þá ákvörðun að gera Boris Johnson að næsta utanríkisráðherra landsins. Annars þykja breytingar May vera nokkuð róttækar og gefa skýra vísbendingar um stefnubreytingu. Athygli vekur einnig að jafnvægi virðist vera í nýju ríkisstjórninni á milli þeirra sem vildu vera áfram í Evrópusambandsins og þeirra sem vildu yfirgefa það.BBC fjallar ítarlega um nýja ríkisstjórn Bretlands. Brexit Tengdar fréttir Verði áfram náin ESB „Ekkert er ómögulegt. Einu sinni var ég framtíðin,“ voru síðustu orð Davids Cameron á þingi í gær, áður en hann gekk út eftir að hafa setið fyrir svörum í spurningatíma þingsins í síðasta sinn. 14. júlí 2016 07:00 Þingmenn kvöddu Cameron með lófataki Breskir þingmenn virtust skemmta sér konunglega á síðasta fyrirspurnartíma David Cameron. 13. júlí 2016 13:45 Bresku forsætisráðherrahjónin kunna að klæða sig Fyrsta opinberi viðburðurinn Theresu og Philip May var í gær en þau vöktu bæði mikla athygli fyrir klæðnað. 14. júlí 2016 10:30 Umdeildur utanríkisráðherra Boris Johnson hefur móðgað leiðtoga og fólk um heim allan. 14. júlí 2016 11:30 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Sjá meira
Theresa May nýr forsætisráðherra Breta hefur nú klárað að skipa ríkisstjórn sína. Töluverðar breytingar eru frá ríkisstjórn David Cameron þar sem May hefur gert miklar mannabreytingar. George Osborne, Michael Gove, John Whittingdale, Nicky Morgan og Oliver Letwin fengu öll reisupassann frá May. Það vekur athygli að hlutfall kvenna í nýrri ríkisstjórn May er um 30% eða svipað og það var hjá Cameron. Liz Truss er nýr dómsmálaráðherra, Justine Greening nýr menntamálaráðherra og Andrea Leadsom hefur verið ráðin sem nýr umhverfismálaráðherra. Amber Rudd sem áður var ráðherra orkumála var skipuð í fyrri stöðu May sem innanríkisráðherra. Nýtt embætti hefur verið skapað fyrir David Davis sem mun halda utan um útgönguviðræður við Evrópusambandið. Davis var einn þeirra sem tók virkan þátt í kosingarbaráttu aðskilnaðarsinna í Brexit.Nokkrir halda stöðu sinniEins og áður hefur komið fram mun Michael Fallon halda stöðu sinni sem varnarmálaráðherra en Liam Fox verður næsti ráðherra erlendra viðskipta. Einnig verður Jeremy Hunt áfram heilsumálaráðherra og Alun Cairns heldur stöðu sinni sem ráðherra Wales sem og David Mundell sem ráðherra Skota. Töluvert hefur svo verið skrifað um þá ákvörðun að gera Boris Johnson að næsta utanríkisráðherra landsins. Annars þykja breytingar May vera nokkuð róttækar og gefa skýra vísbendingar um stefnubreytingu. Athygli vekur einnig að jafnvægi virðist vera í nýju ríkisstjórninni á milli þeirra sem vildu vera áfram í Evrópusambandsins og þeirra sem vildu yfirgefa það.BBC fjallar ítarlega um nýja ríkisstjórn Bretlands.
Brexit Tengdar fréttir Verði áfram náin ESB „Ekkert er ómögulegt. Einu sinni var ég framtíðin,“ voru síðustu orð Davids Cameron á þingi í gær, áður en hann gekk út eftir að hafa setið fyrir svörum í spurningatíma þingsins í síðasta sinn. 14. júlí 2016 07:00 Þingmenn kvöddu Cameron með lófataki Breskir þingmenn virtust skemmta sér konunglega á síðasta fyrirspurnartíma David Cameron. 13. júlí 2016 13:45 Bresku forsætisráðherrahjónin kunna að klæða sig Fyrsta opinberi viðburðurinn Theresu og Philip May var í gær en þau vöktu bæði mikla athygli fyrir klæðnað. 14. júlí 2016 10:30 Umdeildur utanríkisráðherra Boris Johnson hefur móðgað leiðtoga og fólk um heim allan. 14. júlí 2016 11:30 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Sjá meira
Verði áfram náin ESB „Ekkert er ómögulegt. Einu sinni var ég framtíðin,“ voru síðustu orð Davids Cameron á þingi í gær, áður en hann gekk út eftir að hafa setið fyrir svörum í spurningatíma þingsins í síðasta sinn. 14. júlí 2016 07:00
Þingmenn kvöddu Cameron með lófataki Breskir þingmenn virtust skemmta sér konunglega á síðasta fyrirspurnartíma David Cameron. 13. júlí 2016 13:45
Bresku forsætisráðherrahjónin kunna að klæða sig Fyrsta opinberi viðburðurinn Theresu og Philip May var í gær en þau vöktu bæði mikla athygli fyrir klæðnað. 14. júlí 2016 10:30
Umdeildur utanríkisráðherra Boris Johnson hefur móðgað leiðtoga og fólk um heim allan. 14. júlí 2016 11:30