Andersen ekkert fúll út í Óskar: Mig langaði samt rosalega að taka vítið Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. júlí 2016 22:06 Morten Beck Andersen, framherji KR, kom inn á í seinni hálfleik í leiknum gegn Grasshopper í Evrópudeildinni í kvöld og spilaði hreint stórkostlega. Leikurinn endaði með 3-3 jafntefli en allt um gang mála má lesa hér. Daninn skoraði eftir 16 sekúndur í seinni hálfleik og aftur fjórum mínútum síðar og jafnaði metin í 2-2. Andersen hefur ekki enn skorað í deild né bikar, en hvað gerðist í kvöld? „Það gerðist ekki neitt. Ég bara skoraði. Ég hef vissulega ekki náð að skora mikið hingað til þannig þetta var virkilega gaman,“ sagði skælbrosandi Morten Beck Andersen í viðtali við Vísi eftir leikinn í kvöld. Honum var greinilega létt. Fyrir utan að skora spilaði Daninn mjög vel. Hann var virkilega sterkur á boltanum og lífgaði svakalega upp á sóknarleik KR. Hann steig vart feilspor. „Það voru ekki bara mörkin í kvöld. Mér fannst ég vera að spila mjög vel. Það var samt gott að skora því þau hafa ekki verið að detta. Mér leið alveg rosalega vel inn á vellinum,“ sagði Andersen, en er þetta sá leikmaður sem KR og stuðningsmenn liðsins eiga að vera að sjá? „Já, klárlega. Ég sýndi alveg hvað í mér býr í kvöld og ég hef svo sem gert það áður en eins og ég segi hef ég bara ekkert verið að skora. Nú held ég bara vonandi áfram að setja mörk til að getað hjálpað KR-liðinu.“ Andersen hefði getað skorað þrennu í leiknum í kvöld en hann hljóp að boltanum tilbúinn að taka vítaspyrnuna þegar nafni hans Morten Beck féll í teignum. Óskar Örn Hauksson, vítaskytta KR, tók það ekki í mál og skoraði sjálfur af punktinum. „Það er allt í góðu á milli okkar. Ég var bara að láta hann vita að ég var tilbúinn að taka spyrnuna ef hann væri ekki klár. En ef það er einhver sem ég treysti fyrir því að taka víti þá er það Óskar,“ sagði Andersen. Aðspurður á léttu nótunum hvort hann hefði inn í sér verið að vona að Óskar myndi klikka á vítinu fyrst hann leyfði honum ekki að taka spyrnuna hló Andersen upphátt. „Nei, alls ekki. Þessi var góður!“ sagði Morten Beck Andersen. Öll mörkin úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan. Evrópudeild UEFA Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Grasshopper 3-3 | Evrópu-Andersen kom KR í gang KR á tvo erfiða leiki fyrir höndum í annarri umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. 14. júlí 2016 21:45 Einn af strákunum okkar á KR-velli: Gaman að spila fyrsta leikinn fyrir framan vini og fjölskyldu Landsliðsmaðurinn Rúnar Már Sigurjónsson gæti spilað fyrsta keppnisleikinn sinn með svissneska liðinu Grasshopper í kvöld og það á KR-vellinum. 14. júlí 2016 09:15 Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Fleiri fréttir Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Sjá meira
Morten Beck Andersen, framherji KR, kom inn á í seinni hálfleik í leiknum gegn Grasshopper í Evrópudeildinni í kvöld og spilaði hreint stórkostlega. Leikurinn endaði með 3-3 jafntefli en allt um gang mála má lesa hér. Daninn skoraði eftir 16 sekúndur í seinni hálfleik og aftur fjórum mínútum síðar og jafnaði metin í 2-2. Andersen hefur ekki enn skorað í deild né bikar, en hvað gerðist í kvöld? „Það gerðist ekki neitt. Ég bara skoraði. Ég hef vissulega ekki náð að skora mikið hingað til þannig þetta var virkilega gaman,“ sagði skælbrosandi Morten Beck Andersen í viðtali við Vísi eftir leikinn í kvöld. Honum var greinilega létt. Fyrir utan að skora spilaði Daninn mjög vel. Hann var virkilega sterkur á boltanum og lífgaði svakalega upp á sóknarleik KR. Hann steig vart feilspor. „Það voru ekki bara mörkin í kvöld. Mér fannst ég vera að spila mjög vel. Það var samt gott að skora því þau hafa ekki verið að detta. Mér leið alveg rosalega vel inn á vellinum,“ sagði Andersen, en er þetta sá leikmaður sem KR og stuðningsmenn liðsins eiga að vera að sjá? „Já, klárlega. Ég sýndi alveg hvað í mér býr í kvöld og ég hef svo sem gert það áður en eins og ég segi hef ég bara ekkert verið að skora. Nú held ég bara vonandi áfram að setja mörk til að getað hjálpað KR-liðinu.“ Andersen hefði getað skorað þrennu í leiknum í kvöld en hann hljóp að boltanum tilbúinn að taka vítaspyrnuna þegar nafni hans Morten Beck féll í teignum. Óskar Örn Hauksson, vítaskytta KR, tók það ekki í mál og skoraði sjálfur af punktinum. „Það er allt í góðu á milli okkar. Ég var bara að láta hann vita að ég var tilbúinn að taka spyrnuna ef hann væri ekki klár. En ef það er einhver sem ég treysti fyrir því að taka víti þá er það Óskar,“ sagði Andersen. Aðspurður á léttu nótunum hvort hann hefði inn í sér verið að vona að Óskar myndi klikka á vítinu fyrst hann leyfði honum ekki að taka spyrnuna hló Andersen upphátt. „Nei, alls ekki. Þessi var góður!“ sagði Morten Beck Andersen. Öll mörkin úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan.
Evrópudeild UEFA Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Grasshopper 3-3 | Evrópu-Andersen kom KR í gang KR á tvo erfiða leiki fyrir höndum í annarri umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. 14. júlí 2016 21:45 Einn af strákunum okkar á KR-velli: Gaman að spila fyrsta leikinn fyrir framan vini og fjölskyldu Landsliðsmaðurinn Rúnar Már Sigurjónsson gæti spilað fyrsta keppnisleikinn sinn með svissneska liðinu Grasshopper í kvöld og það á KR-vellinum. 14. júlí 2016 09:15 Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Fleiri fréttir Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Grasshopper 3-3 | Evrópu-Andersen kom KR í gang KR á tvo erfiða leiki fyrir höndum í annarri umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. 14. júlí 2016 21:45
Einn af strákunum okkar á KR-velli: Gaman að spila fyrsta leikinn fyrir framan vini og fjölskyldu Landsliðsmaðurinn Rúnar Már Sigurjónsson gæti spilað fyrsta keppnisleikinn sinn með svissneska liðinu Grasshopper í kvöld og það á KR-vellinum. 14. júlí 2016 09:15