Besti leikmaður EM veiðir Pokémon Tómas Þór Þórðarson skrifar 15. júlí 2016 12:00 Antoine Griezmann er á Pokémon veiðum. mynd/twitter Nýjasta æðið í heiminum er Pokémon Go en í þessu gríðarlega vinsæla snjallsímaforriti eltast Pokémon-veiðimenn við fígúrurnar vinsælu út um allar trissur og reyna að grípa þær glóðvolgar. Pokémon GO er orðið vinsælara en stefnumótaforritið Tinder. Franski landsliðsmaðurinn Antoine Griezmann, sem spilar með Atlético Madrid í spænsku 1. deildinni í fótbolta, virðist vera einn af þeim sem er dottinn í nýja Pokémon æðið en þessi 25 ára gamli framherji er þekktur fyrir að spila fótboltatölvuleikinna FIFA og Football Manager. Nú virðist hann ætla að hvíla þá aðeins og fara að veiða Pokémona. Til þess að geta hreyft sig um heim Pokémonanna þarf leikmaðurinn sjálfur að færast um raunheiminn og ferðast á milli staða. Það er sem sagt ekki hægt að ferðast bara um Pokémon-heiminn uppi í sófa heima. Griezmann fær næga hreyfingu í boltanum en bætir nú við sig á Pokémon-veiðum.À la chasse aux Pokemon #PokemonGO#TeamPikapic.twitter.com/lKqBrOhkCj — Antoine Griezmann (@AntoGriezmann) July 14, 2016 Griezmann birtir mynd af sér og Pikachu sjálfum, þekktasta Pokémon-karlinum, á Twitter-síðu sinni og segir: „Er að veiða Pokémon.“ Hann bætir svo við kassamerkjunum #PokemonGo og #TeamPika. Griezmann er einn besti fótboltamaður heims í dag en hann var kjörinn besti leikmaður Evrópumótsins þar sem hann skoraði sex mörk á leið Frakka í úrslitaleikinn en því miður fyrir hann tapaði heimaþjóðin í úrslitum gegn Portúgal í framlengdum leik. Það er vonandi að Pokémon-veiðarnar komi aftur bros á vör Griezmann sem hefur nýtt tímabil með Atlético í næsta mánuði. Fyrir þá sem vilja vita meira um Pokémon GO bendum við á fréttaskýringu Kjartans Hreins Njálssonar, fréttamanns 365, í kvöldfréttum Stöðvar 2 á dögunum sem má sjá í spilaranum hér að neðan. Fótbolti Pokemon Go Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Burnley - Man. United | Stjóralausir rauðir djöflar sækja nýliðana heim Enski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Fleiri fréttir Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Man. City - Brighton | Mávarnir garga á lið í leit að sigri Burnley - Man. United | Stjóralausir rauðir djöflar sækja nýliðana heim Fulham - Chelsea | Nágrannaslagur í fyrsta leik undir nýjum stjóra Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Sjá meira
Nýjasta æðið í heiminum er Pokémon Go en í þessu gríðarlega vinsæla snjallsímaforriti eltast Pokémon-veiðimenn við fígúrurnar vinsælu út um allar trissur og reyna að grípa þær glóðvolgar. Pokémon GO er orðið vinsælara en stefnumótaforritið Tinder. Franski landsliðsmaðurinn Antoine Griezmann, sem spilar með Atlético Madrid í spænsku 1. deildinni í fótbolta, virðist vera einn af þeim sem er dottinn í nýja Pokémon æðið en þessi 25 ára gamli framherji er þekktur fyrir að spila fótboltatölvuleikinna FIFA og Football Manager. Nú virðist hann ætla að hvíla þá aðeins og fara að veiða Pokémona. Til þess að geta hreyft sig um heim Pokémonanna þarf leikmaðurinn sjálfur að færast um raunheiminn og ferðast á milli staða. Það er sem sagt ekki hægt að ferðast bara um Pokémon-heiminn uppi í sófa heima. Griezmann fær næga hreyfingu í boltanum en bætir nú við sig á Pokémon-veiðum.À la chasse aux Pokemon #PokemonGO#TeamPikapic.twitter.com/lKqBrOhkCj — Antoine Griezmann (@AntoGriezmann) July 14, 2016 Griezmann birtir mynd af sér og Pikachu sjálfum, þekktasta Pokémon-karlinum, á Twitter-síðu sinni og segir: „Er að veiða Pokémon.“ Hann bætir svo við kassamerkjunum #PokemonGo og #TeamPika. Griezmann er einn besti fótboltamaður heims í dag en hann var kjörinn besti leikmaður Evrópumótsins þar sem hann skoraði sex mörk á leið Frakka í úrslitaleikinn en því miður fyrir hann tapaði heimaþjóðin í úrslitum gegn Portúgal í framlengdum leik. Það er vonandi að Pokémon-veiðarnar komi aftur bros á vör Griezmann sem hefur nýtt tímabil með Atlético í næsta mánuði. Fyrir þá sem vilja vita meira um Pokémon GO bendum við á fréttaskýringu Kjartans Hreins Njálssonar, fréttamanns 365, í kvöldfréttum Stöðvar 2 á dögunum sem má sjá í spilaranum hér að neðan.
Fótbolti Pokemon Go Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Burnley - Man. United | Stjóralausir rauðir djöflar sækja nýliðana heim Enski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Fleiri fréttir Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Man. City - Brighton | Mávarnir garga á lið í leit að sigri Burnley - Man. United | Stjóralausir rauðir djöflar sækja nýliðana heim Fulham - Chelsea | Nágrannaslagur í fyrsta leik undir nýjum stjóra Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Sjá meira