Okkar ábyrgð Magnús Guðmundsson skrifar 18. júlí 2016 07:00 Það er uggvænleg staðreynd að mansal, vinnu- og kynlífsþrældómur skuli þrífast á Íslandi og það í umtalsverðum mæli. Þessi staðreynd kom fram í skýrslu frá bandaríska utanríkisráðuneytinu en þar eru íslensk stjórnvöld einnig gagnrýnd fyrir að taka ekki nægilega vel á glæpum sem þessum. Á síðustu þremur árum hefur enginn verið sakfelldur fyrir mansal eða þrælahald innan íslenska réttarkerfisins sem er í sjálfu sér þungur áfellisdómur yfir sofandahætti eða jafnvel dugleysi stjórnvalda til að taka á þessum skelfilegu glæpum. Eins og Alda Hrönn Jóhannesdóttir, aðallögfræðingur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, benti á í liðinni viku fjölgar mansalstilfellum hér samhliða auknum ferðamannastraumi. Auknar framkvæmdir leiða einnig af sér skort á vinnuafli og skapa rými fyrir óprúttna aðila til þess að bjóða ódýrt vinnuafl með ólöglegum hætti. Þrátt fyrir að umtalsverð umfjöllun hafi verið um þessi mál, bæði á þessu ári og því síðasta m.a. hér á síðum Fréttablaðsins, virðist staða þessara mála vera að renna upp fyrir stjórnvöldum nú fyrst á síðustu vikum. Það ætti í raun ekki að dyljast nokkurri sálu að mansal er hluti af íslenskum veruleika og það í ýmsum atvinnugreinum, s.s. ferðaþjónustu, byggingariðnaði og verksmiðjum og þannig mætti áfram telja auk þess sem augljóslega er mikil þörf fyrir ítarlega rannsókn yfirvalda á ýmiskonar ólöglegri starfsemi sem þrífst mögulega í skjóli aðgerðarleysis yfirvalda. Það ættu ekki að vera flókin sannindi að þensla, aukin umsvif og fjöldi fólks innan markaðssvæða með fjölgun ferðamanna kalli á aukið eftirlit. Þegar við bætist að hér er um að ræða glæpi sem stór hluti þjóðarinnar getur átt erfitt með að átta sig á að eru að eiga sér stað í nærsamfélagi sínu þá verður að koma til fræðsla. Allt kostar þetta peninga og því fé er vel varið sem fer í eftirlit og fræðslu til þess að byggja upp heilbrigt atvinnulíf og koma í veg fyrir þá skelfilegu glæpi sem eru fólgnir í mansali. Mansal, vinnu- og kynlífsþrælkun er birtingarmynd vaxandi misskiptingar og fátæktar í heiminum. Fórnarlömbin eru einkum fátæklingar, konur og börn. Einstaklingar sem geta illa varið sig sjálfir fyrir gerendum og er illa kleift að komast út úr þeim aðstæðum sem þeim hefur verið komið í. Til þess þarfnast þeir hjálpar þeirra samfélaga þar sem kraftar þeirra og líf hafa verið nýtt af græðgi og grimmd. Afleiðingarnar fyrir líf þessa fólks eru skelfilegar og við getum ekki lengur látið eins og þetta sé ekki hluti af íslensku samfélagi og þar með á okkar ábyrgð. Vestræn velferðarríki, á borð við Ísland, sem sitja í efri þrepum hagkerfa heimsins bera mikla ábyrgð og ber að leggja sérstaklega mikið af mörkum til þess að koma í veg fyrir þær þjáningar sem hljótast af þessum völdum sem og að aðstoða fórnarlömb þess mansals sem þegar hefur átt sér stað innan viðkomandi samfélags. Það er því löngu tímabært að íslensk stjórnvöld leggi sitt af mörkum í baráttunni gegn mansali.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Það er uggvænleg staðreynd að mansal, vinnu- og kynlífsþrældómur skuli þrífast á Íslandi og það í umtalsverðum mæli. Þessi staðreynd kom fram í skýrslu frá bandaríska utanríkisráðuneytinu en þar eru íslensk stjórnvöld einnig gagnrýnd fyrir að taka ekki nægilega vel á glæpum sem þessum. Á síðustu þremur árum hefur enginn verið sakfelldur fyrir mansal eða þrælahald innan íslenska réttarkerfisins sem er í sjálfu sér þungur áfellisdómur yfir sofandahætti eða jafnvel dugleysi stjórnvalda til að taka á þessum skelfilegu glæpum. Eins og Alda Hrönn Jóhannesdóttir, aðallögfræðingur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, benti á í liðinni viku fjölgar mansalstilfellum hér samhliða auknum ferðamannastraumi. Auknar framkvæmdir leiða einnig af sér skort á vinnuafli og skapa rými fyrir óprúttna aðila til þess að bjóða ódýrt vinnuafl með ólöglegum hætti. Þrátt fyrir að umtalsverð umfjöllun hafi verið um þessi mál, bæði á þessu ári og því síðasta m.a. hér á síðum Fréttablaðsins, virðist staða þessara mála vera að renna upp fyrir stjórnvöldum nú fyrst á síðustu vikum. Það ætti í raun ekki að dyljast nokkurri sálu að mansal er hluti af íslenskum veruleika og það í ýmsum atvinnugreinum, s.s. ferðaþjónustu, byggingariðnaði og verksmiðjum og þannig mætti áfram telja auk þess sem augljóslega er mikil þörf fyrir ítarlega rannsókn yfirvalda á ýmiskonar ólöglegri starfsemi sem þrífst mögulega í skjóli aðgerðarleysis yfirvalda. Það ættu ekki að vera flókin sannindi að þensla, aukin umsvif og fjöldi fólks innan markaðssvæða með fjölgun ferðamanna kalli á aukið eftirlit. Þegar við bætist að hér er um að ræða glæpi sem stór hluti þjóðarinnar getur átt erfitt með að átta sig á að eru að eiga sér stað í nærsamfélagi sínu þá verður að koma til fræðsla. Allt kostar þetta peninga og því fé er vel varið sem fer í eftirlit og fræðslu til þess að byggja upp heilbrigt atvinnulíf og koma í veg fyrir þá skelfilegu glæpi sem eru fólgnir í mansali. Mansal, vinnu- og kynlífsþrælkun er birtingarmynd vaxandi misskiptingar og fátæktar í heiminum. Fórnarlömbin eru einkum fátæklingar, konur og börn. Einstaklingar sem geta illa varið sig sjálfir fyrir gerendum og er illa kleift að komast út úr þeim aðstæðum sem þeim hefur verið komið í. Til þess þarfnast þeir hjálpar þeirra samfélaga þar sem kraftar þeirra og líf hafa verið nýtt af græðgi og grimmd. Afleiðingarnar fyrir líf þessa fólks eru skelfilegar og við getum ekki lengur látið eins og þetta sé ekki hluti af íslensku samfélagi og þar með á okkar ábyrgð. Vestræn velferðarríki, á borð við Ísland, sem sitja í efri þrepum hagkerfa heimsins bera mikla ábyrgð og ber að leggja sérstaklega mikið af mörkum til þess að koma í veg fyrir þær þjáningar sem hljótast af þessum völdum sem og að aðstoða fórnarlömb þess mansals sem þegar hefur átt sér stað innan viðkomandi samfélags. Það er því löngu tímabært að íslensk stjórnvöld leggi sitt af mörkum í baráttunni gegn mansali.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar