Okkar ábyrgð Magnús Guðmundsson skrifar 18. júlí 2016 07:00 Það er uggvænleg staðreynd að mansal, vinnu- og kynlífsþrældómur skuli þrífast á Íslandi og það í umtalsverðum mæli. Þessi staðreynd kom fram í skýrslu frá bandaríska utanríkisráðuneytinu en þar eru íslensk stjórnvöld einnig gagnrýnd fyrir að taka ekki nægilega vel á glæpum sem þessum. Á síðustu þremur árum hefur enginn verið sakfelldur fyrir mansal eða þrælahald innan íslenska réttarkerfisins sem er í sjálfu sér þungur áfellisdómur yfir sofandahætti eða jafnvel dugleysi stjórnvalda til að taka á þessum skelfilegu glæpum. Eins og Alda Hrönn Jóhannesdóttir, aðallögfræðingur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, benti á í liðinni viku fjölgar mansalstilfellum hér samhliða auknum ferðamannastraumi. Auknar framkvæmdir leiða einnig af sér skort á vinnuafli og skapa rými fyrir óprúttna aðila til þess að bjóða ódýrt vinnuafl með ólöglegum hætti. Þrátt fyrir að umtalsverð umfjöllun hafi verið um þessi mál, bæði á þessu ári og því síðasta m.a. hér á síðum Fréttablaðsins, virðist staða þessara mála vera að renna upp fyrir stjórnvöldum nú fyrst á síðustu vikum. Það ætti í raun ekki að dyljast nokkurri sálu að mansal er hluti af íslenskum veruleika og það í ýmsum atvinnugreinum, s.s. ferðaþjónustu, byggingariðnaði og verksmiðjum og þannig mætti áfram telja auk þess sem augljóslega er mikil þörf fyrir ítarlega rannsókn yfirvalda á ýmiskonar ólöglegri starfsemi sem þrífst mögulega í skjóli aðgerðarleysis yfirvalda. Það ættu ekki að vera flókin sannindi að þensla, aukin umsvif og fjöldi fólks innan markaðssvæða með fjölgun ferðamanna kalli á aukið eftirlit. Þegar við bætist að hér er um að ræða glæpi sem stór hluti þjóðarinnar getur átt erfitt með að átta sig á að eru að eiga sér stað í nærsamfélagi sínu þá verður að koma til fræðsla. Allt kostar þetta peninga og því fé er vel varið sem fer í eftirlit og fræðslu til þess að byggja upp heilbrigt atvinnulíf og koma í veg fyrir þá skelfilegu glæpi sem eru fólgnir í mansali. Mansal, vinnu- og kynlífsþrælkun er birtingarmynd vaxandi misskiptingar og fátæktar í heiminum. Fórnarlömbin eru einkum fátæklingar, konur og börn. Einstaklingar sem geta illa varið sig sjálfir fyrir gerendum og er illa kleift að komast út úr þeim aðstæðum sem þeim hefur verið komið í. Til þess þarfnast þeir hjálpar þeirra samfélaga þar sem kraftar þeirra og líf hafa verið nýtt af græðgi og grimmd. Afleiðingarnar fyrir líf þessa fólks eru skelfilegar og við getum ekki lengur látið eins og þetta sé ekki hluti af íslensku samfélagi og þar með á okkar ábyrgð. Vestræn velferðarríki, á borð við Ísland, sem sitja í efri þrepum hagkerfa heimsins bera mikla ábyrgð og ber að leggja sérstaklega mikið af mörkum til þess að koma í veg fyrir þær þjáningar sem hljótast af þessum völdum sem og að aðstoða fórnarlömb þess mansals sem þegar hefur átt sér stað innan viðkomandi samfélags. Það er því löngu tímabært að íslensk stjórnvöld leggi sitt af mörkum í baráttunni gegn mansali.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það er uggvænleg staðreynd að mansal, vinnu- og kynlífsþrældómur skuli þrífast á Íslandi og það í umtalsverðum mæli. Þessi staðreynd kom fram í skýrslu frá bandaríska utanríkisráðuneytinu en þar eru íslensk stjórnvöld einnig gagnrýnd fyrir að taka ekki nægilega vel á glæpum sem þessum. Á síðustu þremur árum hefur enginn verið sakfelldur fyrir mansal eða þrælahald innan íslenska réttarkerfisins sem er í sjálfu sér þungur áfellisdómur yfir sofandahætti eða jafnvel dugleysi stjórnvalda til að taka á þessum skelfilegu glæpum. Eins og Alda Hrönn Jóhannesdóttir, aðallögfræðingur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, benti á í liðinni viku fjölgar mansalstilfellum hér samhliða auknum ferðamannastraumi. Auknar framkvæmdir leiða einnig af sér skort á vinnuafli og skapa rými fyrir óprúttna aðila til þess að bjóða ódýrt vinnuafl með ólöglegum hætti. Þrátt fyrir að umtalsverð umfjöllun hafi verið um þessi mál, bæði á þessu ári og því síðasta m.a. hér á síðum Fréttablaðsins, virðist staða þessara mála vera að renna upp fyrir stjórnvöldum nú fyrst á síðustu vikum. Það ætti í raun ekki að dyljast nokkurri sálu að mansal er hluti af íslenskum veruleika og það í ýmsum atvinnugreinum, s.s. ferðaþjónustu, byggingariðnaði og verksmiðjum og þannig mætti áfram telja auk þess sem augljóslega er mikil þörf fyrir ítarlega rannsókn yfirvalda á ýmiskonar ólöglegri starfsemi sem þrífst mögulega í skjóli aðgerðarleysis yfirvalda. Það ættu ekki að vera flókin sannindi að þensla, aukin umsvif og fjöldi fólks innan markaðssvæða með fjölgun ferðamanna kalli á aukið eftirlit. Þegar við bætist að hér er um að ræða glæpi sem stór hluti þjóðarinnar getur átt erfitt með að átta sig á að eru að eiga sér stað í nærsamfélagi sínu þá verður að koma til fræðsla. Allt kostar þetta peninga og því fé er vel varið sem fer í eftirlit og fræðslu til þess að byggja upp heilbrigt atvinnulíf og koma í veg fyrir þá skelfilegu glæpi sem eru fólgnir í mansali. Mansal, vinnu- og kynlífsþrælkun er birtingarmynd vaxandi misskiptingar og fátæktar í heiminum. Fórnarlömbin eru einkum fátæklingar, konur og börn. Einstaklingar sem geta illa varið sig sjálfir fyrir gerendum og er illa kleift að komast út úr þeim aðstæðum sem þeim hefur verið komið í. Til þess þarfnast þeir hjálpar þeirra samfélaga þar sem kraftar þeirra og líf hafa verið nýtt af græðgi og grimmd. Afleiðingarnar fyrir líf þessa fólks eru skelfilegar og við getum ekki lengur látið eins og þetta sé ekki hluti af íslensku samfélagi og þar með á okkar ábyrgð. Vestræn velferðarríki, á borð við Ísland, sem sitja í efri þrepum hagkerfa heimsins bera mikla ábyrgð og ber að leggja sérstaklega mikið af mörkum til þess að koma í veg fyrir þær þjáningar sem hljótast af þessum völdum sem og að aðstoða fórnarlömb þess mansals sem þegar hefur átt sér stað innan viðkomandi samfélags. Það er því löngu tímabært að íslensk stjórnvöld leggi sitt af mörkum í baráttunni gegn mansali.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun