Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - KR 1-4 | Létt Lautarferð hjá KR-ingum | Sjáðu mörkin Smári Jökull Jónsson á Flórídana-vellinum í Árbænum skrifar 17. júlí 2016 22:30 Gunnar Þór Gunnarsson, leikmaður KR. vísir/anton brink KR vann öruggan sigur á Fylkismönnum í Pepsi-deild karla á Flóridana-vellinum í Árbæ í kvöld og skilja Fylkismenn eftir í fallsæti, 4 stigum frá öruggu sæti. Yfirburðir KR voru algjörir og þeir voru komnir í 2-0 forystu eftir tíu mínútna leik. Fylkismenn náðu þó að minnka muninn fljótlega en Óskar Örn Hauksson kom KR í 3-1 fyrir leikhlé. Í síðari hálfleik var svipað uppi á teningunum þó svo að mörkin hafi verið færri. KR-ingar voru mikið betri og Óskar Örn bætti við öðru marki snemma í hálfleiknum. Fylkismenn voru aldrei líklegir til þess að ógna KR-ingum sem spiluðu vel á meðan heimamenn voru arfaslakir. Lokatölur 4-1 og KR eru því komnir með 5 stiga forystu á Árbæinga í neðri hluta Pepsi-deildarinnar. Fylkismenn sitja sem fastast í fallsæti.Af hverju vann KR? KR var einfaldlega mun betra liðið í kvöld og unnu sanngjarnan 4-1 sigur. Góð byrjun þeirra lagði grunninn að sigrinum og þó svo að Fylkismenn hafi náð að minnka muninn í 2-1 var aldrei spurning hvoru megin sigurinn myndi lenda. KR-ingar spiluðu vel í leiknum og sköpuðu sér góð færi fyrir utan þau sem þeir skoruðu úr. Fylkismenn fengu ágæt færi en þau voru ekki mörg og sóknarleikur þeirra gekk ekki vel. Willum Þór Þórsson er greinilega búinn að koma sjálfstrausti í KR liðið og sóknarleikurinn gengur mun betur. Fyrir leikinn voru þeir búnir að skora 8 mörk í deildinni en bættu heldur betur við þá tölu í kvöld.Þessir stóðu upp úr: Óskar Örn Hauksson átti mjög góðan leik í liði KR. Hann lagði upp mark fyrir Aron Bjarka Jósepsson og skoraði svo tvö mörk sjálfur, annað með skalla en hitt með þrumuskoti fyrir utan teig. Morten Beck var sömuleiðis öflugur í hægri bakverðinum hjá Vesturbæingum og lagði upp tvö mörk. Þá var Finnur Orri ágætur á miðjunni og Morten Beck Andersen virðist vera að komast í gang og hefur nú skorað þrjú mörk í síðustu tveimur leikjum, í Evrópukeppni og Pepsi-deildinni. Það var fátt um fína drætti hjá Fylki. Þeir sýndu á köflum ágæta baráttu og það var helst Andri Þór Jónsson sem sýndi sæmilegan leik. Ólafur Íshólm varði í nokkur skipti ágætlega.Hvað gekk illa? Sóknarleikur Fylkis og spilið úti á vellinum gekk ekki vel. KR-ingar pressuðu Fylkismenn vel framarlega á vellinum og Árbæingum gekk bölvanlega að leysa pressu KR. Heimamenn enduðu oft á því að senda langan bolta fram þar sem Albert Ingason gat lítið annað gert en að hlaupa og reyna að vinna boltann. Miðja Fylkismanna varð undir í dag og þjónustan við framherjana því lítil. Fylkismönnum gekk einnig illa að byrja leikinn. Þeir fengu á sig tvö mörk á fyrstu 10 mínútunum og eftir það var róðurinn þungur. Lið sem fær á sig fjögur mörk í leik þarf væntanlega að skoða varnarleikinn sinn betur og það verður verðugt verkefni fyrir Hermann að bæta hann.Hvað gerist næst? KR á Evrópuleik gegn Grasshopper í vikunni og halda til Sviss með 3-3 jafntefli á heimavelli í farteskinu. Það getur allt gerst en þeir eiga eflaust von á erfiðum leik. Þeir halda svo í Víkina og mæta þar heimamönnum í Pepsi-deildinni á mánudaginn í næstu viku. Jeppe Hansen er kominn til liðs við KR og fékk tækifærið í nokkrar mínútur í dag. Hann gæti reynst þeim dýrmætur en Morten Beck Andersen virðist vera búinn að finna skotskóna og því gæti Jeppe þurft að bíða um stund á varamannabekknum. Fylkismenn fá Stjörnuna í heimsókn í Árbæinn eftir viku en Stjörnumenn eru komnir á sigurbraut og hafa unnið tvo leiki í röð í deildinni. Það verður athyglisvert að sjá hvort Hermann Hreiðarsson nær að hrista Fylkisliðið saman fyrir þann leik. Willum Þór: Feykilega ánægður með stuðninginnWillum Þór þjálfari KRvísir/anton brinkWillum Þór Þórsson þjálfari KR var mjög ánægður með frammistöðu sinna manna í 4-1 sigrinum á Fylki í Árbæ í kvöld. „Ég er mjög ánægður með liðið í kvöld. Við vissum það að við værum að mæta hingað í mjög erfiðan leik á móti liði sem er búið að vinna síðustu tvo leiki og komnir í gang. Þeir spila mjög fast og ákveðið og við ákváðum að mæta því. Ég er virkilega ánægður með hvernig KR-liðið brást við í kvöld,“ sagði Willum Þór í samtali við Vísi að leik loknum. KR pressaði Fylkisliðið duglega í dag og réðu heimamenn lítið við þá pressu. „Við ætluðum að leggjast hátt á þá og pressa og reyna síðan að vinna úr því. Það auðvitað hjálpaði okkur að skora snemma og spilið var að virka mjög vel. Þegar mörkin koma og trúin eflist í liðinu þá virkar þetta vel og við sigldum þessu heim nokkuð agað. Ég var líka feykilega ánægður með stuðninginn sem við fengum í dag. Við þurftum á honum að halda og hann hjálpaði liðinu mikið í dag,“ sagði Willum Þór. Sóknarleikur KR virðist vera að lagast en fyrir leikinn höfðu þeir aðeins skorað 8 mörk í Pepsi-deildinni í sumar. „Við höfum aðallega lagt áherslu á liðsheildina og að vera ekki að gera of miklar breytingar. Gera einföldu hlutina vel og liðið hefur brugðist mjög vel við því,“ sagði Willum að lokum. Hermann: Getur vel verið að Sító fariHermann Hreiðarsson þjálfari FylkisJose Seoane Vergara, eða Sító eins og hann er oftast kallaður, sat allan tímann á bekknum hjá Fylkismönnum í tapleiknum gegn KR í kvöld. Vísir spurði Hermann Hreiðarsson, þjálfara Fylkis, að því hvort Sító væri á leið frá félaginu. "Það getur vel verið, eins og hjá öllum öðrum verða sjálfsagt einhverjar hreyfingar. Það kemur bara í ljós, það er er ekkert á borði í því. Við erum svo eins og aðrir að líta aðeins í kringum okkur og ef við finnum einhvern sem okkur vantar og styrkir okkur þá skoðum við það," sagði Hermann í samtali við Vísi að leik loknum. Hermann sá fullt af jákvæðum hlutum í leik sinna manna þrátt fyrir 4-1 tap á heimavelli. "Við erum hundfúlir með stórt tap en það er hellingur jákvætt, ég get lofað þér því. Það var brjáluð vinnsla í liðinu, barátta og vilji. En þú þarft að verjast alls staðar, það er ekki nóg að verjast bara á miðjunni og taka annan bolta. KR er hörkulið og ef menn eru fríir inni í vítateig þá refsa þeir," bætti Hermann við. Fylkismenn lentu 2-0 undir strax eftir 10 mínútur en Hermann vildi þó meina að flestir í hans liði hefðu verið mættir til leiks í upphafi. "Flestir mættu til leiks. Það eru tveir einstaklingar sem verða að taka svolitla ábyrgð á þessu og voru bara ekki alveg vaknaðir," sagði Hermann en vildi þó ekki gefa upp hvaða leikmenn hann átti við og sagðist ætla ræða það inni í klefa. Fylkismenn voru í miklum vandræðum með pressu KR-inga í leiknum og gekk bölvanlega að halda boltanum innan liðsins. "Við pressuðum þá líka grimmt. Við fáum dauðafæri í stöðunni 2-1 og mörk breyta leikjum. En auðvitað er þetta alltaf smá brekka að lenda 2-0 undir eftir 10 mínútur. Andstæðingarnir fá byr undir báða vængi og sjálfstraust. En við sýndum flottan karakter hér í dag. Við héldum áfram og vorum enn að ógna hér á lokamínútunum og prófa markmanninn. Ég tek helling jákvætt úr leiknum og fullt af flottum punktum úr þessu. En við töpuðum 4-1 og þeir refsuðu vel í dag," sagði Hermann við Vísi að lokum. Óskar Örn: Við erum sáttirÓskar Örn Hauksson í leik gegn Grasshopper.Vísir/AntonÓskar Örn Hauksson var í lykilhlutverki gegn Fylki í kvöld en hann skoraði tvö mörk og lagði upp eitt með góðri sendingu á Aron Bjarka Jósepsson. „Ég er sáttur, eða við erum sáttir. Það hefur ekki verið nógu oft sem við fáum svona leiki og það er bara gaman að vinna,“ sagði Óskar í samtali við Vísi að leik loknum. „Boltinn er að detta inn núna. Við höfum verið að fá fullt af færum í leikjum á tímabilinu en ekki verið að nýta þau. Þau eru að detta og duttu í dag og það er ávísun á sigurleik ef maður skorar 4 mörk í leik.“ KR mætir Grasshopper í seinni leik liðana í Evrópudeildinni á útivelli á fimmtudag. Fyrri leikurinn á KR-vellinum lauk með 3-3 jafntefli. „Við erum bara á leið í mjög erfiðan leik. En við erum að fara í leik sem er opinn og það eru möguleikar í þessu. Við gerum okkar besta til þess að stríða þeim og gott betur en það,“ sagði Óskar Örn Hauksson að lokum.Mörkin úr fyrri hálfleik: Óskar Örn kemur KR í 1-4: Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Fleiri fréttir Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Sjá meira
KR vann öruggan sigur á Fylkismönnum í Pepsi-deild karla á Flóridana-vellinum í Árbæ í kvöld og skilja Fylkismenn eftir í fallsæti, 4 stigum frá öruggu sæti. Yfirburðir KR voru algjörir og þeir voru komnir í 2-0 forystu eftir tíu mínútna leik. Fylkismenn náðu þó að minnka muninn fljótlega en Óskar Örn Hauksson kom KR í 3-1 fyrir leikhlé. Í síðari hálfleik var svipað uppi á teningunum þó svo að mörkin hafi verið færri. KR-ingar voru mikið betri og Óskar Örn bætti við öðru marki snemma í hálfleiknum. Fylkismenn voru aldrei líklegir til þess að ógna KR-ingum sem spiluðu vel á meðan heimamenn voru arfaslakir. Lokatölur 4-1 og KR eru því komnir með 5 stiga forystu á Árbæinga í neðri hluta Pepsi-deildarinnar. Fylkismenn sitja sem fastast í fallsæti.Af hverju vann KR? KR var einfaldlega mun betra liðið í kvöld og unnu sanngjarnan 4-1 sigur. Góð byrjun þeirra lagði grunninn að sigrinum og þó svo að Fylkismenn hafi náð að minnka muninn í 2-1 var aldrei spurning hvoru megin sigurinn myndi lenda. KR-ingar spiluðu vel í leiknum og sköpuðu sér góð færi fyrir utan þau sem þeir skoruðu úr. Fylkismenn fengu ágæt færi en þau voru ekki mörg og sóknarleikur þeirra gekk ekki vel. Willum Þór Þórsson er greinilega búinn að koma sjálfstrausti í KR liðið og sóknarleikurinn gengur mun betur. Fyrir leikinn voru þeir búnir að skora 8 mörk í deildinni en bættu heldur betur við þá tölu í kvöld.Þessir stóðu upp úr: Óskar Örn Hauksson átti mjög góðan leik í liði KR. Hann lagði upp mark fyrir Aron Bjarka Jósepsson og skoraði svo tvö mörk sjálfur, annað með skalla en hitt með þrumuskoti fyrir utan teig. Morten Beck var sömuleiðis öflugur í hægri bakverðinum hjá Vesturbæingum og lagði upp tvö mörk. Þá var Finnur Orri ágætur á miðjunni og Morten Beck Andersen virðist vera að komast í gang og hefur nú skorað þrjú mörk í síðustu tveimur leikjum, í Evrópukeppni og Pepsi-deildinni. Það var fátt um fína drætti hjá Fylki. Þeir sýndu á köflum ágæta baráttu og það var helst Andri Þór Jónsson sem sýndi sæmilegan leik. Ólafur Íshólm varði í nokkur skipti ágætlega.Hvað gekk illa? Sóknarleikur Fylkis og spilið úti á vellinum gekk ekki vel. KR-ingar pressuðu Fylkismenn vel framarlega á vellinum og Árbæingum gekk bölvanlega að leysa pressu KR. Heimamenn enduðu oft á því að senda langan bolta fram þar sem Albert Ingason gat lítið annað gert en að hlaupa og reyna að vinna boltann. Miðja Fylkismanna varð undir í dag og þjónustan við framherjana því lítil. Fylkismönnum gekk einnig illa að byrja leikinn. Þeir fengu á sig tvö mörk á fyrstu 10 mínútunum og eftir það var róðurinn þungur. Lið sem fær á sig fjögur mörk í leik þarf væntanlega að skoða varnarleikinn sinn betur og það verður verðugt verkefni fyrir Hermann að bæta hann.Hvað gerist næst? KR á Evrópuleik gegn Grasshopper í vikunni og halda til Sviss með 3-3 jafntefli á heimavelli í farteskinu. Það getur allt gerst en þeir eiga eflaust von á erfiðum leik. Þeir halda svo í Víkina og mæta þar heimamönnum í Pepsi-deildinni á mánudaginn í næstu viku. Jeppe Hansen er kominn til liðs við KR og fékk tækifærið í nokkrar mínútur í dag. Hann gæti reynst þeim dýrmætur en Morten Beck Andersen virðist vera búinn að finna skotskóna og því gæti Jeppe þurft að bíða um stund á varamannabekknum. Fylkismenn fá Stjörnuna í heimsókn í Árbæinn eftir viku en Stjörnumenn eru komnir á sigurbraut og hafa unnið tvo leiki í röð í deildinni. Það verður athyglisvert að sjá hvort Hermann Hreiðarsson nær að hrista Fylkisliðið saman fyrir þann leik. Willum Þór: Feykilega ánægður með stuðninginnWillum Þór þjálfari KRvísir/anton brinkWillum Þór Þórsson þjálfari KR var mjög ánægður með frammistöðu sinna manna í 4-1 sigrinum á Fylki í Árbæ í kvöld. „Ég er mjög ánægður með liðið í kvöld. Við vissum það að við værum að mæta hingað í mjög erfiðan leik á móti liði sem er búið að vinna síðustu tvo leiki og komnir í gang. Þeir spila mjög fast og ákveðið og við ákváðum að mæta því. Ég er virkilega ánægður með hvernig KR-liðið brást við í kvöld,“ sagði Willum Þór í samtali við Vísi að leik loknum. KR pressaði Fylkisliðið duglega í dag og réðu heimamenn lítið við þá pressu. „Við ætluðum að leggjast hátt á þá og pressa og reyna síðan að vinna úr því. Það auðvitað hjálpaði okkur að skora snemma og spilið var að virka mjög vel. Þegar mörkin koma og trúin eflist í liðinu þá virkar þetta vel og við sigldum þessu heim nokkuð agað. Ég var líka feykilega ánægður með stuðninginn sem við fengum í dag. Við þurftum á honum að halda og hann hjálpaði liðinu mikið í dag,“ sagði Willum Þór. Sóknarleikur KR virðist vera að lagast en fyrir leikinn höfðu þeir aðeins skorað 8 mörk í Pepsi-deildinni í sumar. „Við höfum aðallega lagt áherslu á liðsheildina og að vera ekki að gera of miklar breytingar. Gera einföldu hlutina vel og liðið hefur brugðist mjög vel við því,“ sagði Willum að lokum. Hermann: Getur vel verið að Sító fariHermann Hreiðarsson þjálfari FylkisJose Seoane Vergara, eða Sító eins og hann er oftast kallaður, sat allan tímann á bekknum hjá Fylkismönnum í tapleiknum gegn KR í kvöld. Vísir spurði Hermann Hreiðarsson, þjálfara Fylkis, að því hvort Sító væri á leið frá félaginu. "Það getur vel verið, eins og hjá öllum öðrum verða sjálfsagt einhverjar hreyfingar. Það kemur bara í ljós, það er er ekkert á borði í því. Við erum svo eins og aðrir að líta aðeins í kringum okkur og ef við finnum einhvern sem okkur vantar og styrkir okkur þá skoðum við það," sagði Hermann í samtali við Vísi að leik loknum. Hermann sá fullt af jákvæðum hlutum í leik sinna manna þrátt fyrir 4-1 tap á heimavelli. "Við erum hundfúlir með stórt tap en það er hellingur jákvætt, ég get lofað þér því. Það var brjáluð vinnsla í liðinu, barátta og vilji. En þú þarft að verjast alls staðar, það er ekki nóg að verjast bara á miðjunni og taka annan bolta. KR er hörkulið og ef menn eru fríir inni í vítateig þá refsa þeir," bætti Hermann við. Fylkismenn lentu 2-0 undir strax eftir 10 mínútur en Hermann vildi þó meina að flestir í hans liði hefðu verið mættir til leiks í upphafi. "Flestir mættu til leiks. Það eru tveir einstaklingar sem verða að taka svolitla ábyrgð á þessu og voru bara ekki alveg vaknaðir," sagði Hermann en vildi þó ekki gefa upp hvaða leikmenn hann átti við og sagðist ætla ræða það inni í klefa. Fylkismenn voru í miklum vandræðum með pressu KR-inga í leiknum og gekk bölvanlega að halda boltanum innan liðsins. "Við pressuðum þá líka grimmt. Við fáum dauðafæri í stöðunni 2-1 og mörk breyta leikjum. En auðvitað er þetta alltaf smá brekka að lenda 2-0 undir eftir 10 mínútur. Andstæðingarnir fá byr undir báða vængi og sjálfstraust. En við sýndum flottan karakter hér í dag. Við héldum áfram og vorum enn að ógna hér á lokamínútunum og prófa markmanninn. Ég tek helling jákvætt úr leiknum og fullt af flottum punktum úr þessu. En við töpuðum 4-1 og þeir refsuðu vel í dag," sagði Hermann við Vísi að lokum. Óskar Örn: Við erum sáttirÓskar Örn Hauksson í leik gegn Grasshopper.Vísir/AntonÓskar Örn Hauksson var í lykilhlutverki gegn Fylki í kvöld en hann skoraði tvö mörk og lagði upp eitt með góðri sendingu á Aron Bjarka Jósepsson. „Ég er sáttur, eða við erum sáttir. Það hefur ekki verið nógu oft sem við fáum svona leiki og það er bara gaman að vinna,“ sagði Óskar í samtali við Vísi að leik loknum. „Boltinn er að detta inn núna. Við höfum verið að fá fullt af færum í leikjum á tímabilinu en ekki verið að nýta þau. Þau eru að detta og duttu í dag og það er ávísun á sigurleik ef maður skorar 4 mörk í leik.“ KR mætir Grasshopper í seinni leik liðana í Evrópudeildinni á útivelli á fimmtudag. Fyrri leikurinn á KR-vellinum lauk með 3-3 jafntefli. „Við erum bara á leið í mjög erfiðan leik. En við erum að fara í leik sem er opinn og það eru möguleikar í þessu. Við gerum okkar besta til þess að stríða þeim og gott betur en það,“ sagði Óskar Örn Hauksson að lokum.Mörkin úr fyrri hálfleik: Óskar Örn kemur KR í 1-4:
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Fleiri fréttir Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Sjá meira