Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur Ó. - Stjarnan 2-3 | Sigurgöngu Ólsara á heimavelli lokið | Sjáðu mörkin Ingvi Þór Sæmundsson á Ólafsvíkurvelli skrifar 17. júlí 2016 22:00 Grétar Sigfinnur Sigurðarson skoraði annað mark Stjörnunnar. vísir/hanna Stjarnan varð í kvöld fyrsta liðið til að vinna Víking Ó. á Ólafsvíkurvelli í tvö ár þegar Garðbæingar fóru með 2-3 sigur af hólmi í leik liðanna í 11. umferð Pepsi-deildar karla. Fyrir leikinn voru Ólsarar búnir að leika 18 leiki í röð á heimavelli án þess að tapa en Grindvíkingar voru síðastir til að sækja sigur í Ólafsvík 9. ágúst 2014. Stjörnumenn voru heilt yfir sterkari aðilinn í leiknum. Baldur Sigurðsson og Grétar Sigfinnur Sigurðarson skoruðu mörk gestanna í fyrri hálfleik eftir hornspyrnur en í millitíðinni jafnaði Hrvoje Tokic metin með frábæru marki. Króatinn, sem er næstmarkahæstur í Pepsi-deildinni með átta mörk, lét svo reka sig út af fyrir að sparka í Baldur þremur mínútum fyrir hálfleik. Afar slæm ákvörðun hjá þessum öfluga framherja. Þrátt fyrir að vera einum færri spiluðu Víkingar mun betur í seinni hálfleik en þeim fyrri og Þorsteinn Már Ragnarsson jafnaði metin á 65. mínútu. En aðeins tveimur mínútum síðar skoraði Arnar Már Björgvinsson sigurmark gestanna eftir sendingu frá Hilmari Árna Halldórssyni sem lagði upp öll þrjú mörk Stjörnunnar í kvöld. Með sigrinum komust Stjörnumenn upp í 2. sæti deildarinnar en Ólsarar duttu niður í það fimmta.Af hverju vann Stjarnan? Leikáætlun Stjörnunnar gekk upp í fyrri hálfleik. Þeir léku með tígulmiðju sem gerði þeim kleift að halda boltanum vel og stjórna leiknum. Gestirnir skoruðu svo tvö mörk eftir hornspyrnur Hilmars Árna sem átti mjög fínan leik. Spilamennska Víkinga lagaðist mikið í þeim seinni en þeir gleymdu sér eftir jöfnunarmark Þorsteins og áttu ekki nóg eftir á tankinum til að jafna metin í þriðja sinn.Þessir stóðu upp úr Hilmar Árni spilaði vel í stöðu fremsta miðjumanns og lagði upp öll þrjú mörk gestanna. Halldór Orri Björnsson var einnig góður og fylgdi góðri frammistöðu í síðasta leik gegn Fjölni eftir. Framherjarnir, Guðjón Baldvinsson og Arnar Már, voru svo hrikalega duglegir og gerðu heimamönnum erfitt fyrir að spila út úr vörninni. Hjá Ólsurum voru Þorsteinn Már og William Dominguez da Silva öflugir en þeir gerðu ótrúlega mikið úr litlu í þessum leik. Egill Jónsson átti einnig fínan dag á miðjunni.Hvað gekk illa? Varnarleikur Víkinga í hornspyrnum í fyrri hálfleik var ekki til útflutnings og kostaði þá tvö mörk. Þeim gekk einnig illa að færa boltann upp völlinn í fyrri hálfleiknum og tókst nánast aldrei að búa til yfirtölu á köntunum gegn tígulmiðju gestanna. Stjörnumenn spiluðu vel í fyrri hálfleik en voru full rólegir í byrjun þess seinni og vöknuðu raun ekki til lífsins fyrr en eftir að Þorsteinn skoraði. Þeir voru hins vegar fljótir að rífa sig í gang og lönduðu öllum þremur stigunum.Hvað gerist næst? Stjörnumenn hafa unnið tvo gríðarlega sterka sigra í röð og þrátt fyrir allt eru þeir bara tveimur stigum á eftir FH að fyrri umferðinni lokinni. Garðbæingar mæta Fylki á útivelli í næsta leik sínum. Ólsarar fá Blika í heimsókn í næstu umferð. Víkingar hafa aðeins unnið einn af síðustu fjórum leikjum sínum en eru samt í fínum málum í deildinni.Ejub: Var erfitt að spila í fyrri hálfleik Ejub Purisevic, þjálfari Víkings Ó., var langt frá því að vera sáttur með frammistöðu Ívars Orra Kristjánssonar í 2-3 tapi Ólsara fyrir Stjörnunni í kvöld. Ívar Orri rak Hrjove Tokic af velli á 42. mínútu í stöðunni 2-1 fyrir að sparka í Baldur Sigurðsson og svo töldu Víkingar sig svikna um vítaspyrnu í fyrri hálfleik. Myndband af rauða spjaldinu má sjá hér að neðan. „Ég á eftir að sjá hvað hann gerði en mér finnst ótrúlegt og til skammar hvernig þeir fara á hann [Tokic] með olnbogunum, hangandi í honum. Það er aldrei dæmt neitt. Það getur verið að hann hafi gert eitthvað en ég ætla ekki að dæma um það fyrr en ég sé það í sjónvarpinu,“ sagði Ejub sem furðar sig á því að Ívar Orri sé að dæma í fjórða sinn hjá Ólsurum í sumar. „Það er alltaf sama sagan,“ sagði Ejub um Ívar Orra. „Hann dæmdi miklu minna núna en gegn Víkingi R. Ég er ekki dómari en mér finnst mjög skrítið þegar sami dómari dæmi alltaf hjá okkur. Ég er í alvöru ekki ánægður með hvernig línan var og hvernig var dæmt í fyrri hálfleik.“ Ejub var ánægður með seinni hálfleikinn hjá sínum mönnum sem jöfnuðu metin einum færri áður en Arnar Már Björgvinsson skoraði sigurmark Stjörnunnar. „Við spiluðum mjög vel í seinni hálfleik en það var erfitt að spila í þeim fyrri. Það var líka eitthvað talað um brot í öðru marki Stjörnunnar, þetta er erfitt. Maður vill treysta dómurunum en stundum klórar maður sér í hausnum yfir dómgæslunni,“ sagði Ejub sem býst við því að Víkingar styrki sig í félagaskiptaglugganum sem opnaði í fyrradag.Baldur: Þetta var klárt rautt „Við fórum upp í skallabolta, lentum saman og þegar ég reyni að standa upp sparkar hann í mig. Þetta var klárt rautt,“ sagði Baldur Sigurðsson, fyrirliði Stjörnunnar, um rauða spjaldið sem Hrvoje Tokic fékk að líta á 42. mínútu. Baldur skoraði fyrsta mark Stjörnunnar í sigrinum í Ólafsvík með skalla eftir hornspyrnu Hilmars Árna Halldórssonar. „Þetta var frábær sending frá Hilmari og ég stóð bara aleinn og þurfti bara að setja boltann yfir línuna. Það besta við þetta mark er að við skoruðum loks eftir horn. Það er mjög jákvætt,“ sagði Baldur sem segir gulls ígildi að hafa jafn góðan spyrnumann eins og Hilmar Árna í Stjörnuliðinu. Baldur kvaðst gríðarlega sáttur með sigurinn enda höfðu Ólsarar ekki tapað á heimavelli frá því í ágúst 2014 fyrir leikinn í kvöld. „Það er frábært að koma hingað og vinna lið sem hefur ekki tapað hérna frá því Berlínarmúrinn var ennþá uppi. Þeir eru ógeðslega góðir hérna þannig að við erum mjög sáttir,“ sagði Baldur en Stjörnumenn voru full værukærir í upphafi seinni hálfleiks. „Það er svo hættulegt að vera manni fleiri. Ég veit ekki hvað gerist. Það hægist á spilinu en mér fannst við samt leysa ágætlega úr málunum.“Mörkin úr fyrri hálfleik: Mörkin úr seinni hálfleiknum: Tokic fær beint rautt spjald undir lok fyrri hálfleiks: Pepsi Max-deild karla Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Sjá meira
Stjarnan varð í kvöld fyrsta liðið til að vinna Víking Ó. á Ólafsvíkurvelli í tvö ár þegar Garðbæingar fóru með 2-3 sigur af hólmi í leik liðanna í 11. umferð Pepsi-deildar karla. Fyrir leikinn voru Ólsarar búnir að leika 18 leiki í röð á heimavelli án þess að tapa en Grindvíkingar voru síðastir til að sækja sigur í Ólafsvík 9. ágúst 2014. Stjörnumenn voru heilt yfir sterkari aðilinn í leiknum. Baldur Sigurðsson og Grétar Sigfinnur Sigurðarson skoruðu mörk gestanna í fyrri hálfleik eftir hornspyrnur en í millitíðinni jafnaði Hrvoje Tokic metin með frábæru marki. Króatinn, sem er næstmarkahæstur í Pepsi-deildinni með átta mörk, lét svo reka sig út af fyrir að sparka í Baldur þremur mínútum fyrir hálfleik. Afar slæm ákvörðun hjá þessum öfluga framherja. Þrátt fyrir að vera einum færri spiluðu Víkingar mun betur í seinni hálfleik en þeim fyrri og Þorsteinn Már Ragnarsson jafnaði metin á 65. mínútu. En aðeins tveimur mínútum síðar skoraði Arnar Már Björgvinsson sigurmark gestanna eftir sendingu frá Hilmari Árna Halldórssyni sem lagði upp öll þrjú mörk Stjörnunnar í kvöld. Með sigrinum komust Stjörnumenn upp í 2. sæti deildarinnar en Ólsarar duttu niður í það fimmta.Af hverju vann Stjarnan? Leikáætlun Stjörnunnar gekk upp í fyrri hálfleik. Þeir léku með tígulmiðju sem gerði þeim kleift að halda boltanum vel og stjórna leiknum. Gestirnir skoruðu svo tvö mörk eftir hornspyrnur Hilmars Árna sem átti mjög fínan leik. Spilamennska Víkinga lagaðist mikið í þeim seinni en þeir gleymdu sér eftir jöfnunarmark Þorsteins og áttu ekki nóg eftir á tankinum til að jafna metin í þriðja sinn.Þessir stóðu upp úr Hilmar Árni spilaði vel í stöðu fremsta miðjumanns og lagði upp öll þrjú mörk gestanna. Halldór Orri Björnsson var einnig góður og fylgdi góðri frammistöðu í síðasta leik gegn Fjölni eftir. Framherjarnir, Guðjón Baldvinsson og Arnar Már, voru svo hrikalega duglegir og gerðu heimamönnum erfitt fyrir að spila út úr vörninni. Hjá Ólsurum voru Þorsteinn Már og William Dominguez da Silva öflugir en þeir gerðu ótrúlega mikið úr litlu í þessum leik. Egill Jónsson átti einnig fínan dag á miðjunni.Hvað gekk illa? Varnarleikur Víkinga í hornspyrnum í fyrri hálfleik var ekki til útflutnings og kostaði þá tvö mörk. Þeim gekk einnig illa að færa boltann upp völlinn í fyrri hálfleiknum og tókst nánast aldrei að búa til yfirtölu á köntunum gegn tígulmiðju gestanna. Stjörnumenn spiluðu vel í fyrri hálfleik en voru full rólegir í byrjun þess seinni og vöknuðu raun ekki til lífsins fyrr en eftir að Þorsteinn skoraði. Þeir voru hins vegar fljótir að rífa sig í gang og lönduðu öllum þremur stigunum.Hvað gerist næst? Stjörnumenn hafa unnið tvo gríðarlega sterka sigra í röð og þrátt fyrir allt eru þeir bara tveimur stigum á eftir FH að fyrri umferðinni lokinni. Garðbæingar mæta Fylki á útivelli í næsta leik sínum. Ólsarar fá Blika í heimsókn í næstu umferð. Víkingar hafa aðeins unnið einn af síðustu fjórum leikjum sínum en eru samt í fínum málum í deildinni.Ejub: Var erfitt að spila í fyrri hálfleik Ejub Purisevic, þjálfari Víkings Ó., var langt frá því að vera sáttur með frammistöðu Ívars Orra Kristjánssonar í 2-3 tapi Ólsara fyrir Stjörnunni í kvöld. Ívar Orri rak Hrjove Tokic af velli á 42. mínútu í stöðunni 2-1 fyrir að sparka í Baldur Sigurðsson og svo töldu Víkingar sig svikna um vítaspyrnu í fyrri hálfleik. Myndband af rauða spjaldinu má sjá hér að neðan. „Ég á eftir að sjá hvað hann gerði en mér finnst ótrúlegt og til skammar hvernig þeir fara á hann [Tokic] með olnbogunum, hangandi í honum. Það er aldrei dæmt neitt. Það getur verið að hann hafi gert eitthvað en ég ætla ekki að dæma um það fyrr en ég sé það í sjónvarpinu,“ sagði Ejub sem furðar sig á því að Ívar Orri sé að dæma í fjórða sinn hjá Ólsurum í sumar. „Það er alltaf sama sagan,“ sagði Ejub um Ívar Orra. „Hann dæmdi miklu minna núna en gegn Víkingi R. Ég er ekki dómari en mér finnst mjög skrítið þegar sami dómari dæmi alltaf hjá okkur. Ég er í alvöru ekki ánægður með hvernig línan var og hvernig var dæmt í fyrri hálfleik.“ Ejub var ánægður með seinni hálfleikinn hjá sínum mönnum sem jöfnuðu metin einum færri áður en Arnar Már Björgvinsson skoraði sigurmark Stjörnunnar. „Við spiluðum mjög vel í seinni hálfleik en það var erfitt að spila í þeim fyrri. Það var líka eitthvað talað um brot í öðru marki Stjörnunnar, þetta er erfitt. Maður vill treysta dómurunum en stundum klórar maður sér í hausnum yfir dómgæslunni,“ sagði Ejub sem býst við því að Víkingar styrki sig í félagaskiptaglugganum sem opnaði í fyrradag.Baldur: Þetta var klárt rautt „Við fórum upp í skallabolta, lentum saman og þegar ég reyni að standa upp sparkar hann í mig. Þetta var klárt rautt,“ sagði Baldur Sigurðsson, fyrirliði Stjörnunnar, um rauða spjaldið sem Hrvoje Tokic fékk að líta á 42. mínútu. Baldur skoraði fyrsta mark Stjörnunnar í sigrinum í Ólafsvík með skalla eftir hornspyrnu Hilmars Árna Halldórssonar. „Þetta var frábær sending frá Hilmari og ég stóð bara aleinn og þurfti bara að setja boltann yfir línuna. Það besta við þetta mark er að við skoruðum loks eftir horn. Það er mjög jákvætt,“ sagði Baldur sem segir gulls ígildi að hafa jafn góðan spyrnumann eins og Hilmar Árna í Stjörnuliðinu. Baldur kvaðst gríðarlega sáttur með sigurinn enda höfðu Ólsarar ekki tapað á heimavelli frá því í ágúst 2014 fyrir leikinn í kvöld. „Það er frábært að koma hingað og vinna lið sem hefur ekki tapað hérna frá því Berlínarmúrinn var ennþá uppi. Þeir eru ógeðslega góðir hérna þannig að við erum mjög sáttir,“ sagði Baldur en Stjörnumenn voru full værukærir í upphafi seinni hálfleiks. „Það er svo hættulegt að vera manni fleiri. Ég veit ekki hvað gerist. Það hægist á spilinu en mér fannst við samt leysa ágætlega úr málunum.“Mörkin úr fyrri hálfleik: Mörkin úr seinni hálfleiknum: Tokic fær beint rautt spjald undir lok fyrri hálfleiks:
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Sjá meira