Lægsta bensínverð í Bandaríkjunum í 12 ár Finnur Thorlacius skrifar 19. júlí 2016 10:40 Þeir gleðjast margir ökumennirnir vestur í Bandaríkjunum þessa dagana en bensínverð hefur ekki verið lægra þar í landi í 12 ár. Það er American Automobile Association (AAA) sem greinir frá þessu. Meðalverð bensíns í landinu er nú 2,21 dollari á hvert gallon. Það samsvarar 71,4 krónum. Það er næstum því þrisvar sinnum lægra verð en fá má á bensínstöðvum á Íslandi í dag. Bensínverð er misjafnt milli fylkja og svæða innan Bandaríkjanna og á 25% af bensínstöðvum Bandaríkjanna er verðið undir 2 dollurum. Lægsta bensínverðið er í Suður Karolínuríki, eða 1,88 dollarar, eða 60,8 krónur. Það er vel undir þriðjungi verðsins hér á landi. Hæst er verðið í Kaliforníuríki, eða 2,85 dollarar og 2,82 á Hawaii. Ástæða lágs verð á bensíni í Bandaríkjunum má helst skýra út með mikilli birgðasöfnun og eru birgðir nú 13% meiri en á sama tíma í fyrra. Olíuverð í heildsölu er nú um 45 dollarar á tunnu. Við því er búist að olíuverðið muni áfram haldast lágt út sumarið. Akstur meðal Bandaríkjamanna hefur verið í hæstu hæðum í sumar vegna þessa lága verð á bensíni. Þeir sem áhyggjur hafa af útblástursmengun vegna þessa hafa bent á þá óæskilegu þróun í bílasölu undanfarið að Bandaríkjamenn hafa í meira mæli sótt í eyðslufreka bíla, ekki síst stóra pallbíla og jeppa. Á meðan hafa umhverfisvænir bílar, svo sem rafmagnsbílar og tvinnbílar ekki selst vel. Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent
Þeir gleðjast margir ökumennirnir vestur í Bandaríkjunum þessa dagana en bensínverð hefur ekki verið lægra þar í landi í 12 ár. Það er American Automobile Association (AAA) sem greinir frá þessu. Meðalverð bensíns í landinu er nú 2,21 dollari á hvert gallon. Það samsvarar 71,4 krónum. Það er næstum því þrisvar sinnum lægra verð en fá má á bensínstöðvum á Íslandi í dag. Bensínverð er misjafnt milli fylkja og svæða innan Bandaríkjanna og á 25% af bensínstöðvum Bandaríkjanna er verðið undir 2 dollurum. Lægsta bensínverðið er í Suður Karolínuríki, eða 1,88 dollarar, eða 60,8 krónur. Það er vel undir þriðjungi verðsins hér á landi. Hæst er verðið í Kaliforníuríki, eða 2,85 dollarar og 2,82 á Hawaii. Ástæða lágs verð á bensíni í Bandaríkjunum má helst skýra út með mikilli birgðasöfnun og eru birgðir nú 13% meiri en á sama tíma í fyrra. Olíuverð í heildsölu er nú um 45 dollarar á tunnu. Við því er búist að olíuverðið muni áfram haldast lágt út sumarið. Akstur meðal Bandaríkjamanna hefur verið í hæstu hæðum í sumar vegna þessa lága verð á bensíni. Þeir sem áhyggjur hafa af útblástursmengun vegna þessa hafa bent á þá óæskilegu þróun í bílasölu undanfarið að Bandaríkjamenn hafa í meira mæli sótt í eyðslufreka bíla, ekki síst stóra pallbíla og jeppa. Á meðan hafa umhverfisvænir bílar, svo sem rafmagnsbílar og tvinnbílar ekki selst vel.
Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent