Koenigsegg One:1 eyðileggst á Nürburgring Finnur Thorlacius skrifar 19. júlí 2016 14:08 Einn af fágætustu bílum heims, Koenigsegg One:1, hefur nú fækkað um einn eftir óhapp sem varð er honum var ekið á Nürburgring kappakstursbrautinni í Þýskalandi í gær. Þar var meiningin að setja nýtt brautarmet á bílnum öfluga, en bílnum var ekið við prófanir er slysið átti sér stað. Koenigsegg One:1 er 1.341 hestafl og vegur 1.341 kíló og skýrir það út nafn bílsins. Hann er semsagt með eitt hestafla fyrir hvert kíló bílsins. Verð á þessum bíl er 3,1 milljón dollarar, eða 380 milljónir króna. Í einni af beygjum Nürburgring brautarinnar læstust dekk bílsins við hemlun og við það flaug bíllinn á vegrið og er svo til ónýtur fyrir vikið. Bremsuför bílsins benda til þess að tæknibilun hafi orsakað slysið en engu að síður segja vitni að slysinu að bíllinn hafi farið óhóflega hratt inn í þessa beygju. Engu að síður eiga dekk bílsins ekki að læsast við mikla hemlun, en svo virðist þó hafa orðið sé mið tekið af bremsuförum hans. Ökumaður bílsins slapp ómeiddur úr óhappinu. Það hefur lengi staðið til hjá Koenigsegg að bæta núverandi brautarmet á Nürburgring brautinni með Koenigsegg One:1 bílnum og biðu margir eftir því að sjá hvort það myndi takast. Einhver bið verður á því eftir þetta óhapp. Ekki náðust myndir af óhappinu sjálfu en hér má þó sjá ummerkin á bílnum og brautinni eftir óhappið. Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Innlent Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Erlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent
Einn af fágætustu bílum heims, Koenigsegg One:1, hefur nú fækkað um einn eftir óhapp sem varð er honum var ekið á Nürburgring kappakstursbrautinni í Þýskalandi í gær. Þar var meiningin að setja nýtt brautarmet á bílnum öfluga, en bílnum var ekið við prófanir er slysið átti sér stað. Koenigsegg One:1 er 1.341 hestafl og vegur 1.341 kíló og skýrir það út nafn bílsins. Hann er semsagt með eitt hestafla fyrir hvert kíló bílsins. Verð á þessum bíl er 3,1 milljón dollarar, eða 380 milljónir króna. Í einni af beygjum Nürburgring brautarinnar læstust dekk bílsins við hemlun og við það flaug bíllinn á vegrið og er svo til ónýtur fyrir vikið. Bremsuför bílsins benda til þess að tæknibilun hafi orsakað slysið en engu að síður segja vitni að slysinu að bíllinn hafi farið óhóflega hratt inn í þessa beygju. Engu að síður eiga dekk bílsins ekki að læsast við mikla hemlun, en svo virðist þó hafa orðið sé mið tekið af bremsuförum hans. Ökumaður bílsins slapp ómeiddur úr óhappinu. Það hefur lengi staðið til hjá Koenigsegg að bæta núverandi brautarmet á Nürburgring brautinni með Koenigsegg One:1 bílnum og biðu margir eftir því að sjá hvort það myndi takast. Einhver bið verður á því eftir þetta óhapp. Ekki náðust myndir af óhappinu sjálfu en hér má þó sjá ummerkin á bílnum og brautinni eftir óhappið.
Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Innlent Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Erlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent