Íslandsvinurinn Jeremy Lin aftur til New York Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júlí 2016 17:30 Jeremy Lin sem leikmaður New York Knicks. Vísir/Getty Leikstjórnandinn Jeremy Lin hefur fundið sér nýtt lið í NBA-deildinni í körfubolta en hann hefur gert þriggja ára samning við Brooklyn Nets. Jeremy Lin, sem verður 28 ára gamall í ágúst, gerði tveggja ára samning við Charlotte fyrir ári síðan en gat sagt honum upp eftir tímabilið sem hann og gerði. Hann átti „aðeins" að fá 2,2 milljónir dollara í laun fyrir komandi tímabil en sú tala hækkar nú mikið. Jeremy Lin fær alls 36 milljónir dollara fyrir þessi þrjú tímabil eða 4,4 milljarða íslenskra króna. Hann ræddi einnig við forráðamenn New Orleans Pelicans en ákvað að snúa aftur á New York svæðið. Jeremy Lin er í hópi svokallaðra Íslandsvina eftir að hann heimsótti landið fyrr í sumar þar sem það vakti miklu athygli þegar hann spilaði einn á einn við unglingalandsliðsmanninn Júlíus Orra Ágústsson en Júlíus bauð honum í leik heima hjá sér á Akureyri sem þessi frægi körfuboltamaður þáði.Sjá einnig:Ísferð í Brynju endaði með körfuboltaleik við Jeremy Lin: "Ég ætlaði bara að fá mér ís“ Jeremy Lin sló í gegn á sínum tíma sem leikmaður New York Knicks tímabilið 2011-12 og þá hófst svokallað Linsanity í New York þegar þessi þá lítt þekkti leikmaður skorað 20 stig eða meira í níu leikjum á tíu leikja kafla. Jeremy Lin endaði tímabilið með 14,6 stig og 6,2 stoðsendingar að meðaltali í 35 leikjum með New York Knicks og vann sér inn feitan samning hjá Houston Rockets sumarið eftir. Jeremy Lin hefur síðan spilað með Houston Rockets, Los Angeles Lakers og Charlotte Hornets. Hann var með 11,7 stig og 3,0 stoðsendingar að meðaltali í leik á síðasta tímabili.The journey continues...thankful for the next chapter!! #Godisgood pic.twitter.com/1PLutlFbyO— Jeremy Lin (@JLin7) July 1, 2016 NBA Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Enski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Íslenski boltinn Í beinni: Víkingur - Fram | Toppliðið má illa við tapi Íslenski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn Fleiri fréttir Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Sjá meira
Leikstjórnandinn Jeremy Lin hefur fundið sér nýtt lið í NBA-deildinni í körfubolta en hann hefur gert þriggja ára samning við Brooklyn Nets. Jeremy Lin, sem verður 28 ára gamall í ágúst, gerði tveggja ára samning við Charlotte fyrir ári síðan en gat sagt honum upp eftir tímabilið sem hann og gerði. Hann átti „aðeins" að fá 2,2 milljónir dollara í laun fyrir komandi tímabil en sú tala hækkar nú mikið. Jeremy Lin fær alls 36 milljónir dollara fyrir þessi þrjú tímabil eða 4,4 milljarða íslenskra króna. Hann ræddi einnig við forráðamenn New Orleans Pelicans en ákvað að snúa aftur á New York svæðið. Jeremy Lin er í hópi svokallaðra Íslandsvina eftir að hann heimsótti landið fyrr í sumar þar sem það vakti miklu athygli þegar hann spilaði einn á einn við unglingalandsliðsmanninn Júlíus Orra Ágústsson en Júlíus bauð honum í leik heima hjá sér á Akureyri sem þessi frægi körfuboltamaður þáði.Sjá einnig:Ísferð í Brynju endaði með körfuboltaleik við Jeremy Lin: "Ég ætlaði bara að fá mér ís“ Jeremy Lin sló í gegn á sínum tíma sem leikmaður New York Knicks tímabilið 2011-12 og þá hófst svokallað Linsanity í New York þegar þessi þá lítt þekkti leikmaður skorað 20 stig eða meira í níu leikjum á tíu leikja kafla. Jeremy Lin endaði tímabilið með 14,6 stig og 6,2 stoðsendingar að meðaltali í 35 leikjum með New York Knicks og vann sér inn feitan samning hjá Houston Rockets sumarið eftir. Jeremy Lin hefur síðan spilað með Houston Rockets, Los Angeles Lakers og Charlotte Hornets. Hann var með 11,7 stig og 3,0 stoðsendingar að meðaltali í leik á síðasta tímabili.The journey continues...thankful for the next chapter!! #Godisgood pic.twitter.com/1PLutlFbyO— Jeremy Lin (@JLin7) July 1, 2016
NBA Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Enski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Íslenski boltinn Í beinni: Víkingur - Fram | Toppliðið má illa við tapi Íslenski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn Fleiri fréttir Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Sjá meira