Sagan endurtekur sig Óttar Guðmundsson skrifar 2. júlí 2016 07:00 Nýlega létu prestar í Laugarnessókn reyna á gömul ákvæði um kirkjugrið. Tveir hælisleitendur, sem búið var að vísa úr landi, leituðu skjóls í kirkjunni ásamt stuðningsmönnum sínum og treystu því að armur laganna næði ekki lengra en að fordyri kirkjunnar. Mikill fjöldi fjölmiðlamanna mætti á svæðið til að fylgjast með. Eftir Örlygsstaðabardaga árið 1238 flúðu fylgismenn Sturlunga inn í kirkjuna að Miklabæ. Þeir treystu á kirkjugrið og héldu að Gissur Þorvaldsson og Kolbeinn ungi myndu þyrma lífi þeirra. En allt kom fyrir ekki. Kirkjugestir voru leiddir út og hálshöggnir. Nokkrir þeirra voru náfrændur Kolbeins en hann lét það ekki hafa áhrif á sig. Þegar Þorvaldur Vatnsfirðingur sótti að Hrafni Sveinbjarnarsyni, leitaði Hrafn athvarfs hjá kirkjunnar manni sem söng tíðasöng í einni stofunni. Þrátt fyrir þetta var Hrafn leiddur út og höggvinn. Kirkjuferðin í Laugarneskirkju fékk svipuð málalok. Lögreglan sleit mennina tvo úr faðmi prestanna og leiddi á vit örlaga sinna. Þeir eiga nú á hættu að vera sendir aftur til Íraks þar sem menn eru enn hálshöggnir að hætti Sturlunga. Frá upphafi var öllum ljóst að þessi tilraun bæri engan árangur. Kirkjugrið eru einungis falskt öryggi við þessar aðstæður, eins og frændur mínir, Markús, Þórður og Kolbeinn Sighvatssynir (Sturlusonar) fengu að sannreyna eftir Örlygsstaði. Vonandi vakti kirkjunnar fólk þó ekki falskar vonir í brjóstum þessara umkomulausu hælisleitenda og lofaði þeim griðum og fjölmiðlavernd í Laugarnesprestakalli. Ómannúðlegri meðferð á hælisleitendum verður að linna. Það er engum til góðs að hverfa aftur til Sturlungaaldar, hvort heldur menn lofa kirkjugriðum eða rjúfa þau.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óttar Guðmundsson Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Nýlega létu prestar í Laugarnessókn reyna á gömul ákvæði um kirkjugrið. Tveir hælisleitendur, sem búið var að vísa úr landi, leituðu skjóls í kirkjunni ásamt stuðningsmönnum sínum og treystu því að armur laganna næði ekki lengra en að fordyri kirkjunnar. Mikill fjöldi fjölmiðlamanna mætti á svæðið til að fylgjast með. Eftir Örlygsstaðabardaga árið 1238 flúðu fylgismenn Sturlunga inn í kirkjuna að Miklabæ. Þeir treystu á kirkjugrið og héldu að Gissur Þorvaldsson og Kolbeinn ungi myndu þyrma lífi þeirra. En allt kom fyrir ekki. Kirkjugestir voru leiddir út og hálshöggnir. Nokkrir þeirra voru náfrændur Kolbeins en hann lét það ekki hafa áhrif á sig. Þegar Þorvaldur Vatnsfirðingur sótti að Hrafni Sveinbjarnarsyni, leitaði Hrafn athvarfs hjá kirkjunnar manni sem söng tíðasöng í einni stofunni. Þrátt fyrir þetta var Hrafn leiddur út og höggvinn. Kirkjuferðin í Laugarneskirkju fékk svipuð málalok. Lögreglan sleit mennina tvo úr faðmi prestanna og leiddi á vit örlaga sinna. Þeir eiga nú á hættu að vera sendir aftur til Íraks þar sem menn eru enn hálshöggnir að hætti Sturlunga. Frá upphafi var öllum ljóst að þessi tilraun bæri engan árangur. Kirkjugrið eru einungis falskt öryggi við þessar aðstæður, eins og frændur mínir, Markús, Þórður og Kolbeinn Sighvatssynir (Sturlusonar) fengu að sannreyna eftir Örlygsstaði. Vonandi vakti kirkjunnar fólk þó ekki falskar vonir í brjóstum þessara umkomulausu hælisleitenda og lofaði þeim griðum og fjölmiðlavernd í Laugarnesprestakalli. Ómannúðlegri meðferð á hælisleitendum verður að linna. Það er engum til góðs að hverfa aftur til Sturlungaaldar, hvort heldur menn lofa kirkjugriðum eða rjúfa þau.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun