Atburðarásin eins og í House of Cards Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 2. júlí 2016 06:00 Michael Gove, dómsmálaráðherra, er líkt við Frank Underwood. Nordicphotos/AFP Michael Gove, dómsmálaráðherra og frambjóðanda til embættis formanns Íhaldsflokks Breta, var í gær líkt við undirförlu sjónvarpspersónurnar Francis Urquhart og Frank Underwood í bresku og bandarísku útgáfum þáttanna House of Cards. Var það meðal annars gert í BBC, Washington Post og The Telegraph. Gove, sem hugðist styðja Boris Johnson í formannsstól, tilkynnti í fyrradag að hann byði sig sjálfur fram. Johnson væri ekki réttur leiðtogi fyrir Bretland en sá sem verður formaður flokksins tekur við forsætisráðherraembættinu af David Cameron. The Telegraph sagði Gove hafa hringt í Lynton Crosby, kosningastjóra Johnsons, og sagt honum frá ætlan sinni. Crosby og Johnson voru þá á lokametrunum við að undirbúa tilkynningu Johnsons um framboð en í kjölfarið hættu þeir við. Þá segir The Telegraph Johnson og Gove hafa átt að mynda saman svokallað draumaframboð en þeir börðust einna harðast fyrir Brexit, aðskilnaði Bretlands frá Evrópusambandinu, sem samþykktur var í þjóðaratkvæðagreiðslu í síðustu viku. Samflokksmenn Goves hafa einnig gagnrýnt hann fyrir ákvörðun hans. Anna Soubry, viðskiptaráðherra Bretlands, sagði í gær að Gove hefði hegðað sér á vítaverðan hátt. Hvatti hún þá Gove til að hætta við og leyfa flokksmönnum að fylkja sér að baki helsta mótframbjóðanda hans, innanríkisráðherranum Theresu May. Gove vísaði ásökunum hins vegar á bug í gær. Sagðist hann ekki bjóða sig fram vegna persónulegs metnaðar heldur vegna sannfæringar sinnar um hvað væri rétt fyrir Bretland. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. júlí 2016 Brexit Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Michael Gove, dómsmálaráðherra og frambjóðanda til embættis formanns Íhaldsflokks Breta, var í gær líkt við undirförlu sjónvarpspersónurnar Francis Urquhart og Frank Underwood í bresku og bandarísku útgáfum þáttanna House of Cards. Var það meðal annars gert í BBC, Washington Post og The Telegraph. Gove, sem hugðist styðja Boris Johnson í formannsstól, tilkynnti í fyrradag að hann byði sig sjálfur fram. Johnson væri ekki réttur leiðtogi fyrir Bretland en sá sem verður formaður flokksins tekur við forsætisráðherraembættinu af David Cameron. The Telegraph sagði Gove hafa hringt í Lynton Crosby, kosningastjóra Johnsons, og sagt honum frá ætlan sinni. Crosby og Johnson voru þá á lokametrunum við að undirbúa tilkynningu Johnsons um framboð en í kjölfarið hættu þeir við. Þá segir The Telegraph Johnson og Gove hafa átt að mynda saman svokallað draumaframboð en þeir börðust einna harðast fyrir Brexit, aðskilnaði Bretlands frá Evrópusambandinu, sem samþykktur var í þjóðaratkvæðagreiðslu í síðustu viku. Samflokksmenn Goves hafa einnig gagnrýnt hann fyrir ákvörðun hans. Anna Soubry, viðskiptaráðherra Bretlands, sagði í gær að Gove hefði hegðað sér á vítaverðan hátt. Hvatti hún þá Gove til að hætta við og leyfa flokksmönnum að fylkja sér að baki helsta mótframbjóðanda hans, innanríkisráðherranum Theresu May. Gove vísaði ásökunum hins vegar á bug í gær. Sagðist hann ekki bjóða sig fram vegna persónulegs metnaðar heldur vegna sannfæringar sinnar um hvað væri rétt fyrir Bretland. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. júlí 2016
Brexit Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira