Segir orðræðuna á Alþingi jaðra við niðurbrot pólitískrar umræðu í landinu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. júlí 2016 16:44 Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur segir Alþingi ekki jafn ánægjulegan og virðulegan vinnustað og það var áður fyrr. vísir Vigdís Hauksdóttir þingmaður Framsóknarflokksins bættist í dag í hóp ört stækkandi þingmanna sem tilkynnt hafa að þeir ætli ekki að sækjast eftir endurkjöri í næstu þingkosningum sem fara fram í haust. Alls hafa þá þrettán þingmenn gefið það út að þeir hyggist ekki bjóða sig fram í haust en á meðal þeirra eru reynslumiklir þingmenn á borð við Einar K. Guðfinnsson þingmann Sjálfstæðisflokksins, Katrínu Júlíusdóttur þingmann Samfylkingarinnar og Ögmundur Jónasson þingmaður Vinstri grænna. Þá munu nýstirni á þingi einnig hverfa á braut en Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata og Brynhildur Pétursdóttir þingmaður Bjartrar framtíðar komu ný inn á þing í kosningum vorið 2013.Minni virðing á milli þingmanna Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur segir að endurnýjun á þingi geti verið meiri á einum tíma en öðrum og oft séu það eðlilegar sveiflur. „Ég held hins vegar þó að við höfum á umliðnum árum horft upp á sífellt versnandi orðræðu á Alþingi frá því sem áður var svo jaðrar við niðurbrot pólitískrar umræðu í landinu,“ segir Eiríkur í samtali við Vísi. Hann segir virðingu alþingismanna í garð hverra annarra þvert á flokka hafa hrakað verulega frá því sem áður var. „Menn gátu þá tekist á en haldið virðingu og mjög oft góðum vinskap yfir hinar pólitísku línur. Ég held að þetta niðurbrot geri það að verkum að starfið á Alþingi sé ekki jafn ánægjulegt og áður var og að fólk upplifi það ekki endilega sem jafn ábyrgðarfullt hlutverk að verða lýðræðislega kjörinn fulltrúi frá því sem áður var,“ segir Eiríkur.Slæmur mórall geti haft þau áhrif að fólk sé tilbúnara til að fara annað Því geti það hreinlega verið að fólk vilji kjósa sér annan starfsvettvang þar sem Alþingi sé ekki sá ánægjulegi og virðulegi starfsvettvangur sem það eitt sinn var. „Þetta er stórhættulegt lýðræðinu og má ekki halda áfram. Pólaríseringin á þingi er líka orðin meiri en áður var og birtist í ýmsum smávægilegum hlutum eins og því hvernig þingmenn sitja í matsalnum. Þar sitja samherjar saman, stjórnarliðar saman og svo stjórnarandstæðingar saman,“ segir Eiríkur. Hann bætir því þó við að hann hafi auðvitað enga vissu fyrir því að í einstaka tilfellum að þetta sé ástæða hvers og eins þingmanns fyrir því að hætta. „En ég get ímyndað mér að svona slæmur mórall á vinnustað geti haft þau áhrif að fólk sé tilbúnara til að fara annað. Síðan má auðvitað bæta því við að umskipti eru í eðli sínu ekkert slæm.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Vigdís Hauksdóttir hættir á þingi Sækist ekki eftir oddvitasæti í Reykjavík á ný. 4. júlí 2016 10:19 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir þingmaður Framsóknarflokksins bættist í dag í hóp ört stækkandi þingmanna sem tilkynnt hafa að þeir ætli ekki að sækjast eftir endurkjöri í næstu þingkosningum sem fara fram í haust. Alls hafa þá þrettán þingmenn gefið það út að þeir hyggist ekki bjóða sig fram í haust en á meðal þeirra eru reynslumiklir þingmenn á borð við Einar K. Guðfinnsson þingmann Sjálfstæðisflokksins, Katrínu Júlíusdóttur þingmann Samfylkingarinnar og Ögmundur Jónasson þingmaður Vinstri grænna. Þá munu nýstirni á þingi einnig hverfa á braut en Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata og Brynhildur Pétursdóttir þingmaður Bjartrar framtíðar komu ný inn á þing í kosningum vorið 2013.Minni virðing á milli þingmanna Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur segir að endurnýjun á þingi geti verið meiri á einum tíma en öðrum og oft séu það eðlilegar sveiflur. „Ég held hins vegar þó að við höfum á umliðnum árum horft upp á sífellt versnandi orðræðu á Alþingi frá því sem áður var svo jaðrar við niðurbrot pólitískrar umræðu í landinu,“ segir Eiríkur í samtali við Vísi. Hann segir virðingu alþingismanna í garð hverra annarra þvert á flokka hafa hrakað verulega frá því sem áður var. „Menn gátu þá tekist á en haldið virðingu og mjög oft góðum vinskap yfir hinar pólitísku línur. Ég held að þetta niðurbrot geri það að verkum að starfið á Alþingi sé ekki jafn ánægjulegt og áður var og að fólk upplifi það ekki endilega sem jafn ábyrgðarfullt hlutverk að verða lýðræðislega kjörinn fulltrúi frá því sem áður var,“ segir Eiríkur.Slæmur mórall geti haft þau áhrif að fólk sé tilbúnara til að fara annað Því geti það hreinlega verið að fólk vilji kjósa sér annan starfsvettvang þar sem Alþingi sé ekki sá ánægjulegi og virðulegi starfsvettvangur sem það eitt sinn var. „Þetta er stórhættulegt lýðræðinu og má ekki halda áfram. Pólaríseringin á þingi er líka orðin meiri en áður var og birtist í ýmsum smávægilegum hlutum eins og því hvernig þingmenn sitja í matsalnum. Þar sitja samherjar saman, stjórnarliðar saman og svo stjórnarandstæðingar saman,“ segir Eiríkur. Hann bætir því þó við að hann hafi auðvitað enga vissu fyrir því að í einstaka tilfellum að þetta sé ástæða hvers og eins þingmanns fyrir því að hætta. „En ég get ímyndað mér að svona slæmur mórall á vinnustað geti haft þau áhrif að fólk sé tilbúnara til að fara annað. Síðan má auðvitað bæta því við að umskipti eru í eðli sínu ekkert slæm.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Vigdís Hauksdóttir hættir á þingi Sækist ekki eftir oddvitasæti í Reykjavík á ný. 4. júlí 2016 10:19 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira