Pólitískum metnaði fullnægt Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 5. júlí 2016 07:00 Nigel Farage var kampakátur þegar ljóst varð að Bretar hefðu samþykkt Brexit. Nordicphotos/AFP Nigel Farage tilkynnti í gær að hann myndi hætta sem formaður Sjálfstæðisflokks Bretlands (UKIP). Í viðtali við BBC sagðist Farage ætla að hætta núna þar sem pólitískum metnaði hans hafði verið fullnægt auk þess sem flokkur hans stæði vel. Vísaði hann þar til þess að Bretar kusu að skilja sig frá Evrópusambandinu í þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir tveimur vikum, svokallað Brexit. Farage hafði sjálfur barist fyrir Brexit í um tuttugu ár. „Á meðan kosningabaráttan stóð sagðist ég vilja fá landið mitt til baka. Nú vil ég fá líf mitt til baka,“ sagði Farage í gær. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem Farage segir af sér formennsku en það hefur hann gert tvisvar áður. Hann var fyrst kosinn til formennsku árið 2006 og sinnti því embætti til 2009. Hann sneri aftur fyrir þingkosningar árið 2010 og sagði af sér eftir að hafa ekki náð inn á þing árið 2015. Þrátt fyrir að hafa fengið um þrettán prósent atkvæða fékk flokkur hans aðeins eitt þingsæti af 650. Á meðan fékk Skoski þjóðarflokkurinn (SNP) 4,7 prósent atkvæða en 56 þingsæti. Farage dró þó afsögn sína til baka fljótlega í það skiptið og sneri aftur til að berjast fyrir Brexit. Farage hefur gegnt þingmennsku á Evrópuþinginu frá árinu 1999 en búist er við því að hann láti einnig af því embætti innan skamms þar sem Bretar hyggjast yfirgefa Evrópusambandið og munu því ekki eiga nein sæti á þingi þess. Skrautlegum ferli Farage í stjórnmálum virðist því vera að ljúka en hann útilokaði í gær að hann myndi snúa aftur í stjórnmál. Þó sagðist hann geta hugsað sér að sitja í samninganefnd Bretlands þegar samið verður um skilmála útgöngunnar. Enginn meðlima UKIP greip gæsina í gær og lýsti yfir formannsframboði. Þá útilokaði eini þingmaður UKIP, Douglas Carswell, formannsframboð. „Líkurnar á því eru á milli þess að vera engar og núll,“ sagði Carswell við BBC en hann setti mynd af broskalli á Twitter um leið og Farage tilkynnti um áform sín. Ósætti hefur verið á milli Farage og Carswells undanfarið vegna þess hvernig flokknum hefur verið stýrt en þeir sammæltust þó í gær um að helsta sóknarfæri flokksins lægi í því að sækja í kjósendur Verkamannaflokksins.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu Brexit Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Innlent Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Innlent Fleiri fréttir Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Sjá meira
Nigel Farage tilkynnti í gær að hann myndi hætta sem formaður Sjálfstæðisflokks Bretlands (UKIP). Í viðtali við BBC sagðist Farage ætla að hætta núna þar sem pólitískum metnaði hans hafði verið fullnægt auk þess sem flokkur hans stæði vel. Vísaði hann þar til þess að Bretar kusu að skilja sig frá Evrópusambandinu í þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir tveimur vikum, svokallað Brexit. Farage hafði sjálfur barist fyrir Brexit í um tuttugu ár. „Á meðan kosningabaráttan stóð sagðist ég vilja fá landið mitt til baka. Nú vil ég fá líf mitt til baka,“ sagði Farage í gær. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem Farage segir af sér formennsku en það hefur hann gert tvisvar áður. Hann var fyrst kosinn til formennsku árið 2006 og sinnti því embætti til 2009. Hann sneri aftur fyrir þingkosningar árið 2010 og sagði af sér eftir að hafa ekki náð inn á þing árið 2015. Þrátt fyrir að hafa fengið um þrettán prósent atkvæða fékk flokkur hans aðeins eitt þingsæti af 650. Á meðan fékk Skoski þjóðarflokkurinn (SNP) 4,7 prósent atkvæða en 56 þingsæti. Farage dró þó afsögn sína til baka fljótlega í það skiptið og sneri aftur til að berjast fyrir Brexit. Farage hefur gegnt þingmennsku á Evrópuþinginu frá árinu 1999 en búist er við því að hann láti einnig af því embætti innan skamms þar sem Bretar hyggjast yfirgefa Evrópusambandið og munu því ekki eiga nein sæti á þingi þess. Skrautlegum ferli Farage í stjórnmálum virðist því vera að ljúka en hann útilokaði í gær að hann myndi snúa aftur í stjórnmál. Þó sagðist hann geta hugsað sér að sitja í samninganefnd Bretlands þegar samið verður um skilmála útgöngunnar. Enginn meðlima UKIP greip gæsina í gær og lýsti yfir formannsframboði. Þá útilokaði eini þingmaður UKIP, Douglas Carswell, formannsframboð. „Líkurnar á því eru á milli þess að vera engar og núll,“ sagði Carswell við BBC en hann setti mynd af broskalli á Twitter um leið og Farage tilkynnti um áform sín. Ósætti hefur verið á milli Farage og Carswells undanfarið vegna þess hvernig flokknum hefur verið stýrt en þeir sammæltust þó í gær um að helsta sóknarfæri flokksins lægi í því að sækja í kjósendur Verkamannaflokksins.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu
Brexit Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Innlent Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Innlent Fleiri fréttir Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Sjá meira