Umfjöllun, viðtöl og myndir: Fram - Selfoss 0-2 | Síðasti farseðilinn í undanúrslit til Selfyssinga Árni Jóhannsson á Laugardalsvelli skrifar 5. júlí 2016 22:00 Selfyssingar fagna. vísir/hanna Selfyssingar eru komnir í undanúrslit í Borgunarbikar karla árið 2016. Þeir báru sigurorð á liði Fram á Laugardalsvelli fyrr í kvöld 0-2.Jóhanna K. Andrésdóttir, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á Laugardalsvellinum og tók meðfylgjandi myndir. Mörkin skoruðu Ivan Martinez Gutierrez úr víti og Ingiberg Ólafu Jónsson varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Leikurinn var ekki mikið fyrir augað en Selfyssingar áttu snarpari sóknir þó heimamenn höfðu verið meira með boltann. Selfoss er því komið í undanúrslit bikarkeppninnar í fyrsta sinn síðan 1969 og verða í hattinum þegar dregið verður á morgun.Afhverju vann Selfoss? Eins og segir að ofan þá var leikurinn ekki mikið fyrir augað en hann fór að mestu fram á miðjum vellinum þar sem sendingar á seinasta þriðjungi vallarins gengu hjá hvorugu liði í flest skipti. Selfyssingar voru agaðri í varnarleik sínum og nýttu tvö af mjög fáum færum sem litu dagsins ljós. Oft er betra að vera heppinn en góður og í seinna marki leiksins var heppnin með Selfyssingum þar sem Framarar skoruðu sjálfsmark. Engin leikmaður gestanna ógnaði varnarmanninum að ráði en hreinsun hans með höfðinu endaði í markinu. Þegar forskotið er ekki nema eitt mark þá er alltaf möguleiki á að hitt liðið jafni en þetta annað mark Selfyssinga gerði það að verkum að þeir þurftu ekki að óttast að Fram myndi jafna.Hvað gekk vel?Varnarleikur gestanna frá Selfossi gekk vel í dag, þeir voru þéttir fyrir og mjög agaðir í vörninnni. Þeir hleyptu Fram mjög sjaldan nálægt markinu og þau fáu færi sem Fram fékk þurfti markvörður Selfoss ekki að takast á við en einungis tvö skot af fimm hjá Fram fóru á rammann.Hvað gekk illa?Það verður að segjast að sóknarleikur beggja liða hafi gengið illa en hann var verri hjá Fram. Þeir virtust ekki tilbúnir í þennan leik og var leikur þeirra virkilega ómarkviss. Það gætti taktleysi hjá leikmönnum heimamanna en allt of oft þá fóru sendingar út um þúfur og leikmenn lásu ekki félaga sína rétt og þar af leiðandi fóru flestar sóknaraðgerðir þeirra út um þúfur. Selfyssingum gekk mun betur að skapa sóknir og náðu þeir að nýta tvær þeirra en áherslan var á varnarleik að því er virtist hjá þeim í dag.Hvað gerist næst?Framarar geta farið að einbeita sér að því að komast nær toppbaráttunni í Inkasso-deildinni á með Selfyssingar geta látið sig hlakka til þess að leika í undanúrslitum Borgunarbikarsins. Selfoss mun dragast á móti úrvalsdeildarliði og hljóta þeir að vonast eftir heimaleik til að fylla völlinn sinn og skapa skemmtilega stemmningu. Þetta er það lengsta sem Selfoss hefur komist í bikarkeppni karla en nú er tækifæri fyrir karlana að herma eftir kvennaliði Selfoss sem tvö ár í röð hefur farið í úrslit bikarsins á Laugardalsvelli.Ásmundur: Vantaði hungur, baráttu og vinnusemi Þjálfari Fram var sjáanlega ekki skemmt yfir frammistöðu sinna manna í kvöld þegar liðið tapaði fyrir Selfoss í 8-liða úrslitum Borgunarbikarsins „Það er ýmislegt sem hefði mátt fara betur í dag hjá mínum mönnum. Við spilum þennan leik, í fyrsta lagi, engan vegin nógu vel og það vantaði upp á hungrið, baráttu og vinnusemi. Þetta var leikur þar sem var fátt um opin færi, þeir náðu ekki að opna okkur oft en þar sem við vorum ekki alveg upp á tánum þá færum við þeim ódýrt víti og sjálfsmark sem skilur liðin að í kvöld.“ „Afhverju við erum ekki á tánum? Þetta er leikur þar sem undanúrslit eru í boði og ég skil ekki að menn séu að leggja allt sitt í þetta og ætla ég þeim ekki annað en að þeir hafi ætlað að leggja sig alla fram í verkefnið. „Það virkaði ekki í dag og það er eitthvað sem við þurfum að fara yfir“, sagði Ásmundur þegar hann var spurður hvort hann hefði skýringu á andleysi sinna manna. Um áhrifin inn í deildarkeppnina sagði Ásmundur að lokum: „Þessi leikur á ekki að hafa áhrif inn í deildina, þetta er önnur keppni, þar sem við töpuðum í dag þá getum við einbeitt okkur betur að hinni keppninni. Við höfum bara um eina keppni að hugsa en við þurfum að rífa okkur í gang þar, við töpuðum seinasta leik og nú höfum við tapað tveimur leikjum í röð en áður höfðum við ekki tapað í 9 leikjum í röð. Staðan er ekki nógu góð á okkur núna en við þurfum að þjappa raðirnar og komast á skrið aftur.“Gunnar Rafn: Fáum vonandi heimaleik og fyllum stúkuna „Agi, skipulag og gæði“, var svar þjálfara Selfyssinga þegar hann var spurður út í hvað hefði skapað sigur hans manna á Laugardalsvellinum í kvöld. Leikurinn var ekki mikið fyrir augað en hann var spurður út í planið fyrir leik. „Það er náttúrulega alltaf dagsplanið að nýta þau færi sem skapast en ég held að leikurinn hafi verið mjög jafn enda áþekk lið. Bæði lið eru að spila góðan varnarleik en það er kannski ekki mikið fyrir augað en við héldum oft boltanum vel en þetta var stöðubarátta og vorum við ofan í þeirri baráttu.“ Þetta er í fyrsta sinn sem Selfoss kemst í undanúrslit bikarsins síðan 1969 og var Gunnar spurður út í það hvaða áhrif þetta hefði á stemmninguna á Selfossi. „Ég ætla vona að bæjarbúum finnist þetta skemmtilegt og vonandi náum við að færa þetta inn í deildina í baráttunni þar. Vonandi fáum við heimaleik í undanúrslitum og fyllum völlinn þannig. Ég hef enga óskamótherja enda bara góð lið eftir og væri það frábært að fá eitthvert þeirra í heimsókn.“VísirStrákarnir hans Ásmundar eru úr leik.vísir/hannavísir/hannaGunnar Rafn kann vel við sig í bikarnum.vísir/hanna Pepsi Max-deild karla Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Fleiri fréttir Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Sjá meira
Selfyssingar eru komnir í undanúrslit í Borgunarbikar karla árið 2016. Þeir báru sigurorð á liði Fram á Laugardalsvelli fyrr í kvöld 0-2.Jóhanna K. Andrésdóttir, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á Laugardalsvellinum og tók meðfylgjandi myndir. Mörkin skoruðu Ivan Martinez Gutierrez úr víti og Ingiberg Ólafu Jónsson varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Leikurinn var ekki mikið fyrir augað en Selfyssingar áttu snarpari sóknir þó heimamenn höfðu verið meira með boltann. Selfoss er því komið í undanúrslit bikarkeppninnar í fyrsta sinn síðan 1969 og verða í hattinum þegar dregið verður á morgun.Afhverju vann Selfoss? Eins og segir að ofan þá var leikurinn ekki mikið fyrir augað en hann fór að mestu fram á miðjum vellinum þar sem sendingar á seinasta þriðjungi vallarins gengu hjá hvorugu liði í flest skipti. Selfyssingar voru agaðri í varnarleik sínum og nýttu tvö af mjög fáum færum sem litu dagsins ljós. Oft er betra að vera heppinn en góður og í seinna marki leiksins var heppnin með Selfyssingum þar sem Framarar skoruðu sjálfsmark. Engin leikmaður gestanna ógnaði varnarmanninum að ráði en hreinsun hans með höfðinu endaði í markinu. Þegar forskotið er ekki nema eitt mark þá er alltaf möguleiki á að hitt liðið jafni en þetta annað mark Selfyssinga gerði það að verkum að þeir þurftu ekki að óttast að Fram myndi jafna.Hvað gekk vel?Varnarleikur gestanna frá Selfossi gekk vel í dag, þeir voru þéttir fyrir og mjög agaðir í vörninnni. Þeir hleyptu Fram mjög sjaldan nálægt markinu og þau fáu færi sem Fram fékk þurfti markvörður Selfoss ekki að takast á við en einungis tvö skot af fimm hjá Fram fóru á rammann.Hvað gekk illa?Það verður að segjast að sóknarleikur beggja liða hafi gengið illa en hann var verri hjá Fram. Þeir virtust ekki tilbúnir í þennan leik og var leikur þeirra virkilega ómarkviss. Það gætti taktleysi hjá leikmönnum heimamanna en allt of oft þá fóru sendingar út um þúfur og leikmenn lásu ekki félaga sína rétt og þar af leiðandi fóru flestar sóknaraðgerðir þeirra út um þúfur. Selfyssingum gekk mun betur að skapa sóknir og náðu þeir að nýta tvær þeirra en áherslan var á varnarleik að því er virtist hjá þeim í dag.Hvað gerist næst?Framarar geta farið að einbeita sér að því að komast nær toppbaráttunni í Inkasso-deildinni á með Selfyssingar geta látið sig hlakka til þess að leika í undanúrslitum Borgunarbikarsins. Selfoss mun dragast á móti úrvalsdeildarliði og hljóta þeir að vonast eftir heimaleik til að fylla völlinn sinn og skapa skemmtilega stemmningu. Þetta er það lengsta sem Selfoss hefur komist í bikarkeppni karla en nú er tækifæri fyrir karlana að herma eftir kvennaliði Selfoss sem tvö ár í röð hefur farið í úrslit bikarsins á Laugardalsvelli.Ásmundur: Vantaði hungur, baráttu og vinnusemi Þjálfari Fram var sjáanlega ekki skemmt yfir frammistöðu sinna manna í kvöld þegar liðið tapaði fyrir Selfoss í 8-liða úrslitum Borgunarbikarsins „Það er ýmislegt sem hefði mátt fara betur í dag hjá mínum mönnum. Við spilum þennan leik, í fyrsta lagi, engan vegin nógu vel og það vantaði upp á hungrið, baráttu og vinnusemi. Þetta var leikur þar sem var fátt um opin færi, þeir náðu ekki að opna okkur oft en þar sem við vorum ekki alveg upp á tánum þá færum við þeim ódýrt víti og sjálfsmark sem skilur liðin að í kvöld.“ „Afhverju við erum ekki á tánum? Þetta er leikur þar sem undanúrslit eru í boði og ég skil ekki að menn séu að leggja allt sitt í þetta og ætla ég þeim ekki annað en að þeir hafi ætlað að leggja sig alla fram í verkefnið. „Það virkaði ekki í dag og það er eitthvað sem við þurfum að fara yfir“, sagði Ásmundur þegar hann var spurður hvort hann hefði skýringu á andleysi sinna manna. Um áhrifin inn í deildarkeppnina sagði Ásmundur að lokum: „Þessi leikur á ekki að hafa áhrif inn í deildina, þetta er önnur keppni, þar sem við töpuðum í dag þá getum við einbeitt okkur betur að hinni keppninni. Við höfum bara um eina keppni að hugsa en við þurfum að rífa okkur í gang þar, við töpuðum seinasta leik og nú höfum við tapað tveimur leikjum í röð en áður höfðum við ekki tapað í 9 leikjum í röð. Staðan er ekki nógu góð á okkur núna en við þurfum að þjappa raðirnar og komast á skrið aftur.“Gunnar Rafn: Fáum vonandi heimaleik og fyllum stúkuna „Agi, skipulag og gæði“, var svar þjálfara Selfyssinga þegar hann var spurður út í hvað hefði skapað sigur hans manna á Laugardalsvellinum í kvöld. Leikurinn var ekki mikið fyrir augað en hann var spurður út í planið fyrir leik. „Það er náttúrulega alltaf dagsplanið að nýta þau færi sem skapast en ég held að leikurinn hafi verið mjög jafn enda áþekk lið. Bæði lið eru að spila góðan varnarleik en það er kannski ekki mikið fyrir augað en við héldum oft boltanum vel en þetta var stöðubarátta og vorum við ofan í þeirri baráttu.“ Þetta er í fyrsta sinn sem Selfoss kemst í undanúrslit bikarsins síðan 1969 og var Gunnar spurður út í það hvaða áhrif þetta hefði á stemmninguna á Selfossi. „Ég ætla vona að bæjarbúum finnist þetta skemmtilegt og vonandi náum við að færa þetta inn í deildina í baráttunni þar. Vonandi fáum við heimaleik í undanúrslitum og fyllum völlinn þannig. Ég hef enga óskamótherja enda bara góð lið eftir og væri það frábært að fá eitthvert þeirra í heimsókn.“VísirStrákarnir hans Ásmundar eru úr leik.vísir/hannavísir/hannaGunnar Rafn kann vel við sig í bikarnum.vísir/hanna
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Fleiri fréttir Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Sjá meira