Peugeot 3008 orðinn alvöru jepplingur Finnur Thorlacius skrifar 6. júlí 2016 09:42 Peugeot 3008 af nýrri kynslóð er gerbreyttur bíll. Nýr og gerbreyttur Peugeot 3008 er nú orðinn að alvöru jepplingi sem glímt getur við erfiða færð og eru nú 22 sentimetrar undir lægsta punkt hans. Hann er auk þess kominn með nýjan undirvagn, hefur lést um 100 kíló milli kynslóða, en er samt 8 sentimetrum lengri. Bíllinn fellur í flokkinn C-segment crossover. Þetta er önnur kynslóð bílsins og segja má að nýtt útlit hans hafi fyrst verið kynnt á bílasýningunni í París árið 2014 með tilraunabílnum Quartz og hefur 3008 erft margt frá þeim bíl. Bíllinn er nú mun meira fyrir augað og ekki veitir af vegna þeirrar miklu samkeppni sem í þessum bílaflokki er. Þar er að finna bíla eins og Kia Sportage, Hyundai Tucson, Nissan Qashqai, Volkswagen Tiguan, Renault Kadjar og Seat Ateca. Fjarlægð milli öxla hefur aukist um 6,2 cm og bætt aksturshæfni bílsins. Hann er nú miklu rúmari og með meira fótarými afturí og skottrými hefur aukist um 90 lítra og er 520 lítrar og 1.580 lítrar ef aftursætin eru niðri. Upplýsingaskjár bílsins er 12,3 tommur og gríðargott hljóðkerfi er í bílnum með 10 hátölurum, subwoofer og alls 515 wött. Vélarframboðið er mikið en alls má velja um 9 gerðir véla í bílinn, bensín- og dísilvélar allt frá 100 til 180 hestöfl. Peugeot mun kynna þessa nýju gerð 3008 á bílasýningunni í París í haust og strax í kjölfarið verður hann kominn á markað. Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent
Nýr og gerbreyttur Peugeot 3008 er nú orðinn að alvöru jepplingi sem glímt getur við erfiða færð og eru nú 22 sentimetrar undir lægsta punkt hans. Hann er auk þess kominn með nýjan undirvagn, hefur lést um 100 kíló milli kynslóða, en er samt 8 sentimetrum lengri. Bíllinn fellur í flokkinn C-segment crossover. Þetta er önnur kynslóð bílsins og segja má að nýtt útlit hans hafi fyrst verið kynnt á bílasýningunni í París árið 2014 með tilraunabílnum Quartz og hefur 3008 erft margt frá þeim bíl. Bíllinn er nú mun meira fyrir augað og ekki veitir af vegna þeirrar miklu samkeppni sem í þessum bílaflokki er. Þar er að finna bíla eins og Kia Sportage, Hyundai Tucson, Nissan Qashqai, Volkswagen Tiguan, Renault Kadjar og Seat Ateca. Fjarlægð milli öxla hefur aukist um 6,2 cm og bætt aksturshæfni bílsins. Hann er nú miklu rúmari og með meira fótarými afturí og skottrými hefur aukist um 90 lítra og er 520 lítrar og 1.580 lítrar ef aftursætin eru niðri. Upplýsingaskjár bílsins er 12,3 tommur og gríðargott hljóðkerfi er í bílnum með 10 hátölurum, subwoofer og alls 515 wött. Vélarframboðið er mikið en alls má velja um 9 gerðir véla í bílinn, bensín- og dísilvélar allt frá 100 til 180 hestöfl. Peugeot mun kynna þessa nýju gerð 3008 á bílasýningunni í París í haust og strax í kjölfarið verður hann kominn á markað.
Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent