Annað slys Tesla bíls með sjálfstýringu Finnur Thorlacius skrifar 7. júlí 2016 10:20 Tesla Model X. Þann 1. júlí varð dauðaslys í Bandaríkjunum er eigandi Tesla Model S bíls var með sjálfstýringuna á og var það fyrsta dauðaslys sem vitað er um þar sem sjálfstýring bílsins var á. Nú hefur annað slys hent í Tesla bíl með sjálfstýringuna við völd, í þetta skiptið í Tesla Model X bíl. Enginn lést í slysinu sem átti sér stað í Pennsilvania ríki í Bandaríkjunum. Tesla Model X bíllinn ók á vegrið og hentist við það yfir á öfugan vegarhelming og þaðan á steypt vegrið, valt og endaði á þakinu. Þeir tveir sem voru í bílnum sluppu að mestu ómeiddir. Rannsókn er hafin á því hvort rétt hafi verið greint frá hjá eigandi bílsins að sjálfstýring hans hafi verið við stjórnvölinn og ekki eru enn nægar sannanir til að fullyrða að svo hafi verið, en eigandinn fullyrðir þó að þannig hafi verið í pottinn búið. Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent
Þann 1. júlí varð dauðaslys í Bandaríkjunum er eigandi Tesla Model S bíls var með sjálfstýringuna á og var það fyrsta dauðaslys sem vitað er um þar sem sjálfstýring bílsins var á. Nú hefur annað slys hent í Tesla bíl með sjálfstýringuna við völd, í þetta skiptið í Tesla Model X bíl. Enginn lést í slysinu sem átti sér stað í Pennsilvania ríki í Bandaríkjunum. Tesla Model X bíllinn ók á vegrið og hentist við það yfir á öfugan vegarhelming og þaðan á steypt vegrið, valt og endaði á þakinu. Þeir tveir sem voru í bílnum sluppu að mestu ómeiddir. Rannsókn er hafin á því hvort rétt hafi verið greint frá hjá eigandi bílsins að sjálfstýring hans hafi verið við stjórnvölinn og ekki eru enn nægar sannanir til að fullyrða að svo hafi verið, en eigandinn fullyrðir þó að þannig hafi verið í pottinn búið.
Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent