Körfubolti

Ferli Larry Brown hugsanlega lokið

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Larry í leik með SMU.
Larry í leik með SMU. vísir/getty
Körfuboltaþjálfarinn Larry Brown er að hætta hjá SMU-háskólanum og margir spá því að þjálfaraferli hans sé nú lokið.

Brown vildi ekki tjá sig við fjölmiðla í gær um af hverju hann væri að hætta hjá skólanum. Það er þegar búið að ráða arftaka Brown hjá skólanum.

Hinn 75 ára gamli Brown snéri aftur í háskólaboltann fyrir fjórum árum síðan. NCAA rannsakaði reksturinn á körfuboltaliði skólans í fyrra þar sem þótti vera maðkur í mysunni. Hvort það mál tengist brotthvarfi Brown er ekki hægt að fullyrða um að þessari stundu.

Brown gerði flotta hluti með liðið sem vann 25 leiki í fyrra og tapaði 5. SMU varð síðasti skólinn til að tapa leik í Bandaríkjunum í fyrra og unnu fyrstu 18 leiki sína.

Ferill Brown er glæsilegur. Hann gerði Kansas að háskólameisturum árið 1988 og fór svo í NBA-deildina. Þar þjálfaði hann Denver, New Jersey, San Antonio, LA Clippers, Indiana Pacers, Philadelphia, Detroit, NY Knicks og Charlotte.

Hann varð NBA-meistari með Detroit árið 2004 og var valinn besti þjálfari deildarinnar árið 2001. Hann þjálfaði einnig landslið Bandaríkjanna á ÓL árin 2000 og 2004.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×