Sumardeildin í Vegas farin af stað | Myndbönd Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 9. júlí 2016 21:00 Brandon Ingram lofar góðu vísir/ap Forkeppni sumardeildar NBA í Las Vegas hófst í nótt þar sem nýliðar og aðrar vonarstjörnur sýna hvað í þeim býr í fyrsta sinn á NBA sviðinu. Nú um helgina keppa liðin í forkeppni en aðalkeppnin hefst í næstu viku og er liðunum raðað í styrktarröð eftir gengi þeirra um helgina. Í sumardeildinni leika oftast leikmenn sem eru á fyrsta eða öðru ári sínu í deildinni auk fjölda leikmanna sem eru að reyna að komast í deildina. Þó er einn leikmaður með átta ára reynslu í deildinni að leika með Houston Rockets.Michael Beasley skoraði 7 stig á rúmlega 20 mínútum og tók 9 fráköst fyrir Rockets sem tapaði 83-78 fyrir Atlanta Hawks.Brandon Ingram sem Los Angeles Lakers valdi annan í nýliðavalinu í byrjun sumars þótti sýna lipra takta er Lakers rúllaði yfir New Orleans Pelicans 85-65. Ingram skoraði 12 stig, tók 4 fráköst og varði 2 skot. Leikstjórnandinn D'Angelo Russel sem Lakers valdi annan fyrir ári síðan fór fyrir liðinu með 20 stig, 11 fráköst og 6 stoðsendingar.Buddy Hield sem Pelicans völdu með sjötta valréttinum í nýliðavalinu átti erfitt uppdráttar en hann var af mörgum talinn besti leikmaður háskólakörfuboltans síðasta vetur. Hield skoraði 13 stig en hitti aðeins úr 5 af 20 skotum sínum og þar af 1 af 8 fyrir utan þriggja stiga línuna. Ástralski framherjinn Thon Maker sem Milwaukee Bucks valdi tíundan í nýliðavalinu átti góðan leik þegar Bucks lagði Cleveland Cavaliers 81-75. Maker skoraði 15 stig og tók 13 fráköst. Nýliðarnir hjá Sacramento Kings, Skal Labissiére og Malachi Richardsson, heilluðu engan þegar Kings steinlá gegn Toronto Raptors 88-47. Minnesota Timberwolves valdi leikstjórnandann Kris Dunn með fimmta valréttinum í nýliðavalinu og stal Dunn senunni í nótt þó lið hans hafi tapað 88-82 gegn skemmtilegu liði Denver Nuggets. Dunn skoraði 27 stig, tók 5 fráköst og stal 3 boltum. Hann háði skemmtilega baráttu við annars sárs leikstjórnanda Nuggets, Emmanuel Mudiay sem skoraði 23 stig.Einvígi Kris Dunn og Emmanuel Mudiay: Brandon Ingram: NBA Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Fleiri fréttir Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Sjá meira
Forkeppni sumardeildar NBA í Las Vegas hófst í nótt þar sem nýliðar og aðrar vonarstjörnur sýna hvað í þeim býr í fyrsta sinn á NBA sviðinu. Nú um helgina keppa liðin í forkeppni en aðalkeppnin hefst í næstu viku og er liðunum raðað í styrktarröð eftir gengi þeirra um helgina. Í sumardeildinni leika oftast leikmenn sem eru á fyrsta eða öðru ári sínu í deildinni auk fjölda leikmanna sem eru að reyna að komast í deildina. Þó er einn leikmaður með átta ára reynslu í deildinni að leika með Houston Rockets.Michael Beasley skoraði 7 stig á rúmlega 20 mínútum og tók 9 fráköst fyrir Rockets sem tapaði 83-78 fyrir Atlanta Hawks.Brandon Ingram sem Los Angeles Lakers valdi annan í nýliðavalinu í byrjun sumars þótti sýna lipra takta er Lakers rúllaði yfir New Orleans Pelicans 85-65. Ingram skoraði 12 stig, tók 4 fráköst og varði 2 skot. Leikstjórnandinn D'Angelo Russel sem Lakers valdi annan fyrir ári síðan fór fyrir liðinu með 20 stig, 11 fráköst og 6 stoðsendingar.Buddy Hield sem Pelicans völdu með sjötta valréttinum í nýliðavalinu átti erfitt uppdráttar en hann var af mörgum talinn besti leikmaður háskólakörfuboltans síðasta vetur. Hield skoraði 13 stig en hitti aðeins úr 5 af 20 skotum sínum og þar af 1 af 8 fyrir utan þriggja stiga línuna. Ástralski framherjinn Thon Maker sem Milwaukee Bucks valdi tíundan í nýliðavalinu átti góðan leik þegar Bucks lagði Cleveland Cavaliers 81-75. Maker skoraði 15 stig og tók 13 fráköst. Nýliðarnir hjá Sacramento Kings, Skal Labissiére og Malachi Richardsson, heilluðu engan þegar Kings steinlá gegn Toronto Raptors 88-47. Minnesota Timberwolves valdi leikstjórnandann Kris Dunn með fimmta valréttinum í nýliðavalinu og stal Dunn senunni í nótt þó lið hans hafi tapað 88-82 gegn skemmtilegu liði Denver Nuggets. Dunn skoraði 27 stig, tók 5 fráköst og stal 3 boltum. Hann háði skemmtilega baráttu við annars sárs leikstjórnanda Nuggets, Emmanuel Mudiay sem skoraði 23 stig.Einvígi Kris Dunn og Emmanuel Mudiay: Brandon Ingram:
NBA Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Fleiri fréttir Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Sjá meira