Tveir danskir leikmenn ganga til liðs við Val í félagsskiptaglugganum í júlí. Áður hafði verið greint frá því að hægri bakvörðurinn Andreas Albech komi frá Skive og að auki fær Valur miðjumanninn Kristian Gaarde frá Velje.
Frá þessu er fyrst greint á mbl.is.
Fyrir hjá Val eru þrír danskir leikmenn, þeir Rasmus Christiansen, Rolf Toft og Nikolaj Hansen og verða því alls fimm Danir á mála hjá Hlíðarendafélaginu í sumar að því gefnu að liðið fái ekki fleiri til sín.
Ekki hefur gengið eins vel hjá Val í upphafi leiktíðar og vonast var til á Hlíðarenda en liðið er í 7. sæti eftir níu umferðir, níu stigum á eftir toppliði FH.
Fimmti Daninn á leið til Vals
Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar

Mest lesið

„Þetta félag mun aldrei deyja“
Enski boltinn

„Við erum of mistækir“
Handbolti

Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér
Enski boltinn


LeBron frá í vikur frekar en daga
Körfubolti

„Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“
Íslenski boltinn


Danski dómarinn aftur á börum af velli
Handbolti

