Tólfunni tryggðir miðar á leik Íslands og Frakklands: „Við erum í skýjunum“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. júní 2016 08:50 Stuðningsmenn íslenska landsliðsins hafa heldur betur stutt við bakið á okkar mönnum. Vísir/EPA 22 meðlimum Tólfunnar, stuðningssveit íslenska landsliðsins í fótbolta, hafa verið tryggðir miðar á leik Íslands og Frakklands í 8-liða úrslitum EM í Frakklandi sem fram fer á sunnudag. Búið var að tryggja flugsæti fyrir þessa 22 en ekki voru allir komnir með miða á leikinn. Er það nú frágengið. „Við fengum þessar fréttir í gærkvöldi og við erum í skýjunum,“ segir Kristinn Hallur Jónsson meðlimur Tólfunnar. „Við vissum eiginlega ekki hvaðan á okkur stóð veðrið í gær. Síminn stoppaði hreinlega ekki.“ Í gærmorgun leit nefnilega út fyrir að enginn Tólfumanna yrði á leiknum en fyrirtæki voru fljót að bregðast við. 23 auglýsingastofa tók af skarið í gær og lagði til tíu flugsæti í sérstakri flugvél sem leigð var til þess að ferja landsmenn á leikinn og flugfélagið WOW air fylgdi í kjölfarið og bauð tólf sæti í vél sem var bætt við í gær.Sjá einnig: Tólfan verður á Frakklandsleiknum: „Þessi dagur hefur verið algjör sturlun“Stuðningsmenn Íslands hafa verið frábærir á EM.vísir/vilhelmFyrirtækin Epli og Eimskip kaupa miðana fyrir stuðningsmannaklúbbinn en Bjarni Ákason hjá Epli segir mikilvægt að tólfti maður landsliðsins verði á leiknum. „Það hefur sýnt sig á undanförnum leikjum að stuðningurinn er liðinu afar mikilvægur. Því var ekki annað hægt en að aðstoða við að tryggja þessum frábæru stuðningsmönnum miða. Þeir mæta með gleðina að vopni og brýna okkur fyrir slaginn gegn Frökkum.“ Í gær voru tíu Tólfumenn komnir með miða á leikinn en nú er búið að tryggja þeim 22 sem fara miða á leikinn. Joe Fraga, sem starfað hefur að uppgangi knattspyrnu í Bandaríkjunum og er mikill áhugamaður um íslenska knattspyrnu, og Björn Steinbekk, eigandi Sónar Reykjavík, höfðu milligöngu um kaup miðanna en þeir hafa aðstoðað Íslendinga við að fá miða á leiki Íslands í Frakklandi.Sjá einnig: Víkingadrunur Íslendinga bárust frá Skotlandi með viðkomu í GarðabæÓlafur Hand hjá Eimskip segir að nauðsynlegt sé að hafa Tólfuna á vellinum þegar spilað verði við heimamenn Frakka. „Árangur íslenska liðsins er undraverður og ber hróður landsins um allan heim. Þá hafa fjölmargir stuðningsmenn landlðsins vakið heimsathygli og Tólfan slegið tóninn. Á þessari stundu er mikilvægt að liðið fái allan þann stuðning sem það getur fengið úr stúkunni. Að spila á móti heimaliðinu er erfitt og því verður krafturinn sem fylgir Tólfunni að njóta sín á vellinum.“ Árangur íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu sem leikur nú í 8 liða úrslitum á Evrópumótinu í Frakklandi er nú þegar orðinn einstakur og hefur stuðningur við liðið, undir forystu Tólfunnar, vakið hrifningu um allan heim. EM 2016 í Frakklandi Fréttir af flugi Tengdar fréttir Víkingadrunur Íslendinga bárust frá Skotlandi með viðkomu í Garðabæ Margir hafa velt fyrir sér uppruna söngs íslensku stuðningsmannanna á EM sem hefur meðal annars verið kallaður stríðsöskur í erlendum fjölmiðlum en upphafið hér á landi má rekja til Silfurskeiðarinnar, stuðningsmannasveitar Stjörnunnar. 28. júní 2016 14:37 Tólfan verður á Frakklandsleiknum: „Þessi dagur hefur verið algjör sturlun“ Í morgun leit út fyrir að enginn Tólfumanna kæmist á leik Íslands gegn Frakklandi á sunnudag en skjótt skipast veður í lofti. 29. júní 2016 19:03 Sonur fyrirliðans sprengir krúttskalann: Klappaði með pabba sínum sem leiddi víkingaópin Hinn eins og hálfs árs gamli sonur Arons Einars fylgdist með pabba sínum í sjónvarpinu leiða stríðssöng bláa hafsins. 29. júní 2016 22:03 Hækkun flugverðs innan marka 30. júní 2016 07:00 Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
22 meðlimum Tólfunnar, stuðningssveit íslenska landsliðsins í fótbolta, hafa verið tryggðir miðar á leik Íslands og Frakklands í 8-liða úrslitum EM í Frakklandi sem fram fer á sunnudag. Búið var að tryggja flugsæti fyrir þessa 22 en ekki voru allir komnir með miða á leikinn. Er það nú frágengið. „Við fengum þessar fréttir í gærkvöldi og við erum í skýjunum,“ segir Kristinn Hallur Jónsson meðlimur Tólfunnar. „Við vissum eiginlega ekki hvaðan á okkur stóð veðrið í gær. Síminn stoppaði hreinlega ekki.“ Í gærmorgun leit nefnilega út fyrir að enginn Tólfumanna yrði á leiknum en fyrirtæki voru fljót að bregðast við. 23 auglýsingastofa tók af skarið í gær og lagði til tíu flugsæti í sérstakri flugvél sem leigð var til þess að ferja landsmenn á leikinn og flugfélagið WOW air fylgdi í kjölfarið og bauð tólf sæti í vél sem var bætt við í gær.Sjá einnig: Tólfan verður á Frakklandsleiknum: „Þessi dagur hefur verið algjör sturlun“Stuðningsmenn Íslands hafa verið frábærir á EM.vísir/vilhelmFyrirtækin Epli og Eimskip kaupa miðana fyrir stuðningsmannaklúbbinn en Bjarni Ákason hjá Epli segir mikilvægt að tólfti maður landsliðsins verði á leiknum. „Það hefur sýnt sig á undanförnum leikjum að stuðningurinn er liðinu afar mikilvægur. Því var ekki annað hægt en að aðstoða við að tryggja þessum frábæru stuðningsmönnum miða. Þeir mæta með gleðina að vopni og brýna okkur fyrir slaginn gegn Frökkum.“ Í gær voru tíu Tólfumenn komnir með miða á leikinn en nú er búið að tryggja þeim 22 sem fara miða á leikinn. Joe Fraga, sem starfað hefur að uppgangi knattspyrnu í Bandaríkjunum og er mikill áhugamaður um íslenska knattspyrnu, og Björn Steinbekk, eigandi Sónar Reykjavík, höfðu milligöngu um kaup miðanna en þeir hafa aðstoðað Íslendinga við að fá miða á leiki Íslands í Frakklandi.Sjá einnig: Víkingadrunur Íslendinga bárust frá Skotlandi með viðkomu í GarðabæÓlafur Hand hjá Eimskip segir að nauðsynlegt sé að hafa Tólfuna á vellinum þegar spilað verði við heimamenn Frakka. „Árangur íslenska liðsins er undraverður og ber hróður landsins um allan heim. Þá hafa fjölmargir stuðningsmenn landlðsins vakið heimsathygli og Tólfan slegið tóninn. Á þessari stundu er mikilvægt að liðið fái allan þann stuðning sem það getur fengið úr stúkunni. Að spila á móti heimaliðinu er erfitt og því verður krafturinn sem fylgir Tólfunni að njóta sín á vellinum.“ Árangur íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu sem leikur nú í 8 liða úrslitum á Evrópumótinu í Frakklandi er nú þegar orðinn einstakur og hefur stuðningur við liðið, undir forystu Tólfunnar, vakið hrifningu um allan heim.
EM 2016 í Frakklandi Fréttir af flugi Tengdar fréttir Víkingadrunur Íslendinga bárust frá Skotlandi með viðkomu í Garðabæ Margir hafa velt fyrir sér uppruna söngs íslensku stuðningsmannanna á EM sem hefur meðal annars verið kallaður stríðsöskur í erlendum fjölmiðlum en upphafið hér á landi má rekja til Silfurskeiðarinnar, stuðningsmannasveitar Stjörnunnar. 28. júní 2016 14:37 Tólfan verður á Frakklandsleiknum: „Þessi dagur hefur verið algjör sturlun“ Í morgun leit út fyrir að enginn Tólfumanna kæmist á leik Íslands gegn Frakklandi á sunnudag en skjótt skipast veður í lofti. 29. júní 2016 19:03 Sonur fyrirliðans sprengir krúttskalann: Klappaði með pabba sínum sem leiddi víkingaópin Hinn eins og hálfs árs gamli sonur Arons Einars fylgdist með pabba sínum í sjónvarpinu leiða stríðssöng bláa hafsins. 29. júní 2016 22:03 Hækkun flugverðs innan marka 30. júní 2016 07:00 Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Víkingadrunur Íslendinga bárust frá Skotlandi með viðkomu í Garðabæ Margir hafa velt fyrir sér uppruna söngs íslensku stuðningsmannanna á EM sem hefur meðal annars verið kallaður stríðsöskur í erlendum fjölmiðlum en upphafið hér á landi má rekja til Silfurskeiðarinnar, stuðningsmannasveitar Stjörnunnar. 28. júní 2016 14:37
Tólfan verður á Frakklandsleiknum: „Þessi dagur hefur verið algjör sturlun“ Í morgun leit út fyrir að enginn Tólfumanna kæmist á leik Íslands gegn Frakklandi á sunnudag en skjótt skipast veður í lofti. 29. júní 2016 19:03
Sonur fyrirliðans sprengir krúttskalann: Klappaði með pabba sínum sem leiddi víkingaópin Hinn eins og hálfs árs gamli sonur Arons Einars fylgdist með pabba sínum í sjónvarpinu leiða stríðssöng bláa hafsins. 29. júní 2016 22:03