Niall McGinn, framherji Aberdeen og norður-írska landsliðsins, fær ekki mikið sumarfrí en hann er nýkominn heim frá Evrópumótinu í Frakklandi.
Niall McGinn og félagar hans í norður-írska landsliðinu duttu út úr sextán liða úrslitum á laugardaginn var en fyrsti leikur nýs tímabils hjá skoska liðinu Aberdeen er í kvöld.
Derek McInnes, knattspyrnustjóri Aberdeen, hefur ýjað að því að Niall McGinn komi við sögu þegar Aberdeen mætir Fola Esch frá Lúxemborg í forkeppni Evrópudeildarinnar.
Niall McGinn er 28 ára gamall og hefur verið hjá Aberdeen frá árinu 2012.
Spili Niall McGinn leikinn á móti Fola Esch þá myndi það þýða það að 2016-17 tímabilið hjá honum færi af stað aðeins fimm dögum eftir að 2015-16 tímabilinu hans lauk.
Niall McGinn kemur reyndar ekki útkeyrður eftir Evrópumótið því hann spilaði aðeins í 38 mínútur á EM. McGinn kom inn á sem varamaður í þremur síðustu leikjunum og náði að skora í 2-0 sigrinum á Úkraínu.
Niall McGinn er mikilvægur fyrir Aberdeen-liðið er hann var með 12 mörk og 15 stoðsendingar í 44 leikjum í öllum keppnum á síðasta tímabili.
Hann hefur líka skilað sínu í forkeppni Evrópudeildarinnar undanfarin tvö ár en kappinn var með 4 mörk og 4 stoðsendingar í 12 leikjum í forkeppninni tímabilin 2014-15 og 2015-16.
Komist Aberdeen áfram í 2. umferð forkeppninnar mætir liðið sigurvegaranum úr leikjum Ventspils frá Lettland og Víkingi úr Götu frá Færeyjum.
Nýkominn heim frá EM í Frakklandi en fær ekki mikið frí
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið





Svona var blaðamannafundur Snorra
Handbolti

Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá
Körfubolti



Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá
Enski boltinn
