Gríðarlega verðmætir fornmunir sem voru í eigu föður Dorritar boðnir upp í London Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. júní 2016 15:29 Nokkrir af þeim munum sem voru í eigu föður Dorritar Moussaieff og verða boðnir upp í London í júlí. vísir/uppboðsvefur Christie's/stefán Uppboðshúsið Christie‘s í London mun þann 6. júlí næstkomandi bjóða upp þó nokkuð marga forngripi sem voru í eigu föður Dorritar Moussaieff forsetafrúr, Shlomo Moussaieff. Shlomo lést 1. júlí í fyrra en eftirlifandi eiginkona hans er Alisa Moussaieff. Þau hjónin eignuðust þrjár dætur, Dorrit, Tamar og Sharon. Eins og margir kannast eflaust við var faðir Dorritar vellauðugur kaupsýslumaður en hann auðgaðist á viðskiptum með demanta. Hann stofnaði fyrirtækið Moussaieff Jewellers Ltd. og árið 2011 voru hann og kona hans Alisa, sem einnig var viðskiptafélagi Shlomo, númer 350 á lista Sunday Times yfir ríkasta fólk Bretlandseyja. Moussaieff var einn þekktasti fornmunasafnari heims áður en hann lést og eru margir munirnir í safninu hans gríðarlega verðmætir eins og sést á uppboðssíðu Christie‘s. Nokkra af mununum á uppboðinu má sjá á myndinni hér að ofan og hefur Vísir tekið saman helstu upplýsingar um munina á myndinni en ítarlegri upplýsingar má nálgast hjá Christie‘s. 1. Grísk skál frá síðari hluta 2. aldar til fyrri hluta 1. aldar fyrir Krist. Áætlað verð: 50.000-70.000 pund eða 9 til 12,5 milljón króna. 2. Rómverskir bollar frá fyrri helmingi 1. aldar eftir Krist. Merktir glerlistamanninum Ennion. Áætlað verð: 200.000-300.000 pund eða 36 til 54 milljónir króna. 3. Rómversk leirkrukka frá fyrri hluta 1. aldar eftir Krist. Merkt glerlistamanninum Ennion. Áætlað verð 400.000-600.000 pund eða 72 til 107 milljónir króna. 4. Rómverskur glervasi frá 1. öld eftir Krist. Áætlað verð: 60.000-80.000 pund eða 11 til 14 milljónir króna. 5. Rómversk glerflaska frá 2. öld eftir Krist. Áætlað verð: 40.000-60.000 pund eða 7 til 11 milljónir króna. 6. Rómverskur bikar frá fyrri hluta 1. aldar eftir Krist. Áætlað verð: 40.000-60.000 pund eða 7 til 11 milljónir króna. 7. Rómversk askja frá fyrri hluta 1. aldar eftir Krist. Áætlað verð 50.000-70.000 pund eða 9 til 12.5 milljónir króna. 8. Rómversk kanna frá fyrri helmingi 1. aldar eftir Krist. Merkt glerlistamanninum Ennion. Áætlað verð: 450.000-550.000 pund eða 81 til 99 milljónir króna. Mest lesið Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Uppboðshúsið Christie‘s í London mun þann 6. júlí næstkomandi bjóða upp þó nokkuð marga forngripi sem voru í eigu föður Dorritar Moussaieff forsetafrúr, Shlomo Moussaieff. Shlomo lést 1. júlí í fyrra en eftirlifandi eiginkona hans er Alisa Moussaieff. Þau hjónin eignuðust þrjár dætur, Dorrit, Tamar og Sharon. Eins og margir kannast eflaust við var faðir Dorritar vellauðugur kaupsýslumaður en hann auðgaðist á viðskiptum með demanta. Hann stofnaði fyrirtækið Moussaieff Jewellers Ltd. og árið 2011 voru hann og kona hans Alisa, sem einnig var viðskiptafélagi Shlomo, númer 350 á lista Sunday Times yfir ríkasta fólk Bretlandseyja. Moussaieff var einn þekktasti fornmunasafnari heims áður en hann lést og eru margir munirnir í safninu hans gríðarlega verðmætir eins og sést á uppboðssíðu Christie‘s. Nokkra af mununum á uppboðinu má sjá á myndinni hér að ofan og hefur Vísir tekið saman helstu upplýsingar um munina á myndinni en ítarlegri upplýsingar má nálgast hjá Christie‘s. 1. Grísk skál frá síðari hluta 2. aldar til fyrri hluta 1. aldar fyrir Krist. Áætlað verð: 50.000-70.000 pund eða 9 til 12,5 milljón króna. 2. Rómverskir bollar frá fyrri helmingi 1. aldar eftir Krist. Merktir glerlistamanninum Ennion. Áætlað verð: 200.000-300.000 pund eða 36 til 54 milljónir króna. 3. Rómversk leirkrukka frá fyrri hluta 1. aldar eftir Krist. Merkt glerlistamanninum Ennion. Áætlað verð 400.000-600.000 pund eða 72 til 107 milljónir króna. 4. Rómverskur glervasi frá 1. öld eftir Krist. Áætlað verð: 60.000-80.000 pund eða 11 til 14 milljónir króna. 5. Rómversk glerflaska frá 2. öld eftir Krist. Áætlað verð: 40.000-60.000 pund eða 7 til 11 milljónir króna. 6. Rómverskur bikar frá fyrri hluta 1. aldar eftir Krist. Áætlað verð: 40.000-60.000 pund eða 7 til 11 milljónir króna. 7. Rómversk askja frá fyrri hluta 1. aldar eftir Krist. Áætlað verð 50.000-70.000 pund eða 9 til 12.5 milljónir króna. 8. Rómversk kanna frá fyrri helmingi 1. aldar eftir Krist. Merkt glerlistamanninum Ennion. Áætlað verð: 450.000-550.000 pund eða 81 til 99 milljónir króna.
Mest lesið Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira