Frábær úrslitaleikur Cleveland Cavaliers og Golden State Warrios endaði á æsispennandi og dramatískum lokamínútum en fram að því höfðu liðin verða skiptast á því að ná forystunni.
LeBron James átti ótrúlegt úrslitaeinvígi sem var fullt af tilþrifum frá honum, bæði í sókn sem vörn. Kannski mun þá varða skotið hans á lokamínútunum þó vera þau tilþrif úr þessu einvígi sem mun lifa lengst í minni manna.
LeBron James varð þá skot frá Andre Iguodala sem virtist eiga auðvelt verkefni fyrir höndum að leggja boltann í körfuna í hraðaupphlaupi.
LeBron James gafst hinsvegar ekki upp ekki frekar en félagar hans í þessu úrslitaeinvígi þar sem Cleveland lenti 3-1 undir en kom til baka og vann 4-3 sigur.
Í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá síðustu tvær mínútur leiksins og svo tilfinningaflóðið hjá LeBron James í leikslok. Þar sést Kyrie Irving meðal annars skora frábæra lokakörfu leiksins.
Baldur Beck og Kjartan Atli Kjartansson lýstu úrslitaleiknum á Stöð 2 Sport í nótt og að sjálfsögðu er lýsing þeirra undir þessu myndbandi.