Púslið sem lagði grunninn að NBA-titli Cleveland Cavaliers Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. júní 2016 20:30 Leikmenn Cleveland Cavaliers fagna hér titlinum í nótt. Vísir/EPA Cleveland Cavaliers vann í nótt sinn fyrsta NBA-titil í sögu félagsins og ennfremur fyrsta titil atvinnumannaliðs frá Cleveland í 52 ár. Eftir sjöunda og síðasta leikinn fóru að koma fréttir af leyndarmálinu í klefa Cavaliers-liðsins. Leikmenn Cleveland Cavaliers fögnuðu nefnilega með tvo bikara í búningsklefanum eftir leikinn, sjálfan NBA-bikarinn sem þeir voru að vinna og bikarinn á púsluspilinu sem var lykilatriði í að þétta raðir Cleveland-liðsins í úrslitakeppninni. Varamaðurinn James Jones, sem hefur ekki mikið fengið að spila en var að vinna sinn þriðja NBA-meistaratitil með LeBron James, fékk hugmyndina fyrr á tímabilinu og leikmenn liðsins tóku vel í þetta. ESPN sagði frá. James Jones úbjó púsl með sextán hlutum eða einn fyrir hvern sigur sem Cleveland Cavaliers þurfti að vinna til að komast á toppinn og tryggja sér NBA-meistaratitilinn. Þegar öll sextán púslin voru komin saman þá mynduðu þau Larry O'Brien bikarinn. „Við þurfum eitthvað til að þjappa okkur saman. Allir leikmenn voru eitt púsl og við settum þetta lið saman. Við þurftum því að setja saman púslið," sagði James Jones eftir leikinn. Púsluspilinu var haldið leyndu af leikmönnum og þjálfurum og geymt í tösku sem leit aldrei dagsins ljós utan búningsklefans. Leikmenn liðsins skiptust á því að setja hvert púsl og það var sem dæmi Kevin Love sem setti púslið eftir leik þrjú í úrslitunum en hann mátti ekki spila þann leik eftir að hafa fengið heilahristing í leiknum á undan. Lokapúslið var í laginu eins og Ohio. Það var þjálfarinn Tyronn Lue sem fullkomnaði púslið á meðan leikmenn og starfsmenn liðsins fögnuðu með kampavínið í klefanum eftir leik. NBA Tengdar fréttir Sjáðu tilþrifin og tilfinningaflóðið hjá LeBron þegar hann færði Cleveland NBA-titilinn LeBron James tókst það að kom heim til Cleveland og færa liðinu NBA-meistaratitilinn í körfubolta í nótt eftir sigur á Golden State Warriors í leik sjö í úrslitaeinvíginu. 20. júní 2016 18:00 LeBron James og félögum tókst hið ómögulega | Cleveland NBA meistari í nótt LeBron James og félögum í Cleveland Cavaliers fullkomuðu í nótt einstaka endurkomu sína í lokaúrslitum NBA-deildarinnar í körfubolta með því að vinna æsispennandi úrslitaleik um titilinn á móti Golden State Warriors en leikurinn fór fram á heimavelli Golden State. 20. júní 2016 03:03 LeBron átti forsíðurnar á öllum blöðunum í Ohio-ríki | Myndir LeBron James og félögum í Cleveland Cavaliers tókst hið ómögulega í nótt þegar þeir kórónuðu endurkomu sína eftir að hafa lent 3-1 undir á móti ríkjandi NBA-meisturum Golden State Warriors og tryggðu Cleveland sinn fyrsta meistaratitil í 52 ár. 20. júní 2016 15:45 Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Sjá meira
Cleveland Cavaliers vann í nótt sinn fyrsta NBA-titil í sögu félagsins og ennfremur fyrsta titil atvinnumannaliðs frá Cleveland í 52 ár. Eftir sjöunda og síðasta leikinn fóru að koma fréttir af leyndarmálinu í klefa Cavaliers-liðsins. Leikmenn Cleveland Cavaliers fögnuðu nefnilega með tvo bikara í búningsklefanum eftir leikinn, sjálfan NBA-bikarinn sem þeir voru að vinna og bikarinn á púsluspilinu sem var lykilatriði í að þétta raðir Cleveland-liðsins í úrslitakeppninni. Varamaðurinn James Jones, sem hefur ekki mikið fengið að spila en var að vinna sinn þriðja NBA-meistaratitil með LeBron James, fékk hugmyndina fyrr á tímabilinu og leikmenn liðsins tóku vel í þetta. ESPN sagði frá. James Jones úbjó púsl með sextán hlutum eða einn fyrir hvern sigur sem Cleveland Cavaliers þurfti að vinna til að komast á toppinn og tryggja sér NBA-meistaratitilinn. Þegar öll sextán púslin voru komin saman þá mynduðu þau Larry O'Brien bikarinn. „Við þurfum eitthvað til að þjappa okkur saman. Allir leikmenn voru eitt púsl og við settum þetta lið saman. Við þurftum því að setja saman púslið," sagði James Jones eftir leikinn. Púsluspilinu var haldið leyndu af leikmönnum og þjálfurum og geymt í tösku sem leit aldrei dagsins ljós utan búningsklefans. Leikmenn liðsins skiptust á því að setja hvert púsl og það var sem dæmi Kevin Love sem setti púslið eftir leik þrjú í úrslitunum en hann mátti ekki spila þann leik eftir að hafa fengið heilahristing í leiknum á undan. Lokapúslið var í laginu eins og Ohio. Það var þjálfarinn Tyronn Lue sem fullkomnaði púslið á meðan leikmenn og starfsmenn liðsins fögnuðu með kampavínið í klefanum eftir leik.
NBA Tengdar fréttir Sjáðu tilþrifin og tilfinningaflóðið hjá LeBron þegar hann færði Cleveland NBA-titilinn LeBron James tókst það að kom heim til Cleveland og færa liðinu NBA-meistaratitilinn í körfubolta í nótt eftir sigur á Golden State Warriors í leik sjö í úrslitaeinvíginu. 20. júní 2016 18:00 LeBron James og félögum tókst hið ómögulega | Cleveland NBA meistari í nótt LeBron James og félögum í Cleveland Cavaliers fullkomuðu í nótt einstaka endurkomu sína í lokaúrslitum NBA-deildarinnar í körfubolta með því að vinna æsispennandi úrslitaleik um titilinn á móti Golden State Warriors en leikurinn fór fram á heimavelli Golden State. 20. júní 2016 03:03 LeBron átti forsíðurnar á öllum blöðunum í Ohio-ríki | Myndir LeBron James og félögum í Cleveland Cavaliers tókst hið ómögulega í nótt þegar þeir kórónuðu endurkomu sína eftir að hafa lent 3-1 undir á móti ríkjandi NBA-meisturum Golden State Warriors og tryggðu Cleveland sinn fyrsta meistaratitil í 52 ár. 20. júní 2016 15:45 Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Sjá meira
Sjáðu tilþrifin og tilfinningaflóðið hjá LeBron þegar hann færði Cleveland NBA-titilinn LeBron James tókst það að kom heim til Cleveland og færa liðinu NBA-meistaratitilinn í körfubolta í nótt eftir sigur á Golden State Warriors í leik sjö í úrslitaeinvíginu. 20. júní 2016 18:00
LeBron James og félögum tókst hið ómögulega | Cleveland NBA meistari í nótt LeBron James og félögum í Cleveland Cavaliers fullkomuðu í nótt einstaka endurkomu sína í lokaúrslitum NBA-deildarinnar í körfubolta með því að vinna æsispennandi úrslitaleik um titilinn á móti Golden State Warriors en leikurinn fór fram á heimavelli Golden State. 20. júní 2016 03:03
LeBron átti forsíðurnar á öllum blöðunum í Ohio-ríki | Myndir LeBron James og félögum í Cleveland Cavaliers tókst hið ómögulega í nótt þegar þeir kórónuðu endurkomu sína eftir að hafa lent 3-1 undir á móti ríkjandi NBA-meisturum Golden State Warriors og tryggðu Cleveland sinn fyrsta meistaratitil í 52 ár. 20. júní 2016 15:45