Að fara eða vera Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 21. júní 2016 07:00 Bretar kjósa nú á fimmtudag um áframhaldandi veru sína innan Evrópusambandsins. Kosningarnar eru tvísýnar, skoðanakannanir síðustu mánaða hafa verið meira og minna jafnar upp á hár. Breska þjóðin er þannig klofin í tvær jafnar fylkingar og því skyldi engan undra að aukin harka hefur færst í málflutning talsmanna fylkinganna tveggja að undanförnu. Því miður virðist hin aukna harka hafa náð að æra óstöðugan og formlegri kosningabaráttu lauk á sviplegan hátt þegar þingkonan Jo Cox var myrt af þjóðernissinna, sem var óánægður með málflutning hennar til stuðnings veru Bretlands í ESB. Efasemdir um Evrópusamvinnu hafa lengi verið uppi í bresku samfélagi og hafa magnast síðustu misseri með vandræðum sambandsins og evrusvæðisins, en ekki síst í kjölfar flóttamannastraumsins til Evrópu. Umræðan á Bretlandi minnir oft á hina íslensku þegar rætt er um mögulega aðild Íslendinga að ESB. Efnahagsleg rök vega þungt, en sérfræðinga greinir á um hvort Bretar græði eða tapi á aðildinni. Hvort heldur sem rétt er, er öllum ljóst að tilurð Evrópusambandsins, og þar með frjálst flæði fjármagns, launafólks, vöruflutninga og þjónustu, hefur haft í för með sér gífurlegar framfarir og efnahagslegan ávinning fyrir álfuna alla – og þar ekki síst Breta. Ýmsir hafa varað við efnahagslegum afleiðingum úrsagnar, þar á meðal fjármálaráðherrar G20 ríkjanna, bankastjórar bresku bankanna, framkvæmdastjóri AGS, Bandaríkjaforseti og ekki síst David Cameron, forsætisráðherra landsins, sem hefur sagt að útganga myndi ógna efnahagslegu öryggi og þjóðaröryggi Bretlands. Allir helstu stjórnmálaflokkar landsins vilja vera áfram í sambandinu að frátöldum Sjálfstæðisflokknum UKIP, en í öllum flokkum má þó finna úrsagnarsinna. Fullveldisþátturinn vegur einnig þungt. Þar deila fylkingarnar ekki síður um áhrif sambandsins og hversu mikinn þátt það á í að setja Bretum lög og reglur. Jafn þungt vega tilfinningarök tengd hreinni þjóðernishyggju og jafnvel beinlínis kynþáttahatri. Frá því að flóttamannastraumurinn fór að berast til Evrópu hafa ýmsir talsmenn úrsagnar, og þá sérstaklega þeir sem tengjast UKIP beint, notað vandann sem honum hefur fylgt sem áróður fyrir úrsögn. Ófyrirleitinn og ógeðslegur málflutningur sem minnir helst á áróður nasista í síðari heimsstyrjöldinni um lokun landamæra fyrir flóttafólki, blasir við Bretum víðsvegar. Það má nefnilega ekki gleyma því hver tilgangur Evrópusambandsins upphaflega var. Það er fljótt að gleymast hversu erfið alþjóðasamskipti milli Evrópuríkja gátu verið áður en sambandið varð til. Markmiðið var að koma á varanlegum friði í Evrópu eftir að hvert stríðið hafði rekið annað í lengri tíma. Sambandið hefur verið grunnur að langtíma friði í álfunni og víðar, og með aðstoð annarra alþjóðastofnana einnig lagt grunn að auknu lýðræði og hagsæld innan álfunnar. Með því að yfirgefa Evrópusambandið rekur Bretland fleyg í það samstarf sem svo langan tíma hefur tekið að setja á fót með ófyrirséðum afleiðingum. Hvernig svo sem fer á fimmtudag er ljóst að ákvörðunin verður söguleg og afdrifarík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bretland Fanney Birna Jónsdóttir Morðið á Jo Cox Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Bretar kjósa nú á fimmtudag um áframhaldandi veru sína innan Evrópusambandsins. Kosningarnar eru tvísýnar, skoðanakannanir síðustu mánaða hafa verið meira og minna jafnar upp á hár. Breska þjóðin er þannig klofin í tvær jafnar fylkingar og því skyldi engan undra að aukin harka hefur færst í málflutning talsmanna fylkinganna tveggja að undanförnu. Því miður virðist hin aukna harka hafa náð að æra óstöðugan og formlegri kosningabaráttu lauk á sviplegan hátt þegar þingkonan Jo Cox var myrt af þjóðernissinna, sem var óánægður með málflutning hennar til stuðnings veru Bretlands í ESB. Efasemdir um Evrópusamvinnu hafa lengi verið uppi í bresku samfélagi og hafa magnast síðustu misseri með vandræðum sambandsins og evrusvæðisins, en ekki síst í kjölfar flóttamannastraumsins til Evrópu. Umræðan á Bretlandi minnir oft á hina íslensku þegar rætt er um mögulega aðild Íslendinga að ESB. Efnahagsleg rök vega þungt, en sérfræðinga greinir á um hvort Bretar græði eða tapi á aðildinni. Hvort heldur sem rétt er, er öllum ljóst að tilurð Evrópusambandsins, og þar með frjálst flæði fjármagns, launafólks, vöruflutninga og þjónustu, hefur haft í för með sér gífurlegar framfarir og efnahagslegan ávinning fyrir álfuna alla – og þar ekki síst Breta. Ýmsir hafa varað við efnahagslegum afleiðingum úrsagnar, þar á meðal fjármálaráðherrar G20 ríkjanna, bankastjórar bresku bankanna, framkvæmdastjóri AGS, Bandaríkjaforseti og ekki síst David Cameron, forsætisráðherra landsins, sem hefur sagt að útganga myndi ógna efnahagslegu öryggi og þjóðaröryggi Bretlands. Allir helstu stjórnmálaflokkar landsins vilja vera áfram í sambandinu að frátöldum Sjálfstæðisflokknum UKIP, en í öllum flokkum má þó finna úrsagnarsinna. Fullveldisþátturinn vegur einnig þungt. Þar deila fylkingarnar ekki síður um áhrif sambandsins og hversu mikinn þátt það á í að setja Bretum lög og reglur. Jafn þungt vega tilfinningarök tengd hreinni þjóðernishyggju og jafnvel beinlínis kynþáttahatri. Frá því að flóttamannastraumurinn fór að berast til Evrópu hafa ýmsir talsmenn úrsagnar, og þá sérstaklega þeir sem tengjast UKIP beint, notað vandann sem honum hefur fylgt sem áróður fyrir úrsögn. Ófyrirleitinn og ógeðslegur málflutningur sem minnir helst á áróður nasista í síðari heimsstyrjöldinni um lokun landamæra fyrir flóttafólki, blasir við Bretum víðsvegar. Það má nefnilega ekki gleyma því hver tilgangur Evrópusambandsins upphaflega var. Það er fljótt að gleymast hversu erfið alþjóðasamskipti milli Evrópuríkja gátu verið áður en sambandið varð til. Markmiðið var að koma á varanlegum friði í Evrópu eftir að hvert stríðið hafði rekið annað í lengri tíma. Sambandið hefur verið grunnur að langtíma friði í álfunni og víðar, og með aðstoð annarra alþjóðastofnana einnig lagt grunn að auknu lýðræði og hagsæld innan álfunnar. Með því að yfirgefa Evrópusambandið rekur Bretland fleyg í það samstarf sem svo langan tíma hefur tekið að setja á fót með ófyrirséðum afleiðingum. Hvernig svo sem fer á fimmtudag er ljóst að ákvörðunin verður söguleg og afdrifarík.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun