„Lítið um að vera í veðrinu“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. júní 2016 10:33 Hlýjast verður norðaustantil á landinu Mynd/Skjáskot Veðurstofan spáir ágætu veðri víðast hvar á landinu í dag. Lítið er um að vera í veðrinu líkt og veðurfræðingur orðar það í hugleiðingum sínum á vef Veðurstofu Íslands. Búast má við keimlíku veðri út vikuna. „Það er hægur vindur á landinu þessa dagana og lítið um að vera í veðrinu. Nú í morgunsárið er þokuloft allvíða við strendur landsins, en það ætti að rofa til þegar líður á morguninn og hiti hækkar. Suðaustan- og austanlands er dálítil væta fram eftir degi, annars bjart með köflum en líkur á síðdegisskúrum. Á morgun verður keimlíkt veður, nema það léttir heldur til fyrir austan þó skúrirnir láti einnig sjá sig þar,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Hiti verður á bilinu 9-18 stig, svalast austan en þar mun þó hlýna á morgun. Skýjað verður suðaustan- og austanlands í dag en víðast hvar annarsstaðar má búast við góðu veðri. Hlýjast verður á Norðausturlandi en reikna má með 17 stiga hita á Akureyri í dag. „Á föstudag er áfram lítið um að vera í veðrinu, hægur vindur og víða bjart, en um kvöldið lítur út fyrir dálitla rigningu sunnan- og vestanlands,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Ísland mætir Austurríki á EM í Frakklandi klukkan fjögur í dag og vel ætti að viðra til þess að horfa á leikinn utandyra. Á Akureyri verður sérstakt EM-torg á Ráðhústorgi auk þess sem að EM-torgið á Ingólfsstorgi í Reykjavík verður á sínum stað.Veðurhorfur næstu dagaÍ dag, miðvikudagAustlæg eða breytileg átt 3-8 metrar á sekúndu og bjart með köflum, en líkur á skúrum, einkum síðdegis. Að mestu skýjað suðaustan- og austanlands og dálítil rigning eða súld þar í dag, en rofar til á morgun. Hiti 9 til 18 stig, svalast austast, en hlýnar þar á morgun.Á föstudag:Sunnan og suðvestan 5-13 metrar á sekúndu og víða bjartviðri, en þykknar upp og fer að rigna Vestantil á landinu. Hiti 10 til 22 stig, hlýjast norðaustanlands.Á laugardag:Suðvestan 5-13 metrar á sekúndu, skýjað og súld eða dálítil rigning í fyrstu, en léttir til fyrir norðan og austan. Vaxandi suðaustanátt og rigning suðvestanlands um kvöldið. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast á norðaustanverðu landinuÁ sunnudag og mánudag:Suðlæg átt, rigning eða skúrir og hiti 8 til 13 stig. Úrkomulítið norðaustantil á landinu og hiti 13 til 18 stig.Á þriðjudag:Suðvestlæg átt og víða skúrir, hiti 8 til 15 stig. Veður Tengdar fréttir Stuðningsmenn Íslands geta sleikt sólina í París Von er á hlýju og sólríku veðri í frönsku höfuðborginni í dag. 22. júní 2016 09:44 Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Fleiri fréttir Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Sjá meira
Veðurstofan spáir ágætu veðri víðast hvar á landinu í dag. Lítið er um að vera í veðrinu líkt og veðurfræðingur orðar það í hugleiðingum sínum á vef Veðurstofu Íslands. Búast má við keimlíku veðri út vikuna. „Það er hægur vindur á landinu þessa dagana og lítið um að vera í veðrinu. Nú í morgunsárið er þokuloft allvíða við strendur landsins, en það ætti að rofa til þegar líður á morguninn og hiti hækkar. Suðaustan- og austanlands er dálítil væta fram eftir degi, annars bjart með köflum en líkur á síðdegisskúrum. Á morgun verður keimlíkt veður, nema það léttir heldur til fyrir austan þó skúrirnir láti einnig sjá sig þar,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Hiti verður á bilinu 9-18 stig, svalast austan en þar mun þó hlýna á morgun. Skýjað verður suðaustan- og austanlands í dag en víðast hvar annarsstaðar má búast við góðu veðri. Hlýjast verður á Norðausturlandi en reikna má með 17 stiga hita á Akureyri í dag. „Á föstudag er áfram lítið um að vera í veðrinu, hægur vindur og víða bjart, en um kvöldið lítur út fyrir dálitla rigningu sunnan- og vestanlands,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Ísland mætir Austurríki á EM í Frakklandi klukkan fjögur í dag og vel ætti að viðra til þess að horfa á leikinn utandyra. Á Akureyri verður sérstakt EM-torg á Ráðhústorgi auk þess sem að EM-torgið á Ingólfsstorgi í Reykjavík verður á sínum stað.Veðurhorfur næstu dagaÍ dag, miðvikudagAustlæg eða breytileg átt 3-8 metrar á sekúndu og bjart með köflum, en líkur á skúrum, einkum síðdegis. Að mestu skýjað suðaustan- og austanlands og dálítil rigning eða súld þar í dag, en rofar til á morgun. Hiti 9 til 18 stig, svalast austast, en hlýnar þar á morgun.Á föstudag:Sunnan og suðvestan 5-13 metrar á sekúndu og víða bjartviðri, en þykknar upp og fer að rigna Vestantil á landinu. Hiti 10 til 22 stig, hlýjast norðaustanlands.Á laugardag:Suðvestan 5-13 metrar á sekúndu, skýjað og súld eða dálítil rigning í fyrstu, en léttir til fyrir norðan og austan. Vaxandi suðaustanátt og rigning suðvestanlands um kvöldið. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast á norðaustanverðu landinuÁ sunnudag og mánudag:Suðlæg átt, rigning eða skúrir og hiti 8 til 13 stig. Úrkomulítið norðaustantil á landinu og hiti 13 til 18 stig.Á þriðjudag:Suðvestlæg átt og víða skúrir, hiti 8 til 15 stig.
Veður Tengdar fréttir Stuðningsmenn Íslands geta sleikt sólina í París Von er á hlýju og sólríku veðri í frönsku höfuðborginni í dag. 22. júní 2016 09:44 Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Fleiri fréttir Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Sjá meira
Stuðningsmenn Íslands geta sleikt sólina í París Von er á hlýju og sólríku veðri í frönsku höfuðborginni í dag. 22. júní 2016 09:44