Chicago gefst upp á Derrick Rose Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. júní 2016 13:45 Meiðsli hafa hægt verulega á Derrick Rose. vísir/epa Chicago Bulls skipti leikstjórnandanum Derrick Rose til New York Knicks í gær. Í staðinn fékk Chicago miðherjann Robin Lopez og bakverðina José Calderón og Jerian Grant. Rose kom eins og stormsveipur inn í NBA-deildina og var valinn verðmætasti leikmaður hennar á sínu þriðja tímabili (2010-11). Það sama tímabil komst Chicago í úrslit Austurdeildarinnar í fyrsta skipti síðan á dögum Michaels Jordan og Phils Jackson. Erfið meiðsli hægðu hins vegar verulega á Rose og hann hefur aðeins spilað 166 af 328 leikjum Chicago í deildarkeppni undanfarin fjögur tímabil. Rose, sem er 27 ára, náði þó að spila 66 leiki á síðasta tímabili og skoraði þá 16,4 stig að meðaltali í leik og gaf 4,7 stoðsendingar. Þrátt fyrir það ákváðu forráðamenn Chicago að skipta honum til New York sem hefur vantað leikstjórnanda undanfarin ár. „Þetta er spennandi dagur fyrir New York og stuðningsmenn liðsins,“ sagði Jeff Hornacek, þjálfari New York, um nýja leikmanninn. „Derrick er einn af fremstu leikstjórnendum NBA-deildarinnar og hefur reynslu af úrslitakeppninni. Hann kemur með nýja vídd inn í leikmannahóp okkar.“ Hjá New York hittir Rose fyrir stórstjörnuna Carmelo Anthony og litháíska ungstirnið Kristpas Porzingis. New York vann aðeins 32 leiki á síðasta tímabili og var býsna langt frá því að komast í úrslitakeppnina.#Knicks pic.twitter.com/LJCoicREse— NEW YORK KNICKS (@nyknicks) June 22, 2016 NBA Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Enski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Íslenski boltinn „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Sjá meira
Chicago Bulls skipti leikstjórnandanum Derrick Rose til New York Knicks í gær. Í staðinn fékk Chicago miðherjann Robin Lopez og bakverðina José Calderón og Jerian Grant. Rose kom eins og stormsveipur inn í NBA-deildina og var valinn verðmætasti leikmaður hennar á sínu þriðja tímabili (2010-11). Það sama tímabil komst Chicago í úrslit Austurdeildarinnar í fyrsta skipti síðan á dögum Michaels Jordan og Phils Jackson. Erfið meiðsli hægðu hins vegar verulega á Rose og hann hefur aðeins spilað 166 af 328 leikjum Chicago í deildarkeppni undanfarin fjögur tímabil. Rose, sem er 27 ára, náði þó að spila 66 leiki á síðasta tímabili og skoraði þá 16,4 stig að meðaltali í leik og gaf 4,7 stoðsendingar. Þrátt fyrir það ákváðu forráðamenn Chicago að skipta honum til New York sem hefur vantað leikstjórnanda undanfarin ár. „Þetta er spennandi dagur fyrir New York og stuðningsmenn liðsins,“ sagði Jeff Hornacek, þjálfari New York, um nýja leikmanninn. „Derrick er einn af fremstu leikstjórnendum NBA-deildarinnar og hefur reynslu af úrslitakeppninni. Hann kemur með nýja vídd inn í leikmannahóp okkar.“ Hjá New York hittir Rose fyrir stórstjörnuna Carmelo Anthony og litháíska ungstirnið Kristpas Porzingis. New York vann aðeins 32 leiki á síðasta tímabili og var býsna langt frá því að komast í úrslitakeppnina.#Knicks pic.twitter.com/LJCoicREse— NEW YORK KNICKS (@nyknicks) June 22, 2016
NBA Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Enski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Íslenski boltinn „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Sjá meira