Rooney skoraði geggjað mark þegar Ísland og England mættust síðast | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. júní 2016 11:30 Wayne Rooney er fyrirliði Englands í dag. vísir/epa Íslenska landsiðið í fótbolta mætir því enska í 16 liða úrslitum EM 2016 í Nice á mánudagskvöldið. Þetta varð ljóst eftir að strákarnir okkar unnu Austurríki á Stade de France í gær og tryggðu sér annað sætið í F-riðli. England missti af fysta sætinu í B-riðli í lokaumferðinni þegar liðið gerði markalaust jafntefli við Slóvakíu en líklega eru enskir bara hæstánægðir með þau úrslit í dag. Ísland og England hafa aðeins mæst tvisvar sinnum á fótboltavellinum og í bæði skiptin var um vináttuleik að ræða. Liðin skildu jöfn, 1-1, á Laugardalsvelli árið 1982 en svo vann England annan vináttuleik liðanna á City of Manchester Stadium í Manchester, 6-1, í júní 2004. Enska landsliðið var þá að undirbúa sig fyrir EM 2004 í Portúgal en á þessum tíma var Wayne Rooney skærasta ungstirnið sem komið hafði upp í enskum fótbolta. Hann skoraði tvö mörk í leiknum, annað þeirra með frábæru skoti sem Árni Gautur Arason réð ekki við. Rooney fór svo með enska liðinu á EM og var alveg frábær en hann meiddist í undanúrslitunum þar sem England féll að sjálfsögðu úr leik í vítaspyrnukeppni gegn gestgjöfum Portúgals. Þessi leikur Englands og Íslands var nokkuð sérstakur því íslensku leikmennirnir máttu ekki tækla þá ensku þar sem þeir óttuðust um að meiðast. Wayne Rooney er í dag fyrirliði enska landsliðsins og markahæstur þess í sögunni en hann mun leiða England út á völlinn í Nice á mánudagskvöldið. Markið hans magnaða fyrir tólf árum má sjá hér að neðan.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).It's 12 years since #ENG's last game against #ISL – a 6-1 win in which @WayneRooney scored twice. https://t.co/xt5nQ2yXSA— England (@England) June 22, 2016 EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir KSÍ fær 481 milljón fyrir árangurinn á EM Íslenska landsliðið er verðlaunað fyrir árangurinn á EM í Frakklandi og hefur KSÍ nú þegar tryggt sér 3,5 milljónir evra í árangurstengdar greiðslur. 23. júní 2016 10:47 EM í dag: Ferskleiki í morgunlestinni og kvikmyndin Beethoven Leikurinn sem aldrei gleymist gerður upp á leiðinni aftur til Annecy. 23. júní 2016 10:48 Ekki sérstök miðasala fyrir Íslendinga á leikinn í Nice Tækifærið til að kaupa miða á alla leiki Íslands á Evrópumeistaramótið í Frakklandi var í janúar. 23. júní 2016 10:56 Æfing strákanna í Annecy kvöldið eftir París var í beinni á Vísi Sólin skín og allir eru brosandi eftir afrekið á Stade de France í gær. 23. júní 2016 10:31 EM dagbók: Þetta gerðist bara í alvörunni! Lífið er svo sannarlega yndislegt. 23. júní 2016 08:48 "Furðuleg orð hjá Lars þegar hann syngur þjóðsönginn“ Hann elskar Ég er kominn heim og er að læra íslensku í gegnum tónlist. 23. júní 2016 10:00 Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Fótbolti „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Íslenski boltinn Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Körfubolti Fleiri fréttir „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Kristall skoraði í sögulegum sigri á FCK Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Glódís og Bayern að stinga af eftir stórsigur Benítez enn með Sverri á bekknum og það borgaði sig ekki Tómas á toppnum eftir sigur á skoska risanum Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hálfíslenskt mark í sigri Fiorentina Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Útilokar ekki að koma heim Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Messi og Miami MLS-meistarar Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Sjá meira
Íslenska landsiðið í fótbolta mætir því enska í 16 liða úrslitum EM 2016 í Nice á mánudagskvöldið. Þetta varð ljóst eftir að strákarnir okkar unnu Austurríki á Stade de France í gær og tryggðu sér annað sætið í F-riðli. England missti af fysta sætinu í B-riðli í lokaumferðinni þegar liðið gerði markalaust jafntefli við Slóvakíu en líklega eru enskir bara hæstánægðir með þau úrslit í dag. Ísland og England hafa aðeins mæst tvisvar sinnum á fótboltavellinum og í bæði skiptin var um vináttuleik að ræða. Liðin skildu jöfn, 1-1, á Laugardalsvelli árið 1982 en svo vann England annan vináttuleik liðanna á City of Manchester Stadium í Manchester, 6-1, í júní 2004. Enska landsliðið var þá að undirbúa sig fyrir EM 2004 í Portúgal en á þessum tíma var Wayne Rooney skærasta ungstirnið sem komið hafði upp í enskum fótbolta. Hann skoraði tvö mörk í leiknum, annað þeirra með frábæru skoti sem Árni Gautur Arason réð ekki við. Rooney fór svo með enska liðinu á EM og var alveg frábær en hann meiddist í undanúrslitunum þar sem England féll að sjálfsögðu úr leik í vítaspyrnukeppni gegn gestgjöfum Portúgals. Þessi leikur Englands og Íslands var nokkuð sérstakur því íslensku leikmennirnir máttu ekki tækla þá ensku þar sem þeir óttuðust um að meiðast. Wayne Rooney er í dag fyrirliði enska landsliðsins og markahæstur þess í sögunni en hann mun leiða England út á völlinn í Nice á mánudagskvöldið. Markið hans magnaða fyrir tólf árum má sjá hér að neðan.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).It's 12 years since #ENG's last game against #ISL – a 6-1 win in which @WayneRooney scored twice. https://t.co/xt5nQ2yXSA— England (@England) June 22, 2016
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir KSÍ fær 481 milljón fyrir árangurinn á EM Íslenska landsliðið er verðlaunað fyrir árangurinn á EM í Frakklandi og hefur KSÍ nú þegar tryggt sér 3,5 milljónir evra í árangurstengdar greiðslur. 23. júní 2016 10:47 EM í dag: Ferskleiki í morgunlestinni og kvikmyndin Beethoven Leikurinn sem aldrei gleymist gerður upp á leiðinni aftur til Annecy. 23. júní 2016 10:48 Ekki sérstök miðasala fyrir Íslendinga á leikinn í Nice Tækifærið til að kaupa miða á alla leiki Íslands á Evrópumeistaramótið í Frakklandi var í janúar. 23. júní 2016 10:56 Æfing strákanna í Annecy kvöldið eftir París var í beinni á Vísi Sólin skín og allir eru brosandi eftir afrekið á Stade de France í gær. 23. júní 2016 10:31 EM dagbók: Þetta gerðist bara í alvörunni! Lífið er svo sannarlega yndislegt. 23. júní 2016 08:48 "Furðuleg orð hjá Lars þegar hann syngur þjóðsönginn“ Hann elskar Ég er kominn heim og er að læra íslensku í gegnum tónlist. 23. júní 2016 10:00 Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Fótbolti „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Íslenski boltinn Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Körfubolti Fleiri fréttir „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Kristall skoraði í sögulegum sigri á FCK Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Glódís og Bayern að stinga af eftir stórsigur Benítez enn með Sverri á bekknum og það borgaði sig ekki Tómas á toppnum eftir sigur á skoska risanum Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hálfíslenskt mark í sigri Fiorentina Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Útilokar ekki að koma heim Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Messi og Miami MLS-meistarar Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Sjá meira
KSÍ fær 481 milljón fyrir árangurinn á EM Íslenska landsliðið er verðlaunað fyrir árangurinn á EM í Frakklandi og hefur KSÍ nú þegar tryggt sér 3,5 milljónir evra í árangurstengdar greiðslur. 23. júní 2016 10:47
EM í dag: Ferskleiki í morgunlestinni og kvikmyndin Beethoven Leikurinn sem aldrei gleymist gerður upp á leiðinni aftur til Annecy. 23. júní 2016 10:48
Ekki sérstök miðasala fyrir Íslendinga á leikinn í Nice Tækifærið til að kaupa miða á alla leiki Íslands á Evrópumeistaramótið í Frakklandi var í janúar. 23. júní 2016 10:56
Æfing strákanna í Annecy kvöldið eftir París var í beinni á Vísi Sólin skín og allir eru brosandi eftir afrekið á Stade de France í gær. 23. júní 2016 10:31
"Furðuleg orð hjá Lars þegar hann syngur þjóðsönginn“ Hann elskar Ég er kominn heim og er að læra íslensku í gegnum tónlist. 23. júní 2016 10:00