Leikskólakennarar undrandi á ummælum Höllu Sveinn Arnarsson skrifar 23. júní 2016 13:01 Ummæli Höllu hafa fallið í grýttan jarðveg meðal leikskólakennara. Óánægju gætir meðal leikskólakennara með ummæli Höllu Tómasdóttur forsetaframbjóðanda sem hún viðhafði í Speglinum á Rás1 þann 2. júní síðastliðinn. Þar sagði hún að systur hennar tvær væru báðar leikskólakennarar því þær hefðu ekki jafn gaman að skóla og hún. Formaður Félags leikskólakennara áttar sig ekki á því hvað frambjóðandinn á við með þessu. Halla segir umræðuna vera byggða á misskilningi og ummæli hennar tekin úr samhengi Haraldur Freyr Gíslason, formaður félags leikskólakennara, segir þessi ummæli óheppileg fyrir forsetaframbjóðandann og vonast til þess að hún beri til baka þessu ummæli eða leiðrétti þau. „Það getur ekki verið að þetta sé skoðun hennar og ég vona svo innilega að hún endurskoði þessi ummæli sín,“ segir Haraldur. „Við Íslendingar erum mjög framarlega í að mennta leikskólakennara. Nú er krafist fimm ára háskólanáms fyrir kennara á öllum skólastigum. Sömu kröfur eru gerðar sem er mikilvægt og gott. Það ætti að vera ljóst að öll þessi skólastig eru mikilvægir hlekkir í menntakerfi okkar Íslendinga og styðja við hvort annað.“ Haraldur skrifar um ummæli Höllu á Facebook síðu sinni og fjöldi fólks tekur undir gagnrýni Haraldar. Greinilegt er að þessi ummæli falla í grýttan jarðveg leikskólakennara og margra annarra sem leggja orð í belg.Halla: „Leikskólakennarar gríðarlega mikilvægir“Halla: „Verðmætamat samfélagsins rangt“ Halla Tómasdóttir segir þessi ummæli sín slitin úr samhengi. Spegillinn taki þarna upp klukkutíma vinnustaðafund og hann svo klipptur niður í sjö mínútna þátt. „Svo ég útskýri það í eitt skipti fyrir öll þá þykir mér það gríðarlega leitt ef menn skilja það sem svo að ég sé að gera lítið úr stétt leikskólakennara. Ég ber gríðarlega virðingu fyrir kennurum á öllum skólastigum og ég hef á hverjum einasta fundi sagt það skringilegt verðmætamat í samfélaginu að hærri laun eru veitt fyrir að gæta peninga en þeirra sem mennta börnin okkar,“ segir Halla. „Virðing mín fyrir leikskólakennurum og þeirra námi er mikil.“ Halla telur að verðmætamat samfélagsins verða að breytast. Leikskólakennarar eru að stórum hluta konur og að þær stéttir verði að hækka í launum. „Það á ekki að vera sjálfsagt að fá hærri laun við að sinna fjárauð en barnauð,“ segir Halla. Ummælin sem klippt eru út úr vinnustaðafundinum harmi hún mjög en ítrekar að þetta sé misskilningur og að orð hennar hafi verið tekin úr samhengi. „Ég var í þessu spjalli að tala um æsku mína og alls ekki að tala um leikskólakennara eða þá stétt. Þarna ræddi ég um uppvöxt minn og minnar fjölskyldu meðal annars á klukkutíma vinnustaðafundi blaðlaust. Leikskólakennarar eru mjög mikilvæg stétt sem við ættum að hampa frekar í okkar samfélagi. Á það hef ég minnst á öllum mínum fundum í kosningabaráttunni. Tveir dagar eru til kosninga og hefur Halla Tómasdóttir verið að sækja í sig verðið í könnunum síðustu vikna. Mældist hún rétt undir 20 prósentum í könnun sem fréttastofa 365 lét gera og birtist í Fréttablaðinu í morgun. Forsetakosningar 2016 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut Íslands“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Sjá meira
Óánægju gætir meðal leikskólakennara með ummæli Höllu Tómasdóttur forsetaframbjóðanda sem hún viðhafði í Speglinum á Rás1 þann 2. júní síðastliðinn. Þar sagði hún að systur hennar tvær væru báðar leikskólakennarar því þær hefðu ekki jafn gaman að skóla og hún. Formaður Félags leikskólakennara áttar sig ekki á því hvað frambjóðandinn á við með þessu. Halla segir umræðuna vera byggða á misskilningi og ummæli hennar tekin úr samhengi Haraldur Freyr Gíslason, formaður félags leikskólakennara, segir þessi ummæli óheppileg fyrir forsetaframbjóðandann og vonast til þess að hún beri til baka þessu ummæli eða leiðrétti þau. „Það getur ekki verið að þetta sé skoðun hennar og ég vona svo innilega að hún endurskoði þessi ummæli sín,“ segir Haraldur. „Við Íslendingar erum mjög framarlega í að mennta leikskólakennara. Nú er krafist fimm ára háskólanáms fyrir kennara á öllum skólastigum. Sömu kröfur eru gerðar sem er mikilvægt og gott. Það ætti að vera ljóst að öll þessi skólastig eru mikilvægir hlekkir í menntakerfi okkar Íslendinga og styðja við hvort annað.“ Haraldur skrifar um ummæli Höllu á Facebook síðu sinni og fjöldi fólks tekur undir gagnrýni Haraldar. Greinilegt er að þessi ummæli falla í grýttan jarðveg leikskólakennara og margra annarra sem leggja orð í belg.Halla: „Leikskólakennarar gríðarlega mikilvægir“Halla: „Verðmætamat samfélagsins rangt“ Halla Tómasdóttir segir þessi ummæli sín slitin úr samhengi. Spegillinn taki þarna upp klukkutíma vinnustaðafund og hann svo klipptur niður í sjö mínútna þátt. „Svo ég útskýri það í eitt skipti fyrir öll þá þykir mér það gríðarlega leitt ef menn skilja það sem svo að ég sé að gera lítið úr stétt leikskólakennara. Ég ber gríðarlega virðingu fyrir kennurum á öllum skólastigum og ég hef á hverjum einasta fundi sagt það skringilegt verðmætamat í samfélaginu að hærri laun eru veitt fyrir að gæta peninga en þeirra sem mennta börnin okkar,“ segir Halla. „Virðing mín fyrir leikskólakennurum og þeirra námi er mikil.“ Halla telur að verðmætamat samfélagsins verða að breytast. Leikskólakennarar eru að stórum hluta konur og að þær stéttir verði að hækka í launum. „Það á ekki að vera sjálfsagt að fá hærri laun við að sinna fjárauð en barnauð,“ segir Halla. Ummælin sem klippt eru út úr vinnustaðafundinum harmi hún mjög en ítrekar að þetta sé misskilningur og að orð hennar hafi verið tekin úr samhengi. „Ég var í þessu spjalli að tala um æsku mína og alls ekki að tala um leikskólakennara eða þá stétt. Þarna ræddi ég um uppvöxt minn og minnar fjölskyldu meðal annars á klukkutíma vinnustaðafundi blaðlaust. Leikskólakennarar eru mjög mikilvæg stétt sem við ættum að hampa frekar í okkar samfélagi. Á það hef ég minnst á öllum mínum fundum í kosningabaráttunni. Tveir dagar eru til kosninga og hefur Halla Tómasdóttir verið að sækja í sig verðið í könnunum síðustu vikna. Mældist hún rétt undir 20 prósentum í könnun sem fréttastofa 365 lét gera og birtist í Fréttablaðinu í morgun.
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut Íslands“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Sjá meira