Leikskólakennarar undrandi á ummælum Höllu Sveinn Arnarsson skrifar 23. júní 2016 13:01 Ummæli Höllu hafa fallið í grýttan jarðveg meðal leikskólakennara. Óánægju gætir meðal leikskólakennara með ummæli Höllu Tómasdóttur forsetaframbjóðanda sem hún viðhafði í Speglinum á Rás1 þann 2. júní síðastliðinn. Þar sagði hún að systur hennar tvær væru báðar leikskólakennarar því þær hefðu ekki jafn gaman að skóla og hún. Formaður Félags leikskólakennara áttar sig ekki á því hvað frambjóðandinn á við með þessu. Halla segir umræðuna vera byggða á misskilningi og ummæli hennar tekin úr samhengi Haraldur Freyr Gíslason, formaður félags leikskólakennara, segir þessi ummæli óheppileg fyrir forsetaframbjóðandann og vonast til þess að hún beri til baka þessu ummæli eða leiðrétti þau. „Það getur ekki verið að þetta sé skoðun hennar og ég vona svo innilega að hún endurskoði þessi ummæli sín,“ segir Haraldur. „Við Íslendingar erum mjög framarlega í að mennta leikskólakennara. Nú er krafist fimm ára háskólanáms fyrir kennara á öllum skólastigum. Sömu kröfur eru gerðar sem er mikilvægt og gott. Það ætti að vera ljóst að öll þessi skólastig eru mikilvægir hlekkir í menntakerfi okkar Íslendinga og styðja við hvort annað.“ Haraldur skrifar um ummæli Höllu á Facebook síðu sinni og fjöldi fólks tekur undir gagnrýni Haraldar. Greinilegt er að þessi ummæli falla í grýttan jarðveg leikskólakennara og margra annarra sem leggja orð í belg.Halla: „Leikskólakennarar gríðarlega mikilvægir“Halla: „Verðmætamat samfélagsins rangt“ Halla Tómasdóttir segir þessi ummæli sín slitin úr samhengi. Spegillinn taki þarna upp klukkutíma vinnustaðafund og hann svo klipptur niður í sjö mínútna þátt. „Svo ég útskýri það í eitt skipti fyrir öll þá þykir mér það gríðarlega leitt ef menn skilja það sem svo að ég sé að gera lítið úr stétt leikskólakennara. Ég ber gríðarlega virðingu fyrir kennurum á öllum skólastigum og ég hef á hverjum einasta fundi sagt það skringilegt verðmætamat í samfélaginu að hærri laun eru veitt fyrir að gæta peninga en þeirra sem mennta börnin okkar,“ segir Halla. „Virðing mín fyrir leikskólakennurum og þeirra námi er mikil.“ Halla telur að verðmætamat samfélagsins verða að breytast. Leikskólakennarar eru að stórum hluta konur og að þær stéttir verði að hækka í launum. „Það á ekki að vera sjálfsagt að fá hærri laun við að sinna fjárauð en barnauð,“ segir Halla. Ummælin sem klippt eru út úr vinnustaðafundinum harmi hún mjög en ítrekar að þetta sé misskilningur og að orð hennar hafi verið tekin úr samhengi. „Ég var í þessu spjalli að tala um æsku mína og alls ekki að tala um leikskólakennara eða þá stétt. Þarna ræddi ég um uppvöxt minn og minnar fjölskyldu meðal annars á klukkutíma vinnustaðafundi blaðlaust. Leikskólakennarar eru mjög mikilvæg stétt sem við ættum að hampa frekar í okkar samfélagi. Á það hef ég minnst á öllum mínum fundum í kosningabaráttunni. Tveir dagar eru til kosninga og hefur Halla Tómasdóttir verið að sækja í sig verðið í könnunum síðustu vikna. Mældist hún rétt undir 20 prósentum í könnun sem fréttastofa 365 lét gera og birtist í Fréttablaðinu í morgun. Forsetakosningar 2016 Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Fleiri fréttir Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Sjá meira
Óánægju gætir meðal leikskólakennara með ummæli Höllu Tómasdóttur forsetaframbjóðanda sem hún viðhafði í Speglinum á Rás1 þann 2. júní síðastliðinn. Þar sagði hún að systur hennar tvær væru báðar leikskólakennarar því þær hefðu ekki jafn gaman að skóla og hún. Formaður Félags leikskólakennara áttar sig ekki á því hvað frambjóðandinn á við með þessu. Halla segir umræðuna vera byggða á misskilningi og ummæli hennar tekin úr samhengi Haraldur Freyr Gíslason, formaður félags leikskólakennara, segir þessi ummæli óheppileg fyrir forsetaframbjóðandann og vonast til þess að hún beri til baka þessu ummæli eða leiðrétti þau. „Það getur ekki verið að þetta sé skoðun hennar og ég vona svo innilega að hún endurskoði þessi ummæli sín,“ segir Haraldur. „Við Íslendingar erum mjög framarlega í að mennta leikskólakennara. Nú er krafist fimm ára háskólanáms fyrir kennara á öllum skólastigum. Sömu kröfur eru gerðar sem er mikilvægt og gott. Það ætti að vera ljóst að öll þessi skólastig eru mikilvægir hlekkir í menntakerfi okkar Íslendinga og styðja við hvort annað.“ Haraldur skrifar um ummæli Höllu á Facebook síðu sinni og fjöldi fólks tekur undir gagnrýni Haraldar. Greinilegt er að þessi ummæli falla í grýttan jarðveg leikskólakennara og margra annarra sem leggja orð í belg.Halla: „Leikskólakennarar gríðarlega mikilvægir“Halla: „Verðmætamat samfélagsins rangt“ Halla Tómasdóttir segir þessi ummæli sín slitin úr samhengi. Spegillinn taki þarna upp klukkutíma vinnustaðafund og hann svo klipptur niður í sjö mínútna þátt. „Svo ég útskýri það í eitt skipti fyrir öll þá þykir mér það gríðarlega leitt ef menn skilja það sem svo að ég sé að gera lítið úr stétt leikskólakennara. Ég ber gríðarlega virðingu fyrir kennurum á öllum skólastigum og ég hef á hverjum einasta fundi sagt það skringilegt verðmætamat í samfélaginu að hærri laun eru veitt fyrir að gæta peninga en þeirra sem mennta börnin okkar,“ segir Halla. „Virðing mín fyrir leikskólakennurum og þeirra námi er mikil.“ Halla telur að verðmætamat samfélagsins verða að breytast. Leikskólakennarar eru að stórum hluta konur og að þær stéttir verði að hækka í launum. „Það á ekki að vera sjálfsagt að fá hærri laun við að sinna fjárauð en barnauð,“ segir Halla. Ummælin sem klippt eru út úr vinnustaðafundinum harmi hún mjög en ítrekar að þetta sé misskilningur og að orð hennar hafi verið tekin úr samhengi. „Ég var í þessu spjalli að tala um æsku mína og alls ekki að tala um leikskólakennara eða þá stétt. Þarna ræddi ég um uppvöxt minn og minnar fjölskyldu meðal annars á klukkutíma vinnustaðafundi blaðlaust. Leikskólakennarar eru mjög mikilvæg stétt sem við ættum að hampa frekar í okkar samfélagi. Á það hef ég minnst á öllum mínum fundum í kosningabaráttunni. Tveir dagar eru til kosninga og hefur Halla Tómasdóttir verið að sækja í sig verðið í könnunum síðustu vikna. Mældist hún rétt undir 20 prósentum í könnun sem fréttastofa 365 lét gera og birtist í Fréttablaðinu í morgun.
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Fleiri fréttir Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Sjá meira