Sigmundur Davíð segir útgöngu Breta úr ESB upphaf að enn meiri breytingum Bjarki Ármannsson skrifar 24. júní 2016 09:43 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu upphaf að enn meiri breytingum. Vísir/Einar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu upphaf að enn meiri breytingum. Íslendingar ættu í kjölfar útgöngunnar að hafa forgöngu um að nálgast Bretland og sýna að vilji okkar standi til að viðhalda góðu samstarfi. Sem kunnugt er, ákváðu Bretar í þjóðaratkvæðagreiðslu í gær að ganga úr Evrópusambandinu eftir 43 ára veru. Rúmlega sextán milljónir greiddu atkvæði með því að ganga úr sambandinu en rúmlega sautján milljónir með því að fara. Sigmundur Davíð tjáir sig um málið á Facebook-síðu sinni og segir það söguleg tíðindi. Hann segist lengi hafa haft áhyggjur af eðli og þróun Evrópusambandsins. „Þetta er líka sögulegur viðburður vegna þess sem hann segir okkur um þróun stjórnmála á Vesturlöndum og vegna þess að þetta er upphafið að enn meiri breytingum,“ skrifar Sigmundur Davíð. „Ég kveið árinu 1992 vegna þess að það ár stóð til að undirrita Maastricht-sáttmálann. Það gekk eftir og grunnur var lagður að evrunni og annarri samrunaþróun, sem að mínu mati var og er hættuleg.“ Sigmundur segist sérstaklega hafa haft áhyggjur af veru Bretlands í Evrópusambandinu, sem hann segir aldrei hafa passað þar inn. Nú í kjölfar atkvæðagreiðslunnar skipti það alla miklu máli að það gangi vel að vinda ofan af áformum um aukið yfirþjóðlegt vald. Um leið þurfi þó að takast að standa vörð um samvinnu Evrópulanda og þar geti Ísland gegnt mikilvægu hlutverki. „Við bárum gæfu til að hverfa frá áformum um að ganga í ESB,“ skrifar hann. „Nú ættum við að hafa forgöngu um að nálgast Bretland fyrir okkar hönd og EFTA og sýna strax að vilji okkar standi til að viðhalda góðu samstarfi og byggja til framtíðar á góðri samvinnu og viðskiptum sjálfstæðra ríkja.“Færslu Sigmundar Davíðs í heild sinni má lesa hér að neðan. Brexit Tengdar fréttir David Cameron segir af sér David Cameron forsætisráðherra Bretlands ætlar að segja af sér í ljósi niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar sem fram fór í gær þar sem Bretar ákváðu að segja sig úr Evrópusambandinu. Cameron sagði í yfirlýsinu nú fyrir stundu að hann muni hverfa úr embætti forsætisráðherra fyrir næsta flokksþing Íhaldsflokksins í október næstkomandi. 24. júní 2016 07:30 Bretar kjósa að yfirgefa ESB Bretar hafa ákveðið að yfirgefa Evrópusambandið eftir 43 ára veru í sambandinu eftir sögulegar kosningar sem vafalaust munu hafa víðtækar afleiðingar. 24. júní 2016 06:30 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu upphaf að enn meiri breytingum. Íslendingar ættu í kjölfar útgöngunnar að hafa forgöngu um að nálgast Bretland og sýna að vilji okkar standi til að viðhalda góðu samstarfi. Sem kunnugt er, ákváðu Bretar í þjóðaratkvæðagreiðslu í gær að ganga úr Evrópusambandinu eftir 43 ára veru. Rúmlega sextán milljónir greiddu atkvæði með því að ganga úr sambandinu en rúmlega sautján milljónir með því að fara. Sigmundur Davíð tjáir sig um málið á Facebook-síðu sinni og segir það söguleg tíðindi. Hann segist lengi hafa haft áhyggjur af eðli og þróun Evrópusambandsins. „Þetta er líka sögulegur viðburður vegna þess sem hann segir okkur um þróun stjórnmála á Vesturlöndum og vegna þess að þetta er upphafið að enn meiri breytingum,“ skrifar Sigmundur Davíð. „Ég kveið árinu 1992 vegna þess að það ár stóð til að undirrita Maastricht-sáttmálann. Það gekk eftir og grunnur var lagður að evrunni og annarri samrunaþróun, sem að mínu mati var og er hættuleg.“ Sigmundur segist sérstaklega hafa haft áhyggjur af veru Bretlands í Evrópusambandinu, sem hann segir aldrei hafa passað þar inn. Nú í kjölfar atkvæðagreiðslunnar skipti það alla miklu máli að það gangi vel að vinda ofan af áformum um aukið yfirþjóðlegt vald. Um leið þurfi þó að takast að standa vörð um samvinnu Evrópulanda og þar geti Ísland gegnt mikilvægu hlutverki. „Við bárum gæfu til að hverfa frá áformum um að ganga í ESB,“ skrifar hann. „Nú ættum við að hafa forgöngu um að nálgast Bretland fyrir okkar hönd og EFTA og sýna strax að vilji okkar standi til að viðhalda góðu samstarfi og byggja til framtíðar á góðri samvinnu og viðskiptum sjálfstæðra ríkja.“Færslu Sigmundar Davíðs í heild sinni má lesa hér að neðan.
Brexit Tengdar fréttir David Cameron segir af sér David Cameron forsætisráðherra Bretlands ætlar að segja af sér í ljósi niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar sem fram fór í gær þar sem Bretar ákváðu að segja sig úr Evrópusambandinu. Cameron sagði í yfirlýsinu nú fyrir stundu að hann muni hverfa úr embætti forsætisráðherra fyrir næsta flokksþing Íhaldsflokksins í október næstkomandi. 24. júní 2016 07:30 Bretar kjósa að yfirgefa ESB Bretar hafa ákveðið að yfirgefa Evrópusambandið eftir 43 ára veru í sambandinu eftir sögulegar kosningar sem vafalaust munu hafa víðtækar afleiðingar. 24. júní 2016 06:30 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Sjá meira
David Cameron segir af sér David Cameron forsætisráðherra Bretlands ætlar að segja af sér í ljósi niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar sem fram fór í gær þar sem Bretar ákváðu að segja sig úr Evrópusambandinu. Cameron sagði í yfirlýsinu nú fyrir stundu að hann muni hverfa úr embætti forsætisráðherra fyrir næsta flokksþing Íhaldsflokksins í október næstkomandi. 24. júní 2016 07:30
Bretar kjósa að yfirgefa ESB Bretar hafa ákveðið að yfirgefa Evrópusambandið eftir 43 ára veru í sambandinu eftir sögulegar kosningar sem vafalaust munu hafa víðtækar afleiðingar. 24. júní 2016 06:30